Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Móðirin á kaffihúsinu!

í Tilveran fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Þetta er nú bara hræðilegt að lesa. Ég er eiginlega bara orðlaus. Strákgreyið!

Re: Hræðilegt

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Já ég var að horfa á þetta í fréttunum… eða öllu heldur reyna að horfa ekki á þetta því ég er svo hrikalega viðkvæm núna þegar að stutt er eftir af meðgöngunni og ég græt yfir fáránlegustu hlutum en þetta fannst mér svo hræðilegt að ég reyndi að leiða þetta hjá mér því annars hefði þetta kostað mikið mikið af tárum. Vinir og vandamenn þeirra látnu fá mína samúð.

Re: Tveggja ára dreng vikið úr leikskóla

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Ég las um þetta í mogganum fyrir stuttu og þar var sagt að drengurinn hefði hegðunarvandamál og hafi reynst of erfiður og ekkert hefði verið hægt að gera. Reyndar eru 5 vikur ekki svo langur tími, hefði alveg mátt gefa meiri séns. En auðvitað er þetta leiðinlegt mál.

Re: Hvernig páfagauk?

í Gæludýr fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Ég mæli með dísarfuglunum, þeir eru alveg æðislegir. Ekki of stórir og tímafrekir og heldur ekki of litlir. Ég á einn sem er 9 mánaða og hann er alveg æðislegur, hann segir nafnið sitt og flautar hin og þessi hljóð sem að hann hefur lært úr umhverfinu t.d. mjálmar hann alltaf á kettina og nú er ég bara að vona að hann syngi ekki jólalagið sitt langt fram eftir ári ;) Þetta eru frábærir fuglar.

Re: Hvernig voru svo áramótin?

í Djammið fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Fyrstu áramótin mín í 10 ár þar sem ég hef ekki smakkað dropa af áfengi og ekki skellt mér út á lífið eða í partý (er sko komin 7 1/2 mánuð á leið) og þetta voru ein þau bestu áramót sem ég hef upplifað. Fór út á tröppur að skoða öll lætin í loftinu og hafði það svo kósí með manninum. Alveg hreint frábært gamlárs!

Re: Hvað kallaðiru mig?? Ha.... DÚLLA????

í Rómantík fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Kisurnar mínar kalla ég krútt og dúllur en það varla kemur fyrir að maðurinn minn fái það viðurnefni nema hann hafi þá gert eitthvað til þess að eiga það skilið og þá er það oftast eitthvað fáránlegt.

Re: Varðarndi hlutfallið peningar/ást

í Rómantík fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Ég er einmitt búin að vera að spá í þessari könnun og ég verð að segja að mér þykir það undarlegt að einhver skuli halda það að verðgildi gjafar samsvari ást. Mér væri nett sama ef að maðurinn minn gæfi mér eitthvað sem kostaði ekki mikinn pening því ég ég hver hugsunin er á bakvið og ég veit alveg að hann elskar mig, ég þarf ekki neina gjöf sem sönnun á því. Í þessu ýkta dæmi þínu um rándýrar jólagjafir til allra nema kærustunnar er kannski hægt að líta sem svo á að þú elskir hana ekki svo...

Re: Hvernig hund?

í Hundar fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Þeim er lýst sem greindum, sjálfstæðum og ástríkir en þeir geta verið soldið erfiðir við ókunnuga. Það er líka talað um að þetta séu ekki hundar fyrir alla því þeir þurfa umhyggju og þolinmæði. Þeir eiga víst líka að þvo sér eins og kettir og hefur verið líst sem ketti föstum í hundalíkama en ég þori ekki að fara með það hvernig þeim semur við ketti því það hef ég ekki hugmynd um.

Re: 'Aramótaheit?

