Mér finnst það alveg rétt að kenna eigi þessa krufningu í skólum og að við eigum að pæla aðeins í þessu. Samt finnst mér bara vera hægt að krifja niður ljóð að vissu marki, það sem mér finnst vitleysa í krufningu er þegar einhver segir að ljóðið þýði hitt eða þetta. Þegar að mín ljóð hafa verið krufin þannig að einhver heldur sig vita hvað ég er að segja með þeim er það alltaf vitleysa hjá viðkomandi, það bregst ekki. Það er bara hægt að skilja ljóðin upp að vissu marki en svo er annað mál...