Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

KITT
KITT Notandi frá fornöld Karlmaður
1.656 stig

Re: Úlfar í sauðagæru

í Bílar fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Hreinræktaður sportbíll er soldið loðið og teygjanlegt hugtak. Mér finnst dálítið erfitt að kalla túrbóútgáfu af venjulegum 4 dyra fólksbíll hreinræktaðan sportbíl. Einfalt dæmi er 4 dyra túrbó Prezan. Eins og að rífast við vegg að halda því fram að þetta séu ekki sportbílar, en hreinrækaðir………tja. Sé það reyndar ekkert breytast neitt sérstaklega núna á þessum dögum því að Impreza er búinn að vera einn fremsti bíllinn í rallinu síða 1995. Hinsvegar er óumdeilanlegt að bílar eins og Impreza...

Re: Staðsetning hraðamyndavéla.

í Bílar fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Það er ein á gatnamótunum við Miklatorgið.

Re: Spá í tölur og bifreiðar í FÍB þjónustubók

í Bílar fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Margt af þessu hljómar mjög kunnuglega en það er helst erótíkin sem fær mann til að staldra við. Minnir þó að það hafi verið rauð Honda Civic í rallinu í fyrra sem hafi gengið undir þessu nafni.

Re: BMW M3

í Bílar fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Athyglisverð hugmynd en þá er alveg nauðsynlegt að hafa bakvið eyrað að um leið og GL húddið er komið á turbo Prezuna þá verður front mounted intercooler algjör skyldueign……;)

Re: Smá ábending

í Bílar fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Ef við horfum bara á GM þá minnir mig að eignarhlutur þeirra í öðrum bílaframleiðendum dreifist á eftirfarandi hátt en þetta er tekið úr grein sem ég skrifaði undir nafninu “Samvinna GM við aðra bílaframleiðendur”. Einnig er tekið fram á hvaða sviðið fyrirtækin eru í samvinnu við GM. Fiat (GM á 20% í Fiat og Fiat á 5.6% í GM) í framleiðslu á díeslvélum Isuzu (GM á 49% í Isuzu) í framleiðslu á díeslvélum Saab í framleiðslu á túrbóvélum (GM á Saab) Subaru í þróun og framleiðslu á...

Re: Smá ábending

í Bílar fyrir 23 árum, 2 mánuðum
GM á 20% hlut í Fuji Heavy Industries, framleiðanda Subaru. Bæði fyrirtækin þóttu sjá sér hag í þessum viðskiptum og horfði GM þar einkum til yfirgripsmikillar fjórhjóladrifsþekkingar Subaru en Subaru hafði aftur á móti hug á að komast inn í hið og öfluga sölu- og dreifikerfi GM til að auka sölu á Subaru utan Japan.

Re: Nýr korkur

í Bílar fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Í sambandi við videosvæði þá tékkaði ég á því um daginn. Ég talaði við ritstjóra huga.is og hann tjáði mér að það væru milliliðir inní málinu sem ættu að sjá um sjálft uploadið. Okkur stjórnendum fannst það kerfið vera mjög þungt og seinvirkt í notkun. Það var því einróma samþykkt meðal okkar stjórnenda að setja það mál á ís í einhvern tíma, amk þangað til að einfaldari lausn skyti upp kollinum

Re: Porsche 911 Carrera RS (964)

í Bílar fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Ég er ekki viss um að Subaru Impreza 22B sé beint praktíkstur bíll. RB5 er það hinsvegar og að sögn mjög skemmtilegur.

Re: er ekki kominn tími til að hafa sölu kork hér

í Bílar fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Ég var að senda beiðni um þetta áðan. Þannig að nú er bara að bíða og sjá.

Re: er ekki kominn tími til að hafa sölu kork hér

í Bílar fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Ef ég man þetta rétt þá sendi mal3 einu sinni fyrirspurn en fékk aldrei svar til baka. Ég skal senda yfirvöldum hérna á Huga línu á eftir um þetta mál.

Re: Brjálaður fáviti í umferðinni:)

í Bílar fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Er ekki myndavél á þessum gatnamótum?

Re: Porsche 911 Carrera RS (964)

í Bílar fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Og ekki má gleyma 18 tommu krómfelgum og eldingalímiða á hliðunum…….. ;) Þetta verður betri og betri hugmynd eftir því sem ég hugsa meira um þetta…….. ;) Hver var nú aftur með Dodge umboðið…….. ;)

Re: Porsche 911 Carrera RS (964)

í Bílar fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Massa grein enda ekki von á öðru úr þessari átt ;) Hvaða einn bíl myndi ég velja? Ætli það yrði ekki eitthvað með húddskópi og STi merki. Litur enn óákveðinn en það er seinna tíma vandamál ;)

Re: Viðhorf...

í Bílar fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Ford Motorsport hlýtur að eiga slatta af svona felgum. Félagi McRae ætti að geta redda 4 stykkjum. Allavegana var hann að stúta svona felgum eins og hann fengið borgað fyrir það í Svíþjóð ;) Sjá eina mynd hér: http://www.wrc.com/NR/rdonlyres/e5cqqykd4cyxb3pr5n2fkbfyh5ucichj27bxf2zxl5r5rh2aias5wq7ql4y2kirwq7shcxbphtnxzd/grist.jpg

Re: Focus á fullkomnun

í Bílar fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Jebs, fékk sölubréf frá Brimborg um daginn þar sem þeir voru að reyna að pranga Focus inn á mig og þar stóð að ST170 og RS (minnir að það hafi verið þessir báðir) væru væntanlegir á næstu mánuðum. Verður fróðlegt að sjá hvað ásett verð verður á þeim bílum.

Re: Rally, mælikvarði á bíla?

í Bílar fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Vilja flestir Kanar ekki geta komið sér þægilega fyrir uppí stúku og horft yfir alla brautina? Er því ekki viss um að WRC væri neitt sérstaklega gáfulegt fyrir Kanana útfrá markaðssetningu þar vestra. Rall er allt í senn sambland af vel hönnuðum bíl og góðum ökumanni.

Re: Rally, mælikvarði á bíla?

í Bílar fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Vúúúúúúhaaaaa, loksins ralltengd grein ;) Það er kannski ekki beint sanngjarnt að bera saman Viper, Camaro og fleiri Le Mans bíla við WRC bílana. Ástæðan liggur náttulega að miklu leyti í keppnisaðstæðum enda eru GT/Le Mans keppnir allar á lokuðum brautum að ég held en í WRC er keyrt á alvöru vegum. Td í Kenía þá eru vegirnir opnir fyrir almennri umferð og menn geta lent í því að taka fram úr yfirfullum rútum og fleiri farartækjum í þeim dúr í miðri keppni! Ástæðan að baki þátttöku...

Re: Tvær bestu bílamyndirnar.

í Kvikmyndir fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Gone In 60 Seconds og The Fast and The Furious eru ágætist myndir, bílalega séð. En söguþráðurinn finnst mér ei merkilegur en þó er Gone In 60 seconds aðeins skárri í þeim málum. En sem dæmi um góðar bílamyndir þá er Ronin algjört must see þó að það sé kannski hægt að flokka hana beint sem bílamynd en það eru alla vegana klassa bílaatriðið í henni. The Italian Job ku einnig vera mjög góð.

Re: Góðar notaðar bílasölur?

í Bílar fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Mig minnir að þeir sem eru með Bílasölu Íslands séu þeir sömu og voru með Bílasölu Matthíasar áður en skipt var um eigendur í fyrra. Þannig að þeir eru ekki nýjir í bransanum. Hef aldrei heyrt neitt nema mjög gott um þá.

Re: Opi๐ p๚st

í Bílar fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Og hvar er stakka núna þegar þarf að halda uppi heiðri Lancer ;)

Re: Smá power boost?

í Bílar fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Ef þér finnst 260 hö í þessum bílum þá skaltu kíkja á eftirfarandi grein og kíkja á performancetölurnar sem eru neðarlega í greininni. <A href="http://www.hugi.is/bilar/greinar.php?grein_id=20237“>Nissan Sunny GTi-R (Full version) </A> Svaðalegar tölur þar á ferð Svo er alltaf gaman að rifja upp auglýsinguna frá stærsta GTi-R póstlistanum á netinu. ”The email group has now been going for 2 1/2 years! More than 30,000 emails and over 700 owners/fans from Iceland to Australia, Brunei to Singapore."

Re: Smá power boost?

í Bílar fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Já, GTi-R er bæði RHD og LHD þe með stýrið öfugu megin og réttu megin. Veit ekki alveg hvað ég var að hugsa en ætli það hafi ekki verið einhver Skyline samsláttur ;) Hefði átt að skrifa lengri grein um þessa bíla á sínum tíma ;)

Re: Citroen Xsara VTS.... :)

í Bílar fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Er Clio 172 kominn til landsins? Fyrir utan þennan eina náttulega. Minnir að það hafi staðið í Corolla roadtestinu hjá DV eða Mogganum núna um helgina að það væri einhver tími í að hann ræki á fjörur okkar.

Re: Smá power boost?

í Bílar fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Impetus kitt hefur nú ósköp lítil áhrif á kraftinn þannig að það skiptir litlu máli hvort bíllinn sé lítil “tík” eða ekki ;) Annars er Impetus hætt þannig að það þarf ekki að vera velta slíku mikið fyrir sig. Það er hinsvegar rétt að maður nær nývirði aukahluta aldrei til baka þegar maður selur bílinn.

Re: Smá power boost?

í Bílar fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Það er og hefur alltaf verið ótrúlega lítill verðmunur á 1600 Sunny og 2000 GTi. Gallinn náttulega sá í dag að það er rosalega erfitt að finna góða GTi Sunny bíla. En það er önnur saga. GTi-R er náttulega með stýrið öfugu megin og svo eru ekki öll Nissan verkstæði hérlendis tilbúin í að leggjast í viðgerðir á þessum bílum. Og varahlutir í þá eru ekki gefins.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok