Hann var annar af þessum hvítu. Ég var nú reyndar farinn þegar hann var boðinn upp en mér er sagt að TM hafi átt kröfuna í hann og að þeir hafi einnig keypt hann. Mig minnir að einhver hér hafi póstað inn söluverðinu á sínum tíma inná korkinn og það var ef ég man rétt á milli 800 og 900 þús kall.
Passar. Annars hafa þessir bílar verið vel þungir í sölu hérlendis. Var reyndar einn á einu Vökuuppboðinu í sumar. Það var vel freistandi að reyna við hann……..
Takk fyrir það Það eru kannski ekki allir að átta sig á hvaða bíll þetta er. Og þá af því að það er dálítið síðan hann var framleiddur og svo náttulega að það eru svo fáir svona bílar til á Íslandi. Mig minnir að IH hafi flutt inn 2 eða 3 árið 1996, þar af voru 2 hvítir og er sá þriðji var fluttur inn af þeim þá var hann grár. Svo minnir mig að ég hafi einhverntímann rekist á 1 vínrauðan. IH auglýsti þennan bíl á sínum tíma sem sportbíl framtíðarinnar. Dálítið kaldhæðið því á sama tíma var...
Það er nú ekki alltaf mikið að marka þessar tölur sem gefnar eru upp í skráningaskírteininum. Þekki einn sem keypti sér 1800 cm3 GL Imprezu og í skráningarskírteininu stóð mjög skilmerkilega að þessi bíll væri 218 hestöfl. Umrætt skráningarskírteini var svo ákvallt geymt á mjög áberandi stað í bílnum :)
Gott framtak og vonandi að veðrið verði til friðs á meðan keppni stendur yfir. Bara svona af forvitni, standið til Glaciarfélagar einir að baki skipulagningar? bebecar: Kíktu á Atburðakubbinn, aðeins meiri upplýsingar þar á ferð.
Jú, sá bíll heitir Peugeot 206 WRC og keppir fyrir Peugeot í WRC (HM í ralli). Hann skilar 300bhp @ 5250 rpm og togar 535Nm @ 3500 rpm en er hinsvegar ljósgrár á lit. Þetta er bíll sem hefur yfirburði í WRC í dag.
Það hlyti að vera ágætisgrundvöllur fyrir akstursíþróttaáhugamáli sem myndi þá covera rall, torfæru, kart, vélsleða, mótorhjól og bara allan þennan pakka.
Greinilega einhverjir, amk miða við innkomin svör. Svo má náttulega alltaf haka við svarmöguleikann “hvorugt” Og hér með notast tækifærið til að auglýsa eftir fleiri könnunum. Lítið af þeim á ferðinni þessi misserin.
Til að reyna að fá ný áhugamál sett hérna upp má reyna að setja inn póst inná áhugamálakorkinn á forsíðunni. Mér skilst reyndar að það gangi svo upp og niður að fá þær óskir í gegn. Reyndar hef ég undanfarið verið að spá í hvort það væri ekki sniðugt að setja upp nýjan kork hérna á Bílaáhugamálinu í staðinn fyrir aksturshermakorkinn. Umræður á honum eru orðnar frekar daufar og flestar komnar yfir til jonkorn og félaga á leikjatölvuáhugamálinu. Mér hefur td dottið í hug korkur fyrir...
Mikið er ég sammála þér. Mig minnir nú reyndar að Norðuljós eigi einkarétt á því að sýna frá íslenska rallinu, torfærunni og kartinu, en þessum hlutum er gerð ágætis skil í Mótorsporti Stöð 2. Hinsvegar virðist kvartmílan vera dálítið útundan hvernig sem á því stendur. Reyndar man ég eftir því að ég horfði á Helgarsportið af einskærri tilviljun eftir seinustu keppnina í júlí og augun ætluðu næstum að detta úr mér þegar þeir sýndu nokkurra mínútna langt skot frá kvartmílukeppninni frá deginum...
Góður punktur með BMWinnflutning í tengslum við NATO fundinn. Hann hefur náttulega haft talsverð áhrif á sölutölur. Og Volvo gæti enn bætt í þar sem þeir eru þessa dagana að kynna afmælisútgáfu af S40 og V40.
Opel hefur náttulega iðulega skilað sér inná markaðinn á haustin í formi notaðra bílaleigubíla. Grun hef ég um að minni sölu á Opel megi að hluta rekja til minni sölu á nýjum Opel í ár til bílaleigna. Ef mig misminnir ekki þá var einmitt haft eftir einhverjum forsvarsmanni IH í Mogganum fyrir einhverjum dögum að þeir hefðu farið þá leið að láta bílaleigurnar hafa slatta af notuðum bílum sem þeir áttu.
