Nei, það er ekki hægt að hafa svo dökka liti. Þá er varla hægt að lesa neitt sem hér stendur. Ég er búin að prófa mjög margar útfærslur. Ég segi ekki að það sé ekki hægt að gera betur, en þetta er það skásta sem ég prófaði hingað til.
Ég las þær á sínum tíma. Sú sem ég var að opna áðan var bara mjög fín. Mér finnst að þú ættir bara að láta vaða og koma með eins og eina nýja grein. :)
Þakka þér fyrir bæði hrósin. Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki enn þá lesið hinar jólasögurnar, ekki nema þær sem ég samþykkti sjálf. Ég efast þó ekki um að það séu einhverjar góðar þar á meðal. :) Ég vil nota tækifærið og taka fram að ég sem stjórnandi hef engar leiðir til að breyta könnunum á neinn hátt svo að ef þessi saga fer í könnunina þá er það bara “fólkið” sem ræður hvaða saga verður valin.
Hér er hið góða barn Um hið góða barn Frá hinu góða barni Til hins góða barns Hér eru hin góðu börn Um hin góðu börn Frá hinum góðu börnum Til hinna góðu barna
Af hverju er það ekki leyfilegt? Kennaranum ber nákvæmlega engin skylda til að lána þér það sem þú kemur ekki með sjálfur. Kennarinn “á” að skrá allt svona niður. Það er á ábyrgð foreldra og nemandans sjálfs að hann sé með tilskilin námsgögn.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..