í Hátíðir fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Ég strengi sjálf ekki áramótaheit nema að ég ætla að láta kallinn minn hætta að reykja sem fyrst :) og er það aðalega vegna þess að við eigum von á barni í febrúar og ég kæri mig ekki um að hann reyki oní það. Reyndar er honum alltaf hent út ef hann vill fá sér að reykja því ég þoli reykin mjög illa svona ólétt en hann stinkar samt sem áður þegar hann kemur inn og það er svo rosalega ógeðslegt þannig að mitt áramótaheit verður að láta hann hætta að reykja. Sjálf hætti ég fyrir rúmu hálfu ári...

Re: Áramótaskaupið

í Hátíðir fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Áramótafrumvarp Davíðs Oddsonar, hehe heitir það ekki áramótaávarp. En allavega þá held ég að manni hafi fundist þessi blessuðu skaup svo mikið fyndnari þegar að maður var krakki og þá nægði að heyra kúk og piss og maður lá í krampa. Reyndar finnst mér skaupin ekki eins skemmtileg og hérna áður fyrr en ég held þó í vonina og ég ætla að horfa á skaupið í ár þó aðalega af gömlum vana. Við skulum bara vona að það komi vel út.

Re: Menn eða dýr ?

í Kettir fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Já ég er sammála þessu öllu. Fannst frekar fáránlegt að þetta fólk væri að blanda mönnum inn í þessa umræðu og í rauninni réttlæta illa meðferð á dýrum. Við sem eigum gæludýr okkur þykir vænt um þau og fyrir mig að heyra af svona meðferð á dýrum er hræðilegt rétt eins og mér þykir það líka hræðilegt að heyra af illri meðferð á mönnum það er ekki málin en í þetta skiptið var verið að tala um ketti. Jezzybelle kisukona.

Re: Hvernig hund?

í Hundar fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Sú tegund hunda sem mælt er með fyrir fólk með ofnæmi heitir Basenji og hentar ofnæmisfólki mjög vel. Ástæða þess að fólk fær ofnæmi er ekki vegna þess að dýrið fer úr hárum heldur er það í munnvatni, húð og hárum það sem orsakar ofnæmið. Þessi tegund hunda er víst eitthvað öðruvísi en ég þori nú ekki að fara með hvað gerir hana svona sérstaka nema að ég veit að ofnæmisfólk getur lifað með þessum hundum og þá meira að segja fólk sem er með svæsið ofnæmi. Ég veit að þessi tegund er til hér á...

Re: flottustu skórnir í bænum!

í Tíska & útlit fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Mig langar soldið að vita hvernig skór geta verið hljóðlausir???

Re: Er börnunum óhætt hjá honum?

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Ég verð að segja að ég held að börnin séu ekki óhætt hjá honum. Og það að maðurinn segi að hann hafi ekki pláss fyrir sín eigin börn finnst mér bara benda til þess að hann hafi ekki áhuga á að hafa þau, hann hefur ekki tekið þau í hálft ár, það er þokkalega langur tími. Reyndu frekar að láta börnin hitta hann heima hjá þér svo að þau geti nú eitthvað hitt hann pabba sinn. Mér finnst hann samt sánda eins og algjör skíthæll þegar hann hringir ekki einu sinni í börnin sín yfir jólin.

Re: næturþögnin

í Ljóð fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Mér finnst þetta ljóð ferlega kjút. Flott líka sko :)

Re: Skuldbindingarfóbía

í Rómantík fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Kannski þetta komi bara með aldrinum. Ég var einmitt haldinn svona fóbíu á tímabili og var hún svo slæm að ég gat ekki einu sinni verið í sambandi við karlmann en svo kynntist ég kærastanum mínum en það tók mig langan tíma að viðurkenna fyrir sjálfri mér og öðrum að hann væri ekki bara vinur minn heldur væri hann kærasti minn. Í dag erum við komin rúma 7 mánuði á leið og erum búin að vera saman í 2 ár og allt í þessu fínasta. Ég veit ekki alveg hvað gerðist hjá mér þetta bara kom.

Re: Gamlárskvöld?

