Um Vala Hér á eftir ætla ég að fjalla í stuttu mála um Valana, en það er til þeirra (til Valinor) sem Álfarnir sigla þegar þeir halda til vesturs. Valarnir tóku mjög virkan þátt í því að skapa jörðina og mætti því líta á þá sem nokkurs konar guði, eða í það minnsta verndara jarðarinnar. Er, hinn eini Alfaðir, skapaði jörðina; Ördu með aðstoð tónlistar Ænúanna. Alfaðir sýndi Ænúunum jörðina og bauð þeim sem vildu að fara þangað niður og skapa ásýnd hennar, en þangað ætlaði hann að senda börn...