Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

JHG
JHG Notandi frá fornöld Karlmaður
622 stig

Re: Ég mana þann sem veit mest og best um ???

í Bílar fyrir 22 árum, 1 mánuði
Ég efast um að nokkur grein hérna sé skrifuð af þeim sem mest veit um málefnið. Menn setjast bara niður, afla sér gagna og byrja að skrifa. Auðvitað er betra að maður hafi eitthvað vit á málefninu. Síðan geta menn treyst því að það eiga eftir að koma ýmsar bætingar og komment frá öllum hinum. Gangi þér vel að skrifa :) JHG

Re: Sjálfskipt eða beinskipt?

í Jeppar fyrir 22 árum, 1 mánuði
Þarna kemur einmitt einn af kostum sjálfskiptinga, þær eru oft betri í brekkum. Á endanum held ég að það verði að ráðast af smekk hvað menn velja, báðir kostir hafa sína sterkleika og veikleika. JHG

Re: Aflaukning í vélum

í Jeppar fyrir 22 árum, 1 mánuði
Þetta þarf ekki að vera rétt. Það er rétt að ending skiptir framleiðendur gríðarlega miklu máli en það eru fleiri þættir sem hafa áhrif. Vandamálið er að þeir eru oft að tjúna vélarnar til að minnka mengun (léleg hedd ofl.). Bara eitt lítið dæmi. Ég á m.a. 1986 módel af Transam. Rafmagnsviftan eru stillt þannig frá framleiðanda að hún eiga að passa að kælivatnið fari ekki yfir 220 fahrenheit. Vatnslásinn er 195 fahrenheit. Það er ekki nóg að skipta um vatnslás þar sem að í traffík fær vatnið...

Re: Helví... hluthafinn!

í Deiglan fyrir 22 árum, 1 mánuði
Fyrirtæki verða almennt ekki til án hluthafa (ríkið er hluthafi en fjárfestir oft á öðrum forsendum en aðrir hluthafar). Hluthafinn á fé, hann getur valið á milli þess að eyða því núna eða fjárfesta fyrir það. Ef hann velur að fjárfesta þá hefur val á öruggum fjárfestingum sem gefa lága ávöxtun eða að setja peningana í áhætturekstur (fyrirtæki sem gæti orðið gjaldþrota). Því vill hann fá hærri ávöxtun ef hann leggur peninga í fyrirtækið því áhættan kostar (annars myndu allir velja...

Re: Twas the night before Christmas :-)

í Bílar fyrir 22 árum, 1 mánuði
Þessi saga/kvæði er svona smá skot á þá sem eru að reyna að láta sína bíla líta út fyrir að vera snögga en hafa ekki aflið til að bakka það upp. Hvað fjarkann varðar þá er nú hægt að tjúna þær ansi mikið. Lingenfelter er með 4 cyl gm vél og er að ná einhverjum 1200-1400 hestum (en þetta er að sjálfsögðu keppnisbíll, örugglega leiðinlegur á götunni). Hvað Hondur varðar þá hef ég ekkert á móti þeim, Civicinn sem var á undan þessum nýjasta var mjög fallegur smábíll en svo hafa sumir eyðilagt þá...

Re: flækjur og hestöfl

í Jeppar fyrir 22 árum, 1 mánuði
Hann hefur fundið sálfræðileg hestöfl :)

Re: Fólkið

í Deiglan fyrir 22 árum, 1 mánuði
Ég kynntist þessu svolítið þegar ég keyrði leigubíl (með námi). Að keyra á nóttunni um helgar gat verið skemmtilegt en þegar fór að líða á kvöldið þá fóru kúnnarnir oft að verða leiðinlegir. Oftast voru þeir greinilega vonsviknir og margir þeirra skeittu skapi sínu á bílstjóranum. Svo þegar kom að því að borga þá byrjuðu leiðindin stundum fyrir alvöru. Að ég byrji nú ekki á að ræða um blindfullar kellingar um fimmtugt…..:( JHG

Re: ESB, heimsveldi í fæðingu?

í Deiglan fyrir 22 árum, 1 mánuði
Ég efast um að ESB geti nokkurn tíma staðið jafnfætis BNA, hvað þá komist framúr þeim. Ástæðurnar eru margar. Í fyrsta lagi þá er það samfélagsgerðin. Eins og aðrir hafa bent á þá eru bandaríkjamenn mjög sveigjanlegir. Þeim þykir ekkert tiltökumál að elta vinnuna. Síðan kemur hugarfarið. Á níunda áratug síðustu aldar kom fram bók sem spáði fyrir um fall BNA. Sá höfundur er búinn að éta það allt ofan í sig. Hann segir að hugarfar bandaríkjamanna hafi verið þáttur sem hann tók ekki inní. Hann...

