Ég hélt alltaf að Ólafur Ragnar væri Naut??? Annars hef ég mjög gaman af stjörnuspeki og hef alltaf haft, þótt ég sé alls ekkert bókstafstrúuð á hana. Maður ætti kannski að líta á hana sem algjöra vitleysu, en samt… það er óneitanlega svo rosalega margt sem passar. Eitt sem ég hef stundum verið að pæla í: Það virðast rosalega margir popp/rokksöngvarar vera í Ljónsmerkinu. Dæmi: Robert Plant (Led Zeppelin), Ian Gillan (Deep Purple), Bruce Dickinson (Iron Maiden), James Hetfield (Metallica),...