Vikan í Nágrönnum Þar sem mér finnst alltaf vanta inn fleiri greinar kemur hér önnur yfirlitsgrein frá mér um atburði liðinnar viku í Nágrönnum. Eins og venjulega gerðist ýmislegt markvert í þessari viku. Það sem stendur hæst að mínu mati er að Susan fékk sér nýjan lögfræðing, Tim Collins sem Kartan vinnur hjá. Libby fékk mömmu sína til að hafa samband við Tim því að hún ætti að fá það sem hún ætti rétt á út úr skilnaðinum. Tim er, eins og við vitum, mjög harður í horn að taka og hann sagði...