Re: Upphækkun

í Jeppar fyrir 22 árum, 1 mánuði
Temmileg boddýhækkun og stóru skærin eru örugglega besta leiðin á þessum bíl. Ég myndi athuga fyrst hve langt væri hægt að komast með úrklippingu. JHG

Re: Hvað á þetta að þýða?

í Bílar fyrir 22 árum, 1 mánuði
Svo hefur afturdrifið notið góðs af tölvustýrðum læsingum. Þegar C5 Corvettan var hönnuð þá var líka hugsað um akstureiginleika í snjó (og prófuð við erfiðar aðstæður). Ég las svo grein um þessi mál í einhverju amerísku tímariti þar sem að því var haldið fram að þessi nýji búnaður valdi því að afturdrif væri ekki síðri kostur í snjó og hálku. Þegar ég var í Háskólanum þá keyrði ég leigurbíl um helgar. Það var 1992 af M. Bens 250 Dísel (þarf varla að taka það fram en hann var...

Re: Felgur, Dekk, Loft

í Jeppar fyrir 22 árum, 1 mánuði
Takk :) Ég er alltaf á leiðinni að kaupa stóru dekkin, svo kemur alltaf eitthvað annað sem ég þarf að setja peninginn í :( JHG

Re: Flaekjurnar

í Jeppar fyrir 22 árum, 1 mánuði
klami skrifaði um flækjur: “Til ad tetta sé einhver marktaekur munur á afli út á ás tá turfa taer ad standa einar og sér rétt einsog í torfaeru og kvartmílubílum.” Ég get ekki verið sammála þessu. Ástæða þess er að ég hef fundið töluverðan mun (á V8 bílum) á flækjum og ekki flækjum (á núna tvo V8 bíla með flækjur). Síðan hef ég lesið tugi greina þar sem að bílar með pústkerfi eru dyno mældir útí hjól og eru að fá miklu meira útúr þessu. Menn verða samt að hugsa um kerfið sem heild því ef það...

Re: Hvað á þetta að þýða?

í Bílar fyrir 22 árum, 1 mánuði
Þegar maður keyrir afturdrifinn bíl í hálku þá verður maður að hugsa svolítið meira en þegar maður keyrir framhjóladrifinn bíl. Mínir afturhjóladrifsbílar hafa verið með tregðulæsingar í drifi sem hjálpar mikið til í snjó (ekki að sá stærri þurfi mikla hjálp við hann ;) en margir hugsa með hryllingi til þess að keyra svoleiðis bíla í hálku. Ég hef ekki lent í vandræðum með það en ég veit að það þíðir ekkert að gefa mikið í (að ég tali nú ekki um útur beygju). JHG

Re: Hestöfl og Tog, þetta nær bara ekki lengra

í Bílar fyrir 22 árum, 1 mánuði
Svakaleg átök hljóta það að vera…17g!!! Ég var með kúrfu yfir hröðun einna grindar, hann fór kvartmíluna á ca. 4,5 og hröðuninni var ekkert að minnka (nánast bein lína). Það er spurning hvar þetta hefði endað ef brautin hefði verið lengri :) JHG

Re: hvernig jeppum eruð þið á

í Jeppar fyrir 22 árum, 1 mánuði
Chevy Blazer K5 Silverado 1981 350 ci svolítið tjúnuð :) TH350 þriggja þrepa sjálfskipting, NP208 millikassi, Dana 44/ 12 bolta 4,88 hlutföll (ávísun á eyðslu með þriggja þrepa sjálfskiptingu), tregðulæsingar framan og aftan, 38“ dekk, breyttur fyrir 44” …og svo það sem mestu skiptir….CAPTAIN STÓLAR ;) JHG

Re: Hestöfl og Tog, þetta nær bara ekki lengra

í Bílar fyrir 22 árum, 1 mánuði
HalliOla skrifaði: “hvernig er það minkar togið eftir því sem vélin sníst hraðar og hestöflin aukast.” Miðað við þær hestafla og togkúrfur sem ég hef skoðað þá fellur togið yfirleitt töluvert fyrr en hestöflin miðað við snúning. Vél sem er með meira tog í grunninn hefur alla möguleika á að búa til fleiri hestöfl en þá er spurning hvernig hedd flæða, stærð ventla, þjöppuhlutfall, hvernig knastásinn er, hvernig millihedd (ef V vél), hvernig blöndungur eða hvernig innspíting ofl. ofl. Þannig að...

