Fallegt ljóð hjá þér og einlægt. Má ég samt koma með eina ábendingu? Í fyrstu línunni segiru: Við skildum í sátt, þó kveðjan var sögð í hljóðum. Mér fyndist það hljóma betur ef að þú orðaðir það aðeins öðruvísi eins og: Við skildum í sátt, þótt kveðjan væri sögð í hljóðum. En þetta er bara mitt álit, fallegt ljóð engu að síður.