í Hundar fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Ég spurði dýralækni út í það hvað best væri að gera í sambandi við dýrin og gamlárskvöld en ég er með hund og 3 ketti og var mér ráðlagt frá róandi lyfjum en bent á að vera með dýrunum og jafnvel hafa þau lokuð inni í herbergi og hafa tónlist hátt stillta til að dempa aðeins hávaðann. Hundurinn er einmitt skíthræddur við hvellina og verður bara að vera hjá manni en hann er allt í lagi ef að maður bara hughreystir hann. Ég er sammála því sem að dýralæknirinn sagði um róandi lyf og það er það...

Re: tattoo inn eða út

í Tíska & útlit fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Mér finnst persónulega tattú hallærisleg heldur en hitt. Ég er ekki með tattú og ætla mér ekki að fá svoleiðis. Og já það eru næstum allir með tattú!

Re: Englar Alheimsins

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Þetta eru ekki sannsögulegir atburðir heldur er þetta að nokkru leiti byggt á ævi “Páls” eins og hann heitir í myndinni en í raun hét bróðir Einars Márs Pálmi en bókin er að mestu leyti skáldskapur.

Re: Jólagjafirnar

í Kettir fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Ég var ekki alveg að meika að fara að gefa kisunum mínum jólapakka, þau eru þrjú og það yrði soldið dýrt en í staðin keypti ég voða gott jólanammi handa þeim og svo ætla ég bara að dekra við þau og leyfa þeim að fá mjólkurbland. Ég hef líka nettan grun um að krullurnar af pökkunum muni slá í gegn og þá aðalega hjá læðunni. Hundurinn okkar fékk voðafína snyrtingu og bað og svo auðvitað jólanammi en engan sérstakann pakka. Gleðilega hátíð!

Re: Skata á Þorláksmessu?

í Hátíðir fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Mamma og pabbi halda í þessa hefð að hafa skötu á Þorláksmessu en hvorki ég né bróðir minn höfum getað borðað þetta. Nú eru þau hins vegar úti á Spáni og við orðin ja gott sem fullorðin en búum enn saman (þ.e. ég og bróðir minn + kærastinn minn) og við erum svona nokkurn vegin að mynda okkar stemningu sjálf núna. Við ætlum að skella okkur á laugaveginn í fílinginn þangað og svo á tónleika og reyna að upplifa smá jólafíling. Mér finnst þetta alveg frábær hugmynd með kjötsúpuna og vildi ég að...

Re: Kúlubúinn

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Innilega til hamingju með litla gutta. Ég geng einmitt með lítill gutta sjálf, það segir sónarinn og þó ég viti að hann sé ekki alveg öruggur þá er ég svo pottþétt á því. Ég fer aftur í sónar einhverntíma um miðjan janúar þegar ég verð komin 36 vikur og ég er alveg ferlega spennt, mér finnst svo æðislegt að fá að sjá litla krílið, en nú eru reyndar bara 2 mánuðir í það að ég fái minn í hendurnar :) Gangi þér vel og gleðileg jól.

Re: Jólaauglýsingarnar

í Hátíðir fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Jólin eru ekki kominn fyrr en maður fær að sjá gömlu góðu kók auglýsinguna: I like to buy the world a coke. Þetta er maður búin að alast upp við og man eftir að hafa séð þessa auglýsingu hver einustu jól… því miður hef ég ekki séð hana ennþá :( ekki alveg sátt sko.

Re: smá feeling

í Heilsa fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Mér finnst þetta fullgróf fullyrðing hjá þér:heldur hefur alltaf hugfast að þú ert heilbrigð, þá muntu vera heilbrigð alla æfi. Auðvitað getur það hjálpað til en þetta er engin garantí á því að maður veikist ekki.

Re: Ykkar álit!

í Tíska & útlit fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Mér finnst tískan í dag alveg frábær, hún er svo svakalega kvennleg með allar þessar blúndur og vesen. Samt finnst mér jakkaföt fyrir kvennfólk frekar takmarkað flott sko. Já það er bara ferlega leiðinlegt hvað þetta er alltaf rosalega dýrt.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok