Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Karat
Karat Notandi frá fornöld 4.538 stig

Re: Langt í framtíðina

í Sápur fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Ég fór á einhverja síðu um Glæstar vonir eftir að ég las þessa grein og þá las ég að Bridget væri bara orðin hrifin af Ridge, en væri ekkert búin að gera í því, Ridge vissi þetta ekki einu sinni. Eru þau sem sagt farin að vera eitthvað saman?

Re: treiler ROTK-EE

í Tolkien fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Þetta lofar rosalega góðu. Ég get varla beðið eftir að sjá myndina í heild sinni :D

Re: Er þetta andlegt heimilisofbeldi?

í Börnin okkar fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Ég veit ekki hvað ég ætti að ráðleggja þér en ég ætla að reyna að segja nokkur orð. Það er greinilega mikið að á þínu heimili og þú ert greinilega miklum órétti beitt. Það hlýtur eitthvað að vera að hjá mömmu þinni, og hún lætur það bitna á þér. Hún verður að fá aðstoð. Og þú auðvitað líka. Ég veit að það er erfitt að benda á þetta í kennaraverkfallinu, en strax eftir það skaltu leita til námsráðgjafa ef hann er til staðar í skólanum þínum. Þú ættir að tala við einhvern hlutlausan...

Re: hvar fæ ég...

í Tolkien fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Það er gott úrval af svona bókum t.d. í Máli og menningu.

Re: Hítardals-skotta

í Dulspeki fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Og hefur þú orðið vör við skottuna?

Re: Billy Lewis

í Sápur fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Nauðgaði Roger henni?? Ég var ekki farin að fylgjast með þá.

Re: Billy Lewis

í Sápur fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Mér er líka illa við Julie núna. Hún er greinilega hrifin af Frank og er að reyna að spilla. En Eleini mætti nú samt minnka vinnuna og hugsa aðeins meira um Marínu sjálf. Ég er eiginlega að vona að Bridget fái Peter aftur. Ég held að hún myndi hugsa miklu betur um hann en Venessa, mér finnst hún orðið hundleiðinleg. Hvað með Roger og Holly, það er nú meira ruglið?! Maður fær bara hroll!

Re: Langt í framtíðina

í Sápur fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Ekki allir kennarar eru í verkfalli nei. En öllu má nú ofgera þó maður sé lesblindur sko, það má ekki endalaust nota það sem afsökun. Maður verður að lesa yfir. Vel meint ;)

Re: Langt í framtíðina

í Sápur fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Ég hef ekki horft á Glæstar vonir síðan ég man ekki hvenær. En er ekki Bridget hálfsystir Ridge….eða hvað? Einu sinni hélt hann að hún væri dóttir sín. En ef Eric er ekki pabbi hans eru þau auðvitað ekki skyld. Er hann virkilega búinn að vera eitthvað með henni? Það er bara ógeðslegt!!!

Re: Áhugaverðar kenningar um hálfblóðungsprinsinn og mitt álit á þeim

í Harry Potter fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Eins og ég sagði þá er það blendingsprinsinn. Sjá; http://www.mbl.is/mm/folk/frett.html?nid=1106480

Re: Draumur um

í Dulspeki fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Þetta er merkilegt. Þú hefur greinilega haft einhver sterk tengsl við afa þinn og fundið þetta á þér.

Re: Lífvirkjamál

í Sápur fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Já, það er búið að heilaþvo Stuart. Og þetta sem hann skrifaði undir í þættinum í dag, hann las það ekki einu sinni. Hann á eftir að lenda í einhverju veseni út af þessu. Þetta lífvirkjadót er bara rugl til að plokka peninga af fólki, það er alltaf að koma betur og betur í ljós. Og aldrei geta þeir tekið neitt annað en bíla sem dæmi. Fáránlegt. Stuart var veikgeðja fyrir og auðvelt að plata hann út í eitthvað svona. Já, Serena er óþolandi sleikjuleg við pabba sinn.

