Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

KITT
KITT Notandi frá fornöld Karlmaður
1.656 stig

Re: Buick Bengal

í Bílar fyrir 23 árum, 5 mánuðum
Vill Kaninn ekki hafa þetta allt sjálfskipt ?

Re: Rúður

í Bílar fyrir 23 árum, 5 mánuðum
Til þess að spoilerkitt minnki loftmótstöðu af einhveru viti þyrfit að hanna þau með vindgangaprófunum og svoleiðis process myndi tryggja að enginn venjulegur maður myndir hafa efni á þeim.

Re: Húddstjarna á MMC

í Bílar fyrir 23 árum, 5 mánuðum
IH toppar þetta með því að selja spoiler á Impreza (MY01) á 89.000 kr. og ekki er hann neitt sérstaklega stór.

Re: Stórfréttir úr WRC heiminum

í Bílar fyrir 23 árum, 5 mánuðum
Alls ekki ólíklegt að þú fáir að sjá þá sjón eftir nokkra mánuði.

Re: Buick Bengal

í Bílar fyrir 23 árum, 5 mánuðum
Einmitt það sem ég var að spekúlera því að það meikar ekki sens að henda vélinni aftur í bílinn og setja svo framdrif og tala um aukna aksturseiginleika. Þannig að vélin fer nú varla mikið aftur fyrir miðju. Væri gaman að sjá hversu mikið í cm þeir færa hana aftur. Beauty-ið við þetta fyrirkomulag fyrir utan aukna aksturseiginleika á einmitt að vera aukið innanrými og þar með meira fótapláss frammí og afturí. Þeir tala einmitt mikið um að þetta verði raunverulegur 2+2 bíll.

Re: Buick Bengal

í Bílar fyrir 23 árum, 5 mánuðum
GM kallar vélarfyrirkomulagið “Wheels forward design” og skýrir það ósköp lítið meira en að segja að gírkassinn sé fyrir framan vélina. Og þar sem vélin sé þyngri en kassinn þá færist þyngdarpunkturinn talsvert aftar í bílinn með þessu fyrirkomulagi og á það að bæta handling. Þetta er allt svo sem gott og blessað en gaman væri að vita hvar þeir ætli að hola vélinni niður. Það að setja vélina í skottið telst nú varla vera ný uppfinning í bílabransanum.

Re: Stórfréttir úr WRC heiminum

í Bílar fyrir 23 árum, 5 mánuðum
Og nú þegar menn eru búnir að melta þessar óvæntu fréttir af George Donaldson, eru ýmsar samsæriskenningar farnar að spretta upp á WRC forumum tengdar málinu. Sú lífseigasta fjallar um Mitsubishi, Peugeot og Subaru (raðað í stafrófsröð :) Eins og menn muna kannski kom upp umræða fyrr í sumar um að Richard Burns, aðalökumaður Subaru, væri búinn að skrifa undir samning við Peugeot fyrir næsta tímabil en samningur Burns við Subaru rennur út í haust. Mönnum hefur þótt mjög skrýtið að hvorki...

Re: VW Beetle RSI

í Bílar fyrir 23 árum, 5 mánuðum
Veistu hvort að VW náði að selja þessi 250 eintök í einum rykk eða stóð verðið í mönnum. Fyrir 50000 pund gætirðu fengið 2 stk UK300 og enn átt 10 pund eftir fyrir bensíni ;)

Re: VW Beetle RSI

í Bílar fyrir 23 árum, 5 mánuðum
Ágætis bíll. Concept útgáfan var með kringlóttum kösturum í framstuðaranum og voru þeir ca 75% af stærð framljósanna og staðsettir rétt hjá númeraplötunni. Sem betur fer kipptu þeir þeim út áður en hann fór í framleiðslu. Er spoilerinn stillanlegur eða er hann fastur?

Re: Samvinna GM við aðra bílaframleiðendur

í Bílar fyrir 23 árum, 5 mánuðum
Ekki alveg að marka þar sem margir bílasalar eru ekkert alltof duglegir við að uppfæra söluskrár sínar. Gæti því verið skráður þarna í fyrra eða eitthvað álíka. Man í fljótheitum bara eftir einum svona bíl hér á landi og hann var ljósblár.

Re: Hvað þarf maður að gera?

í Bílar fyrir 23 árum, 5 mánuðum
Þessi bíll sem ég var að tala um var inn á Smiðjuvegi og var með upptekinni vél og líka skiptingu ef ég man rétt. Veit ekki með annað ástand en það á að vera til alveg eins bíll hérna á landi, sem sagt 3000GT VR4, sem var fluttur hingað til lands þegar hann var rétt 1 - 2 ára, ótjónaður, og þá lítið ekinn og sami eigandi átti hann víst ennþá sl. vor. Þessi getur varla verið sá sami þar sem verðið var í lægra kantinum miðað við VR4.

Re: FYRIR ALLA CAMARO-AÐDÁENDUR

í Bílar fyrir 23 árum, 5 mánuðum
Var ekki til einn Lotus hérna, rauður að lit.

Re: Stórfréttir úr WRC heiminum

í Bílar fyrir 23 árum, 5 mánuðum
Best að taka það fram að FIA (FIA World Council ) á enn eftir að leggja blessun sína yfir að Rally Portugal verði skipt úr fyrir Rally Deutschland. Og nánar um stigakerfið í WRC. Í gamla kerfinu fengu 10 efstu bílar stig á bilinu 20 til 1 eftir árangri og var uppsetningin eftirfarandi: 1. sæti = 20 stig 2. sæti = 15 stig 3. sæti = 12 stig 4. sæti = 10 stig 5. sæti = 8 stig 6. sæti = 6 stig 7. sæti = 4 stig 8. sæti = 3 stig 9. sæti = 2 stig 10. sæti = 1 stig Í tilraun til að auka vinsældir...

Re: Húddstjarna á MMC

í Bílar fyrir 23 árum, 5 mánuðum
Ég hef nú ekki enn fundið íslenskt bílaumboð sem er með gott verð á vara- og aukahlutum :)

Re: Hvað þarf maður að gera?

í Bílar fyrir 23 árum, 5 mánuðum
Var þessi 3000GT VR4 hvítur? Annars eru menn ekkert að berjast um að kaupa 3000GT og reyndar líka Eclipse í dag þannig að það ætti ekki að vera mikið mál að finna eitt stykki.

Re: Samvinna GM við aðra bílaframleiðendur

í Bílar fyrir 23 árum, 5 mánuðum
Jú, það ætti hægt að vera að bera þá saman út frá þeim útgangspunkti að þeir eru á svipuðu verði. Manstu hvað Fiatinn kostaði nýr? 3 svona bílar skráðir á finndu.net og þeir eru verðlagði frá 2.090.000 til 2.650.000 og allir árgerð 1999 en þessi dýrasti er Fiat Coupe Turbo Plus með 6 gíra kassa.

Re: Nýr VW Polo

í Bílar fyrir 23 árum, 5 mánuðum
Mér líst ágætlega á þennan Polo en veit ekki alveg hvort maður er jafn kátur með nýja Golfinn sem á að koma á markað 2003. Enn á að stækka hann og bæði með því að breikka og lengja og svei mér þá ef hann enda ekki að lokum sem einhvers konar fjölnotabíll en Polo komi í stað gamla Golfsins.

Re: Samvinna GM við aðra bílaframleiðendur

í Bílar fyrir 23 árum, 5 mánuðum
Er sanngjarnt að bera saman Fiat Coupe Turbo og Impreza Turbo? Reyndar báðir með 2000 cm3 túrbóvél sem skila báðar um 220 hö. En að öðru leyti er þetta coupe vs. 4 dyra og 2WD vs. 4WD ekki satt? Annars þarf ekki að fjölyrða mikið um hvorn ég myndi taka :) Fiat hefur nýtt sér hönnunarhúsin eins og Mal3 kemur inná og má þar nefna Italdesign og Pininfarina. Hægt að skoða lista yfir bílana sem þessi fyrirtæki hafa hannað á heimasíðum þeirra og þar má finna margan glæsivagninn.

