Jæja, það er ljóst að austantjaldsþjóðirnar fyrrverandi standa þétt saman í að kjósa hverja aðra. Þetta eru lög sem falla ekki í kramið hjá okkur Íslendingum. Ég legg til að við leggjumst öll saman á eitt og kjósum öll í aðalkeppninni og þá eitthvert lag sem er gott að okkar mati. Ég gaf Danmörku öll mín atkvæði í undankeppninni og mun gera það sama næsta laugardag. Ekki hugsa um að einhver annar muni kjósa, kjósið sjálf svo að gott lag vinni í ár, það munu austantjaldslöndin gera. Bara...