Re: Vitkarnir

í Tolkien fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Það var allavega einn í viðbót sem er nafngreindur og sá heitir Ráðagestur, hann kemur örstutt fyrir í Hringadróttins sögu.

Re: Áhugaverðar kenningar um hálfblóðungsprinsinn og mitt álit á þeim

í Harry Potter fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Mér finnst þýðingin á nafninu; HP og blendingsprinsinn (eins og nafnið var þýtt í Morgunblaðinu) betri en “hálfblóðungs” eins og sumir eru að þýða þetta beint. Hins vegar langar mið að spyrja; hver er Aberforth Dumbledore? Það er orðið langt síðan ég las bækurnar og ég get ekki munað hver þetta er. Kv. Karat.

Re: Verkfall?

í Deiglan fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Einstaklega óþroskuð og léleg tillaga.

Re: Verkfall- Samræmdu prófin

í Skóli fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Það sama gildir um alla skóla. Þeir sem eru fatlaðir eða eiga eitthvað mjög erfitt geta stundum fengið undanþágur.

Re: Verkfall- Samræmdu prófin

í Skóli fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Það verða samræmd próf hjá 4. og 7. bekk, þeim hefur aðeins verið frestað þangað til 2 vikur verða liðnar eftir að skólinn byrjar aftur.

Re: Verkfall- Samræmdu prófin

í Skóli fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Þetta er vitleysa, samræmduprófin árið 1995 voru í lok maí, ég tók þessi próf þá.

Re: Verkfall- Samræmdu prófin

í Skóli fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Það er ekkert til í þessu. Þegar ég var í 10. bekk var tveggja mánaða verkfall. Ég bar engan skaða af þessu verkfalli. Hins vegar voru samræmdu prófin haldin í lok maí, rétt á undan vorprófunum í skólanum. Hafðu engar áhyggjur af þessu.

Re: Joey

í Gamanþættir fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Ég er búin að sjá fyrstu 2 þættina og mér fannst þeir frekar lélegir!!!

Re: Of feit !!!

í Tíska & útlit fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Ég held að þú sért alls ekkert of feit miðað við hæð. En ef þú ert óánægð með þig ættirðu auðvitað að reyna að fara í einhverjar íþróttir og hugsa um hvað þú ert að borða og að borða rétt.

Re: bútur úr spjalli á dc :S

í Tilveran fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Það væri nú gaman að sjá hverjir áttu þetta samtal, en auðvitað þora viðkomandi aðilar ekki að koma upp um sig. Mjög hallærislegt. Mér finnst JReykdal hafa staðið sig frábærlega sem vefstjóri og ég skil ekki í þeim sem nenna að vera að koma með svona ummæli. En ég skil aftur á móti af hverju þeir þora ekki að láta nafngreina sig. Karat

Re: Að deyja

í Dulspeki fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Ég held að við “vöknum” aftur á öðru tilverustigi, sem við sjálf, í einhverskonar Himnaríki.

Re: Furðulegar kröfur kennara.

í Deiglan fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Rangt Einu sinni með öllum í BHMR, einu sinni 1995 með framhaldsskólakennurum og ef ég man rétt í einn dag árið 1997. Þetta er í fjórða sinn. Rugl í þér að kennarar séu alltaf í verkföllum. RUGL.

Re: Furðulegar kröfur kennara.

í Deiglan fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Ég sé að þú ert aðeins 15 ára og mátt greinilega ekki við verkfalli, en það má glöggt sjá á grein þinni. Burtséð frá því vil ég segja þér að þú gerir þér ekki nokkra grein fyrir starfi kennarans. Þú ættir ekki að skrifa opinberlega um hluti sem þú greinilega veist ekkert um. Ég vil benda þér á grein Elnu Katrínar, formanns félags framhaldsskólanema í Morgunblaðinu í dag 24. september um grunnskólakennara, sú grein ætti að geta hjálpað þér að skilja um hvað málið snýst. Auk þess vil ég benda...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok