Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Lasanja

í Matargerð fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Ummm lasanja er svo rooosalega gott. Pottþétt að ég á eftir að prófa þessa uppskrift. Takk.

Re: Hvað Karlmenn segja við konur og hvað þeir meina.

í Rómantík fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Þetta á sko alls ekki við minn mann og ég kannast ekkert við þetta. Ég bara rakst á þetta á netinu og ákvað á láta þetta flakka hingað inn. Spark í punginn á ykkur karlmönnum já þú segir nokkuð, þetta var skrifað af karlmanni þannig að þú ættir að nefna það við hann, Jónas Sen. Ég skal alveg vera sammála því að konur eru ráðgáta fyrir karlmenn og ef að ég hefði dottið niður á álíka grein um hugsanagang kvenna þá hefði það alveg eins fengið að flakka hér líka.

Re: Grimmd barna!

í Kettir fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Þessi grimmd barna er ótrúleg. Við erum einmitt með litla læðu sem að við björguðum úr klóm einhverra hrekkjusvína sem voru að pína greyið og tókum hana að okkur. Við reyndum svo að auglýsa eftir eiganda hennar í nærliggjandi hverfum en fengum ekkert svar þannig að við bara “ættleiddum” hana og bættum þar með við enn einu dýrinu á heimilið, fyrir voru tveir kettir, hundur og páfagaukur. Já það er hrikalegt að börn geti hagað sér svona, að þeim finnist bara allt í lagi að pína dýrin en þau...

Re: Kötturinn minn albínóinn.

í Kettir fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Þau eru nefnilega ekki venjulega rauð það eru bara sum dýr sem hafa rauð augu. En eins og með albínóa menn þá eru þeir ekki með rauð augu t.d.

Re: Að reykja í bíl.

í Tilveran fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Vissulega getur það verið soldið pirrandi en það er ekkert til að vera að láta angra sig í tætlur, það er alveg hægt að slappa af og lækka þá í útvarpinu eða hvað það er meðan verið er að skutla. Fólk er misjafnt og maður verður bara að gera sér grein fyrir því. Ég lendi til dæmis í þessu alltaf þegar ég sit með manninum mínum í bíl vegna þess að ég vil hlusta soldið hátt á tónlist en hann ekki og oftast slekkur hann bara á útvarpinu en það er ekkert sem ég þarf að æsa mig yfir, ekki svona smámunum.

Re: Smárabíó

í Kvikmyndir fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Þannig að maður borgar 800 kall fyrir myndina eins og venjulega og 800 kall fyrir þessi gæði. Mér finnst það full mikið en auðvitað meiga þeir rukka eitthvað aukalega fyrir þessi gæði en úff 800 kall.

Re: Að reykja í bíl.

í Tilveran fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Það er nú reyndar ekki það sem ég er að spá í EsteHerP, heldur er ég að spá í því hvað fólk getur verið að æsa sig mikið yfir smámunum.

Re: Pitt og Aniston

í Fræga fólkið fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Hún heitir víst Pheiffer, afsakið.

Re: Séð&Heyrt

í Fræga fólkið fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Þette er þokkalega innihaldslítið blað enda ekki það mikið af frægu fólki hér á Íslandi. Maður er alltaf að sjá eitthvað fólk í þessum blöðum sem að maður hefur ekki hugmynd um hver er, það virðast nákvæmlega allir komast í þetta blað. Maður getur nú ekki annað en brosað við lestur þessa blaðs, ég meina Marín Manda á forsíðunni (fyrir hvað er hún fræg? Fyrir það að hafa verið með Fjölni?) : Fyrirgef Lindu. Þetta er bara bull.

Re: Að reykja í bíl.

í Tilveran fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Rosalega eru allir að æsa sig yfir þessu. Ég bara spyr, hvað er eiginlega verið að skutla fólki í langan tíma, ég meina þið þurfið varla meira en eina sígó á klukkutíma eða í mesta lagi tvær, en hvað er verið að skutla fólki svo mikið að það verði endilega að reykja ofaní það þó að það biðji kurteisislega um að ekki verið reykt ofaní það.

Re: Að reykja í bíl.

í Tilveran fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Það stendur hvergi í lögunum að það meigi ekki reykja á almannafæri, ég er búin að kynna mér þau.

Re: Tim Burton

í Kvikmyndir fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Ég er sammála því að Tim Burton sé einn sá allra besti. Ég er allaveg rosaleg hrifin af honum og þá sérstaklega hvað hann nær alltaf svo ævintýralegulúkki yfir myndina, allt svona frekar krípi en mjööög flott. Ég verð að segja að The nightmare befor x-mas er ein af mínum uppáhalds myndum, hún er hrein snilld.

Re: Langvarandi ástarsorg

í Rómantík fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Ég er sammála því sem GlinGlo segir að ef að þú gefur skít í hana og hún áttar sig á því þá eru mestar líkur á því að þú fáir hana aftur. Maður vill jú alltaf það sem maður fær ekki. En ég get ekki séð að einn né neinn sé að dæma þig þó að fólk sé að segja skoðanir sínar á þessu máli þínu.

