Ferskeytla hefur 4 ljóðlínur, ljóðstafi og rím (ýmist víxlrím eða runutím). Dæmi: Yfir kaldan eyðisand, einn um nótt ég sveima. Nú er horfið norðurland, nú á ég hvergi heima. (höf. Kristján Jónsson fjallaskáld). Hér er um að ræða víxlrím, s.s. línur 1 og 3 ríma og línur 2 og 4 ríma. Þ.e.a.s. abab. Stuðlar og höfuðstafir Y, ey og ei í fyrstu 2 línunum og n n og n í síðust tveimur línunum. Svona vísa er kölluð ferskeytla (út af því að það eru 4 línur í erindinu). Kv. Karat.