Re: Samvinna GM við aðra bílaframleiðendur

í Bílar fyrir 23 árum, 5 mánuðum
Tja, Fiat Coupe Turbo segirðu. Persónulega hefði ég frekar viljað láta Giorgetto Giugiaro hjá ItalDesign um útlitshönnun og Subaru um rest. Það samstarf leiddi af sér SVX árið 1989 og ekki var hægt að kvarta mikið yfir lookinu á honum.

Re: Spoilers :)

í Bílar fyrir 23 árum, 5 mánuðum
Gylltu 18" OZ felgurnar undir UK300 er hluti af UK300 breytingunum. PPP er svo aftur fáanlegur á UK300 fyrir 1600 pund og var hann settur í bílanna eftir að þeir voru skráðir. PPP hefur ekki enn verið fáanlegur í venjulegan MY01 hvernig svo sem stendur á því.

Re: Spoilers :)

í Bílar fyrir 23 árum, 5 mánuðum
Kominn með upplýsingar um innihald PPP og WR Sport Performance Package PPP Inniheldur nýtt pústkerfi, breytingu á intercooler og öðruvísi forritun á ECU (Kallast Prodrive ECU eftir breytingar). WR Sport Performance Package (Fáanlegur sem aukabúnaður í RB5) Inniheldur PPP og Prodrive High wing. Í daglegu tali kallaður RB5 wing og er svipaður og STi 5 spoiler nema að bremsuljósið er á öðrum stað. WR Sport Performance Package var ekki staðalbúnaður í RB5 en flestir RB5 bílarnir voru víst teknir...

Re: Spoilers :)

í Bílar fyrir 23 árum, 5 mánuðum
Ég hélt alltaf að WR Sport Performance Pack og PPP innihéldu sömu hlutina og væri því í raun sami pakkinn en héti hinsvegar mismunandi nöfnum eftir því í hvaða útgáfu hann væri settur í. Hinsvegar held ég að það hafi verið hægt að kaupa einstaka aukahluti frá Prodrive í gegnum Subaruumboð í UK. Allavega var alltaf talað um að menn í UK ættu að redda sér svokölluðum “WR Sport brochure” ef þeir ætluðu að fara að breyta bílunum sínum en sá bæklingur var catalog yfir alla mögulega aukahluti sem...

Re: Spoilers :)

í Bílar fyrir 23 árum, 5 mánuðum
PPP = Prodrive Performance Pack. Aukapakki ætlaður í UK300 og inniheldur nýtt pústkerfi, breytingu á intercooler og öðruvísi forritun á ECU. WR Sport Performance Pack var svo nafnið á aukapakkanum sem fékkst í RB5. Sami pakka kallaðist PPP ef þú keyptir hann í venjulegan MY99 eða MY00.

Re: Spoilers :)

í Bílar fyrir 23 árum, 5 mánuðum
Já, þetta var greinilega meira en 70 kg Er núna með tölur sem segja MY00 = 1255 kg (sedan) MY01 = 1365 kg (sedan) Og því mismunur 110 kg og þar af fóru 70 kg í styrkingu á boddí En þessar tölur eru eflaust til í nokkrum útgáfum. UK300 talan hjá þér gæti verið bíll með PPP

Re: Spoilers :)

í Bílar fyrir 23 árum, 5 mánuðum
Minnir að hann hafi bætt á sig 70 kg en í staðinn færðu stífari yfirbyggingu. Styrktarbita bætt við neðst í vélarúmi auk þess að styrktarbitum í hurðum var fjölgað til að hressa uppá árangur í árekstraprófum.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok