Bugalski lenti í 4. sæti á eftir Peugeot röðinni. Þannig að það voru franskir bílaframleiðendur sem voru að dómenera á malbikinu eins og oft áður. MMC og Subaru hafa lagt meiri áherslu á malarröllin en þau eru að átta sig núna á því að til þess að ná í heimsmeistaratitil þurfa þeir að vera með sérstakan malbiksbíl. Eins og Peugeot gerir, þeir eru með 2 bíla, malar og malbiks en hinir eru að breyta sama bílnum eftir því hvar er ekið.