Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Karat
Karat Notandi frá fornöld 4.538 stig

Re: Löður, skora á engann að fara þangað!!

í Tilveran fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Ég skil ekki þessa framkomu í starfsmanninum. Það er alveg rétt að vera ekki að púkka upp á þetta. Það er greinilega ekki sama hver er. Mér finnst alveg fáránlegt að koma með svona dónaskap við kúnna sem er greinilega búinn að vera að nýta sér þjónustu fyrirtækisins og borga fyrir hana. Á sumum stöðum væri starfsfólk hreinlega rekið fyrir svona framkomu við viðskiptavinina. Það ætti að hringja í Neytendasamtökin og kvarta undan þessu, þú ættir að gera það bara. Eða einhvern sem er yfir.

Re: Varðandi könnunina...

í Sápur fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Það er satt. Þetta hefði mátt vera. Systir mín segir líka alltaf Nallar ;) Karat

Re: Lítið barn :Þ

í Hátíðir fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Þetta er kannski ekki beint jólalegt. En samt svolítið sætt þannig að mér fannst svo sem allt í lagi að samþykkja þessa mynd.

Re: Sindi

í Sápur fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Flottir eyrnalokkar.

Re: 2 eða 3 bekkur í Menntarskóla.

í Skóli fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Það er dáldið vesen já. Nemi úr fjölbraut er kannski ekki búin að taka fög/áfanga sem bekkur í bekkjarkerfi er búinn að taka og þarf að taka þau fög með yngri nemum (og öfugt, viðkomandi getur verið búinn með eitthvað sem bekkurinn er í). Það getur verið svolítið erfitt að púsla saman svoleiðis stundaskrá.

Re: Izzy-hvað gerist í hennar málum?

í Sápur fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Það verður að vera í persónulegum skilaboðum, ekkert sem allir sjá. Karat, stjórnandi á Sápum.

Re: Scott og Serena,Sky og Boyd

í Sápur fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Ég hugsaði einmitt líka; “vonandi verður þetta ekki til þess að þau hætti saman” (um Sky og Boyd). En ég held einhvern veginn ekki að þau muni hætta saman út af þessu. Boyd er auðvitað pirraður, Sky kom honum í vandræði og hann sér að hann getur greinilega ekki treyst Sky fyrir hverju sem er. Og Sky hljóp á sig með því að láta svona við Izzy út af þessu. Ég veit ekki hvort að Sky sé svona til að gera sig eitthvað meiri en aðra, ef hún er að því er það allavega ekki viljandi. Ég held þetta...

Re: Hvaða land?

í Tilveran fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Noregs, ekki spurning. Ég hef dvalist þar um tíma og það var frábært.

Re: Admin?

í Hugi fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Hahahah, nákvæmlega, þetta er það sem hann mun gera ef hann les þennan kork. Hann er húmoristi.

Re: David

í Sápur fyrir 19 árum, 8 mánuðum
jaaaá…örugglega. Vonum það allavega ;)

Re: David

í Sápur fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Öhh what? Er hann að þjala á sér neglurnar með naglaþjöl?

Re: Hvað gerðist....

í Sápur fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Ekkert mál :)

Re: Hvað gerðist....

í Sápur fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Tja, ég man nú ekki alveg hvað gerðist í hvaða þætti nákvæmlega en ég skal rifja upp eitthvað smávegis frá síðustu dögum. Susan sagði séra Tom að hún hefði tilfinningar til hans og að hún gæti þess vegna ekki verið vinur hans. Hún er samt alveg að drepast yfir því að geta ekki hitt hann en vildi ekki svara í símann þegar hann hringdi til að spyrja eftir henni. Kartan og Sindi eru svona eiginlega byrjuð saman aftur. Hann bauð henni í mat og áður en hún kom pakkaði hann saman myndum af Dee....

Re: HAHA

í Skóli fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Haldið þessum umræðum á ópersónulegum nótum. Engar nafngreiningar. Takk fyrir. Karat.

Re: Izzy-hvað gerist í hennar málum?

í Sápur fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Haltu því samt bara út af fyrir þig. Þeir sem hafa áhuga á spoilerum fara bara á neighbours.com og lesa þar.

Re: Assault

í Sci-Fi fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Frábær mynd :D

Re: Connor O´Neill - fortíð&framtíð

í Sápur fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Spoilerar eru stranglega bannaðir á þessu áhugamáli, vinsamlegast reyndu ekki að senda slíkt inn hingað aftur. Það mun ekki verða liðið. Karat, stjórnandinn á Sápum.

Re: Davis að halda framhjá??

í Sápur fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Liliana er nú glæsileg kona og David náði í hana. Ég veit ekki neitt hver þessi kona er en mér dettur í hug einkaþjálfari eins og einhver stakk upp á hérna um daginn.

Re: Stuart - hvað um hann?

í Sápur fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Ég er alls ekki að tala um ofvirkni í þeim skilningi að stimpla fólk eða nota þetta á alla sem sýna einhverja svona hegðun. Ég hef í mínu námi lært töluvert mikið um ofvirkni þannig að ég veit svolítið um hvað ég er að tala. En ofvirkni er líka mismunandi eftir einstaklingum.

Re: Hobbitar

í Tolkien fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Þeir eru menn. Bara rétt eins og t.d. álfarnir skiptast í nokkra flokka, sindra, nolda o.s.frv. skiptust menn í nokkra flokka og þeir þróuðust bara ólíkt í útliti, eins og bara svartir og hvítir menn o.s.frv. Þannig að hobbitar eru bara ein tegund manna ef svo má segja, ákveðinn þjóðflokkur.

Re: Stuart - hvað um hann?

í Sápur fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Ég vænti þess að þú sért að tala um Scott en ekki Stuart. Það er smávegis til í þessu hjá þér. En ofvirkni (þá sérstaklega hreyfiofvirkni með athyglisbresti) lýsir sér einmitt þannig að einstaklingurinn gerir það sem honum kemur fyrst í hug án þess að hugsa um afleiðingarnar. Hann einfaldlega verður að prófa og stundum veit hann að hann er að gera hlut sem hann ætti ekki að gera. En hann ræður ekki við sig. Þetta er fagleg skilgreining.

Re: Stuart - hvað um hann?

í Sápur fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Hann er ofvirkur, hann ræður ekki við sig. Hann er ekki að gera þetta viljandi til að koma Stuarti í vandræði.

Re: Björn Birningur

í Tolkien fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Hmmm ok, mig minnti þetta bara.

Re: Hobbitar

í Tolkien fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Þeir eru bara einn ættflokkur manna ef svo má segja. Synir Alföður, rétt eins og aðrir flokkar manna á Ördu.

Re: Darren?

í Sápur fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Ef ég man rétt þá fór Darren í fangelsi fyrir að skjóta Michael Martin (sonur Philips) sem særðist. Það var að vísu þegar hann var með Debbie Martin sem hann fór út í ránstilraunina, mig minnti fyrst að það hefði verið Libby, en hann byrjaði með henni síðar. Hins vegar stend ég við það sem ég sagði um að þetta hefði verið erfitt samband. Karat.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok