Well, þetta er nokkuð sprækt, amk miða við að þetta er Golf ;) Þetta er ákveðið rökrétt framhald af VW Golf GTi 337 Edition en ég verð nú að viðurkenna að ég á í smá erfiðleikum við að fá botn í hönnunarstefnu VW þessa dagana því að meðan þeir eru að setja á markað RS32 og GTi 337 Edition þá lítur út fyrir að Golf MK5 verði svo stór að það megi líkja honum við strætó. Alla vegana samkvæmt fréttum. GTi 337 Edition kostaði 22.250 dollara og því kemur þessi eflaust til með að kosta skildingin.