Mér skilst að þeir verði að redda alveg eins spoiler, þe með áritununum. Held reyndar að tryggingafélögin í UK séu meira hrædd við að einhver skrúfi spoilerana af heldur en að þeir eyðileggist í árekstrum og á það við um alla dýru spoilerana eins og td orginal STi, P1 og 22B. Ég hef heyrt af einum Lancer EVO sem á einnig að vera staðsettur í UK og hann á að vera með árituðu húddi af Tommi Makinen. Mér skilst að það sé sama japl og jumm þar, og ekki minnkaði það eftir að Tommi fór yfir til Subaru.