Re: Kvikmyndir.is lélegt?

í Tilveran fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Já mikið er ég sammála þér í þessu. Þetta er bara barnalegt skítkast. Fréttmenn eiga nú að reyna að vera hlutlausir í skrifum sínum og algjör óþarfi að leggjast svona lágt. Þetta er bara eitthvað sandkassasyndrome.

Re: Að reykja í bíl.

í Tilveran fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Ég þekki nú ansi marga reykingamenn og enginn þeirra reykir í bíl, þeim finnst það ógeðslegt og verð ég að vera sammála því. Málið er það að bíllinn er náttúrulega lítill og fljótur að fyllast af reyk og það er þessvegna sem fólk fílar ekki reykingar í bíl.

Re: Móðursýki

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Ég þakka æðislega fyrir falleg og hughreystandi svör. Reyndar langar mig að taka það fram að maðurinn minn var ekki beint leiðinlegur við mig… hann var bara ekki að taka neitt mark á mér. Reyndar var það ekki hann sem að ég var ólétt eftir fyrir 31/2 ári síðan svo að hann hefur ekki gengið í gegnum þetta sjálfur. En takk aftur allir saman :)

Re: Langvarandi ástarsorg

í Rómantík fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Ég held að það væri alveg ágætis leikur hjá þér að segja henni að hætta að hringja í þig og bara reyna að gleyma henni alveg. Þú segir að það séu 3 ár síðan að þið voruð saman og það ætti að sýna þér það að það mun ekkert gerast úr þessu. Gleymdu henni bara og reyndu að bera ekki aðrar stelpur við þessa fyrrverandi, það er óvirðing við þær og leiðinlegt fyrir þig. Gangi þér vel.

Re: Ástarbréf....

í Rómantík fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Ég hef reyndar aldrei skrifað ástarbréf og heldur ekki fengið eitt en ég hef heyrt um nokkra sem hafa gert það og finnst mér það vel rómantískt og fallegt. Hins vegar hef ég ort ástarljóð en aldrei sent til þess sem það var ort. Kannski er maður hálf feiminn við það vegna þess að þetta er ekki svo algengt. Svo er tækninn nú orðinn þannig í dag að það er auðveldlega hægt að senda bara ástarjátninguna í sms formi, mér finnst það nú ekki eins skemmtilegt eins og bréfin.

Re: Góðar fréttir fyrir Batman aðdáendur!

í Kvikmyndir fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Ég er bara alltaf hrifin af Batman myndunum og alveg sérstaklega hrifin af Tim Burton þannig að ég bíð spennt :)

Re: Meydómsmissir ??

í Fræga fólkið fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Það er nú víst ansi algengt þarna í Ameríkunni að stúlkur bíði með kynlíf þar til þær eru giftar og afhverju ætti Britney Spears að vera eitthvað öðruvísi?

Re: Sama...

í Ljóð fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Mér finnst þetta rosaflott ljóð… þó að ég sé ekkert voðalega hrifin af rímum. Rosalega tilfinningaríkt svona bæði hræðileg líðan og svo brosir lífið við. Virkilega flott!

Re: Trúlofun

í Rómantík fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Já það er alveg rétt að ansi margir taka trúlofun ekkert alvarlega, en það er ekkert þar með sagt að það geri það allir. Ég og minn maður við trúlofuðum okkur eftir 9 mánaða samband (erum búin að vera saman í næstum því 2 ár núna, áttum árs trúlofunar afmæli á laugardaginn) og var stefnan á giftingu en nú hefur það dregist eitthvað vegna þess að við eigum von á barni og mig langar ekki beint til að vera kas eða nýbúin að eiga þegar að kemur að giftingu þannig að við bíðum aðeins með þetta....

Re: Kettir í U.S.A

í Kettir fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Ég heyrði að þessi leikföng séu innflutt í Bandaríkin frá hvort það var Kína eða ekki, allavega einhversstaðar í Asíu.

Re: Tíska! hvað er það?

í Tíska & útlit fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Ég er sammála þessu með úrval dömu og herra deilda. Reyndar finnst mér ekkert að því að versla í hagkaup, ég versla bara þar sem ég þarf ekki að eyða háum upphæðum fyrir fötin því það finnst mér bara bilun.

Re: Förðun fyrir haustið.

í Tíska & útlit fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Reyndar hefur það verið sagt að smoky fari flest öllum. Svo er bara málið hvernig þetta er gert. Ef að púðurblýantur er notaður þar að vanda sig rosalega. Svo eru einfaldlega sumar konur sem ekki þola of dökka förðun og þá er bara um að gera að sleppa blýantnum og nota bara dökkan augnskugga, vegna þess að þessi blýantur gerir förðunina næstum svarta.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok