Jæja, ég nenni nú ekki að svara hverri og einni vitleysunni sem sumir eru að skrifa hér, en margir hér vaða í mikilli villu. Kennarar fá í raun ekki lengra sumarfrí en aðrir. Kennarar vinna þessa auka daga af sér á hverjum degi yfir veturinn, þ.e. ákveðið margir vinnutímar á viku. Er það ekki betra en að nemendur séu lengur í tímum á sumrin? Síðan eru kennarar neyddir til að fara á námskeið á sumrin, það kallast endurmenntun og hún er skylda. Kennarinn er ein mikilvægasta manneskjan í...