Impreza + stór spoiler mun mjög seint verða vafasamur kokteill. Reyndar er nýji WRC spoilerinn orðinn dálítið athyglisverður þar sem hann hangir hálfur fram af skotlokinu. Eflaust pain að fá þetta til að tolla á. <img src="http://www.swrt.com/images/gallery/small/small03.jpg"
Well, dýrt eða ekki dýrt í samanburði við aðrar tegundir. Kíkti í nokkrar verðskrár og pikkaði út nokkra sedan bíla sem áttu það sameiginlegt að vera með 2000 cm3 vél og sjálfskiptingu og þá kemur eftirfarandi í ljós. Hér er eingöngu verið að horfa á bíla út frá vélarstærð og sjálfskiptingu en auðvitað eru þeir misvel búnir. Subaru Impreza GX ssk. 2.230.000 Subaru Legacy GL ssk. 2.415.000 Toyota Avensis Sedan Sol ssk. 2.389.000 Volvo S40 ssk. 2.660.000 Ford Mondeo Trend ssk. 2.410.000 MMC...
Það er bara þannig því miður að það virðist alltaf vera mun erfiðara að fá í gegn leiðréttingar á verðum þegar að gengið styrkist aftur. Hinsvegar hlýtur Ræsir að verða með góða kynningu á Mazda 6 með tilheyrandi sprenginum og látum því að þetta er mjög áhugaverðugur bíll og virðist loksins vera komin Mazda á markað sem maður getur verulega hugsað sér að eignast.
Þetta hlýtur að hafa verið Mazda 6. Hann á að vera kominn. Mjög vel heppnaður bíll útlitslega séð og á ágætisverði, allavegana við fyrstu sín. Mazda 6 Touring 2,0 4 dyra 141 hö 2.320.000 beinskiptur Mazda 6 Touring 2,0 4 dyra 141 hö 2.430.000 sjálfskiptu
Rétt Dune, Hekla er að moka úr Golfum út á þetta 50 ára afmælistilboð. Golf Highline á verði Golf Comfortline. Góður díll fyrir þá sem eru að kaupa Golf. Kannski ekki alveg jafn gott fyrir þá sem þurfa að losna við Golf. Í áðurnefndri grein í Viðskiptablaðinu kemur fram hjá sölustjóra Nissan hjá IH að það standi til að kynna 7 nýjar gerðir af Nissan núna í ágúst. Það ætti að setja söluna vel af stað. Svo er að koma nýtt look á Subaru Forester og útlit Impreza MY03 er enn á huldu.
Mikið rétt bebecar, það ætti ekki að koma á óvart að Toyotan skuli vera söluhæst. Þetta var bara ég að reyna að vera kaldhæðinn :) Ég á samt enn eftir að reyna að fá botn í afhverju þessir bílar eru að seljast meira en helmingi meira en bíllinn sem selst næst mest. Kannski felst skýringin í miklu úrvali af undirtegundum. Kannski er það mikill fjöldi bílaleigubíla sem þeir selja. Kannski er það þjónustan er hún er jú víst mjög góð þar á bæ. Amk er hún það af afspurn og það er staðreynd að...
Þetta mál var kannað í janúar sl. ef ég man rétt, og þá með það fyrir augum að koma vídeoum inná static.hugi.is Þar var hægt að fá eitthvað pláss en aðgangurinn að því var talsvert snúinn því að við stjórnendur þurftum þá að eiga við einhvern þriðja aðila í sambandi við sjálft uploadið. Og þar sem það tók heilar 2 vikur að fá svar bara við fyrirspurninni þá var það einróma samþykkt af stjórnendum að þetta fyrirkomulag væri ekki mjög freistandi. Þannig fór um sjóferð þá………
Fyrir áhugasama Nissan Z aðdáendur má benda á ansi skemmtilega Flashsíðu sem Nissan er búið að setja upp. Slóðin er http://www.nissandriven.com/ Þar velja menn “Future Z” neðst á síðunni og þá poppast upp nýr gluggi með síðunni. Þarna má m.a skoða samanburð á 350Z vs. Boxster annarsvegar og 350Z í Track útgáfu vs. Boxster S hinsvegar.
Nei, ætli það ;) Allavegana er ljóst að ef ökumannshæfileikar væru í svipuðu magni og gasprið í honum þá væri hann löngu búinn að hala inn amk einum titli.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..