Re: Hestöfl og Tog, þetta nær bara ekki lengra

í Bílar fyrir 22 árum, 1 mánuði
Moen skrifaði: “..en ég veit að ökumenn þessara bíla verða fyrir nokkrum G's þegar þeir spyrna.” Mig minnir einmitt að það sé á milli 4 og 5 G. JHG

Re: McLaren F1 til sölu.

í Bílar fyrir 22 árum, 1 mánuði
jamm, það er svona að lesa ekki allann textann :/ JHG

Re: Túbó eða ekki Túrbó

í Bílar fyrir 22 árum, 1 mánuði
Ég veðja á “Túbó” ;) JHG

Re: Hestöfl og Tog, þetta nær bara ekki lengra

í Bílar fyrir 22 árum, 1 mánuði
Svo má ekki gleyma að bílar eru fleira en bara tölur. Hröðun, hestöfl, tog, skydpad og allt það er með því besta sem við höfum til að skoða án þess að setjast undir stýri og prófa. Það er svo undir stýri sem það fer að reyna á alla þessa þætti. Tilfinning skiptir miklu máli. Það hafa flestir keyrt bíl sem er öflugur og er með góðar tölur en er hundleiðinlegur í akstri. Við kannski vitum ekki nákvæmlega hvað er að en þetta er tilfinning. Næsti maður er svo kannski hæstánægður með sama bíl en...

Re: McLaren F1 til sölu.

í Bílar fyrir 22 árum, 1 mánuði
$250.000!!! Ef við sláum allir saman þá getur við kannski náð fyrir útborguninni ;) JHG

Re: Hestöfl og Tog, þetta nær bara ekki lengra

í Bílar fyrir 22 árum, 1 mánuði
Ég held við séum að mestu (ef ekki öllu)leyti sammála. Þetta er bara spurning um framsetningum. Það eru óteljandi þættir sem hafa áhrif á hröðun, afl vélar er eitt, tap í drifrás er annað, hlutföll í gírkassa og hásingu er enn eitt. Svo kemur vindstuðull, þyngd, læsingar, grip dekkja (hæð, breidd, efni munstur…) og guð má vita hvað (menn reyna t.d. stundum að minnka tog á lægra snúningsvægi til að ná betra starti og minna spóli). Þeir bílar sem standa sig best hvort sem er í NHRA, NASCAR eða...

Re: Hestöfl og Tog, þetta nær bara ekki lengra

í Bílar fyrir 22 árum, 1 mánuði
Ég veit ekki hve þeir nýjustu eru snöggir en þennan kvartmílutíma á bíl Hakkinens fékk ég ca. 1998-1999 úr einhverju blaði (orðið það langt síðan að ég man bara ca. tímann). Sneggstu grindur eru að fara kvartmíluna á rúmum 4 sekúndum með yfir 300 mílna endahraða og sem dæmi þá var nýtt NHRA met árið 1992 4,882 sekúndur á 301,60 mph svo 200 km/klst (125 mph) á 5 sekúndum gæti alveg passað við 10 sekúndur. Því miður man ég ekki endahraðann á bíl Hakkinens. Ég er ekki að dissa Formúlubíla (þeir...

Re: Hestöfl og Tog, þetta nær bara ekki lengra

í Bílar fyrir 22 árum, 1 mánuði
Góð grein um skemmtilegt málefni. Að skoða aðeins hámarkshestöfl eða hámarkstog er náttúrulega ofureinföldun. Ástæða þess að það er oft sagt að tog vinni spyrnur er að menn eru oft að tala um hámarkshestöfl á einhverjum 7000 rpm en skoða ekki hvar hámarkstogið kemur inn eða hvernig hestafla- eða togkúrfan er. Bíll sem togar mikið neðarlega á snúningsvæginu getur hent bílnum af stað en ef hann getur ekki snúist neitt þá nær hann ekki miklum hraða. Eins með bíl sem hefur mörg hestöfl á háum...

Re: Felgur, Dekk, Loft

í Jeppar fyrir 22 árum, 1 mánuði
Ég er ekki með góða mynd af honum, það eru tvær frekar slappar myndir af honum (ásamt fleiri bílum) á parki á: http://groups.msn.com/Nonni1972/blarcars.msnw en ég hef ekki gott myndvinnsluforrit í minni vél eins og er til að stilla þær af (stærðarmörk og þessháttar). Bíllinn er breyttur fyrir 44“ svo 38” dekkin sem eru undir honum líta út eins og geisladiskar :( Maður verður bara að fara að fjárfesta í þeim stóru :) JHG
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok