Mig langaði til að spyrja hvort eitthvert ykkar viti hvar sé hægt að kaupa kvikmyndatónlistina úr LOTR eftir Howard Shore. Ég er búin að athuga í Skífunni og þetta fæst ekki þar. Ég á aðra útgáfu sem keypt var fyrir mig í Bandaríkjunum, en það er önnur hljómsveit og vantar mörg lög svo það eru greinilega margar útgáfur til. Ég er að meina nákvæmlega þessa úr myndinni. Á einhver þetta og hvar keyptuð þið? Karat.
Kæru sápuunnendur. Eins og kannski einhverjir hafa tekið eftir hef ég lítið verið við síðustu 2 vikur þar sem ég var í sumarfríi erlendis og komst lítið í tölvur. Nú er ég hins vegar mætt til starfa af krafti á sápuáhugamálinu og þið megið endilega fara að senda inn allt mögulegt efni. T.d. vantar greinar og nýjar kannanir. Tölurnar fyrir júní eru komnar og þær má sjá í samnefndri tilkynningu. Ég vil láta ykkur vita af nýju greinaátaki sem er komið í gang og upplýsingar um það eru hér fyrir...
Jæja, eins og ég er búin að koma á framfæri í síðustu tilkynningum er kominn tími á nýtt greinaátak. Það var Mariakr sem átti hugmyndina að þessu greinaátaki. Í því felst að notendur eiga að að segja frá því hvað heillaði þá fyrst við þá sápu eða þær sápur sem það horfir mest á og hvað það er við viðkomandi sápu eða sápur sem heldur fólki við skjáinn. Þetta er efni í miklar pælingar sem þið getið útfært eins og þið viljið og megið bæta hinu og þessu við. Ef ykkur vantar fleiri hugmyndir í...
jæja, tölurnar fyrir júní eru komnar. Við höldum okkur á þessu sama róli og vorum í 23 sæti í júní af öllu því sem hægt er að fara inn á á Huga. Ég er handviss um að við hefðum haldist í 20. sætinu ef ég hefði nú ekki verið fjarverandi sjálf síðustu daga mánaðarins. En, ég er komin aftur og við lögum þetta bara í þessum mánuði ;) Flettingar á Sápum í júní voru alls 27777 og það er svolítil lækkun frá því í maí. En á morgun byrjar nýtt greinaátak og við komum okkur aftur á nýtt ról. Karat.
Eins og þið hafið kannski tekið eftir hef ég lítið verið við undanfarnar tvær vikur. Ég var í fríi erlendis og komst nánast ekkert í tölvu. Ég mun svara skilaboðum frá ykkur á eftir og yfirfara alla korka og svör við greinum og eyða einhverju ef á þarf að halda. En nú förum við í gang á fullu…nýtt greinaátak á morgun. Karat.
Hér er Aragorn á leið í gegnum Dauðraslóð. Mér rann kalt vatn á milli skinns og hörunds þegar atrið inni í fjallinu með draugunum var sýnt í Return of the King.
Hér er meistari Elrond í Rofadal ásamt dóttur sinni Arwen Undomíel. Myndin er fengin úr kvikmyndinni Hilmir snýr heim og sýnir það þegar faðir og dóttir ræða saman um örlög þeirrar síðarnefndu og mannsins sem hún elskar.
Frændurnir Smjagall og Djagall, í bátnum á deginum örlagaríka, afmælisdegi Smjagals, þegar Djagall fellur í ána, finnur hringinn eina og Smjagall drepur hann til að fá hringinn.
Í þættinum í dag var áfríunin hans Lous og hann var látinn laus úr fangelsi og á að skila ákveðið mörgum tímum í samfélagsvinnu í staðinn fyrir að sitja 3 ár í fangelsi. Dómaranum fannst sá dómur of harður og það finnst mér líka. Það gat ekki annað verið en að Lou yrði látinn laus.
Hér á eftir langar mig að gera smá samantekt um álfahöfðingann Elrond sem er einn af mínum uppáhálds álfum úr heimi Tolkiens. Ég ætla að reyna að koma með stutt æviágrip um kappann og helstu skyldmenni hans. Elrond var fæddur í Sirion í kringum árið 525 á fyrstu öld. Hann var bæði Noldi og Sindarálfur, þar sem móðir hans var af ætt Sinda en faðir hans Nolda. Foreldrar hans voru Eärendil og Elwing. Eärendil þessi var hálfur álfur og hálfur maður en foreldrar hans voru þau Túor og Idril....
Hér er mynd af Boromír dánum á bátnum frá öðru sjónarhorni en á síðustu mynd. Mér finnst alveg eins og hann liggi bara í lausu lofti. Sennilega er þetta eitthver glampi bara. Mér finnst hin myndin af honum í bátnum reyndar flottari (ég sendi hana inn um daginn).
Hér til vinstri sjást þeir félagar Sómi og Fróði hangandi í reipi á leið sinni til Mordor. Í baksýn öll þessi óhugnanlegu fjöll og þoka. Myndin er eins og sjá má fengin úr LOTR kvikmyndunum.
Mynd af einu stigi breytinganna á Smjagali, eftir að hann hefur komist yfir hringinn eina með því að drepa Djagal frænda sinn. Myndin er að sjálfsögðu fengin úr ROTK myndinni.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..