Og nú þegar menn eru búnir að melta þessar óvæntu fréttir af George Donaldson, eru ýmsar samsæriskenningar farnar að spretta upp á WRC forumum tengdar málinu. Sú lífseigasta fjallar um Mitsubishi, Peugeot og Subaru (raðað í stafrófsröð :) Eins og menn muna kannski kom upp umræða fyrr í sumar um að Richard Burns, aðalökumaður Subaru, væri búinn að skrifa undir samning við Peugeot fyrir næsta tímabil en samningur Burns við Subaru rennur út í haust. Mönnum hefur þótt mjög skrýtið að hvorki...