Úps, ég ætlaði alls ekki að eyða svarinu hans Mizzeeh, heldur svara honum. Hann spurði: “hvað stendur könnunin lengi”. Svarið er 2-3 dagar. Sorry Mizzeeh, þetta var alveg óvart.
Hvernig væri að slökkva bara á hátölurunum? Eða bara setja á mute með því að tvísmella á hátalarann o.s.frv. Þetta verður ekki tekið af fyrr en kvöldið er liðið….ef vefstjóri man eftir því þ.e.a.s….:D Gleðileg jól.
Að sjálfsögðu á einhver afmæli þessa daga. Ef ég man rétt þá bað mig einn notandi sérstaklega um að fá að vera jólabarn dagsins ákveðinn dag í fyrra því það var afmælisdagur viðkomandi. Gott ef það voru ekki tveir.
Ja, það er ekkert mál að elda hamborgarhrygginn. Þú setur hann bara í pott inn í ofn og eftir hálftíma bætirðu vatni í pottinn. Ég mæli með því að smyrja sinnepi á hrygginn. Svo eldast hann bara sjálfur. Það er hins vegar sósan sem er töluvert mikið mál. Við erum með sérstaka sósu í minni fjölskyldu og mér finnst hún aldrei verða eins góð hjá mér og hjá öðrum sem eru vanari að gera hana. Svo er alltaf spurning um hversu góð þú ert í að brúna kartöflur. Ég er viss um að mamma þín leiðbeinir...
Ég held að stjórnendur viti bara ekki af því að þetta sé hægt. Þetta var að ég held ekki hægt á tímabili svo að þetta féll í gleymsku. Annars er ég ekki viss um það heldur hvort að allir stjórnendur geti yfirleitt breytt þessu sjálfir.
Ég get reyndar ekki séð að þú hafir sagt þetta, en það skiptir ekki máli. Þeir sem vilja hafa þetta eins og venjulega eiga bara að standa saman og enginn fer til þessarar frænku. Einhver verður bara að segja henni að fólk vilji vera hjá ömmu þinni og afa og það ætli bara enginn að vera annars staðar.
Eins og ég stakk upp á í haust þá ættu Tolkien og C.S. Lewis að vera saman. Narniu myndirnar verða sennilega mjög vinsælar, þó ekki eins og Hringadróttins saga. En þar sem Narnia ætti sitt svæði þar yrði aukin umferð á Huga. Ég er því farin að hallast að því að búa til Fantasíubókmenntaáhugamál….en Harry Potter yrði enn þá að vera sér.
Hahaha, já var það hún?! Ég vissi að hann var giftur. Fannst samt eins og það væri styttra síðan þau skyldu. Mér fannst líka eins og að konan hans væri alveg óþekkt.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..