Ehemm…lítið að gera á Sápum? Þetta er eitt vinsælasta áhugamálið á Huga. Nr. 20 með forsíðunni, kasmír, egó o.fl. þannig að ég hef engar áhyggjur af því að hér sé lítið að gera. Mér finnst leiðinlegt þegar sumir þurfa að vera að gera lítið úr öðru fólki og því sem það gerir. Ef þú hefur ekki áhuga á því sem fer fram á þessu áhugamáli skaltu sleppa því að koma inn á það. Við kærum okkur ekki um svona neikvæðni hér. Karat, stjórnandinn á Sápum.