Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

HlynurS
HlynurS Notandi frá fornöld 36 ára karlmaður
1.386 stig
…djók

Re: nýbyrjaður í ræktinni. smá tips?

í Heilsa fyrir 14 árum, 10 mánuðum
http://en.wikipedia.org/wiki/Egg_%28food%29 “the protein in raw eggs is only 51% bio-available, whereas that of a cooked egg is nearer 91% bio-available, meaning the protein of cooked eggs is nearly twice as absorbable as the protein from raw eggs.”

Re: Pre-workout booster

í Heilsa fyrir 14 árum, 10 mánuðum
Ég held að það sé nóg að koma sér bara í rétt hugarástand, t.d. með því að horfa á myndbönd af einhverjum bodybuilderum að æfa. Eða með því að hlusta á ákveðna tónlist eins og fólk hefur verið að tala um hér fyrir ofan. Einnig finnst mér mjög mikilvægt að fara í gegnum æfingarnar í huganum áður en maður framkvæmir þær, get oftast lyft þyngdinni oftar ef ég tek smá tíma fyrir sett og ýminda mér í rauntíma að ég sé að gera æfinguna, anda í takt við það sem ég sé fyrir mér og fæ hjartsláttinn...

Re: Vöðvahópar?

í Heilsa fyrir 14 árum, 10 mánuðum
Ég geri oftast cable crunches (passa að cruncha neðst í hreyfingu, ekki bara færa búkinn nær jörðunni) http://www.exrx.net/WeightExercises/RectusAbdominis/CBKneelingCrunch.html og weighted leg raises (ligg á gólfinu með handlóð á milli fóta, set báðar hendur undir rass og held höfðinu uppi eins og maður væri efst í venjulegri magaæfingu, síðan lyfti ég fótunum bara upp í um 45° og aftur niður án þess að snerta gólfið) http://www.youtube.com/watch?v=1CQg5cyrL3Q

Re: Vöðvahópar?

í Heilsa fyrir 14 árum, 10 mánuðum
Reyndar misjafnt hvað ég tek en t.d. Fætur Kassi/magi Bak Axlir/þríhöfðar Tvíhöfði/magi er að gera þetta svona núna, finnst fínt að taka kassa eða axlir með þríhöfða og byrja þá á öxlum eða kassa, þá þarf maður ekki að hita þríhöfðann upp þegar kemur að þríhöfðaæfingunum. Líka sniðugt að taka bak og tvíhöfða á sömu æfingu út af sömu ástæðu. Svo tek ég ekki maga á hverjum degi afþví maginn er vöðvi eins og hver annar vöðvi líkamans og ég vill ekki ofþjálfa hann, en það er bara mín persónulega skoðun.

Re: Hvenær er best að taka Glutamine og Creatine?

í Heilsa fyrir 14 árum, 10 mánuðum
Eftir það sem ég hef lesið mér til um þá er ég alfarið á móti því að taka kreatín fyrir æfingar og svo vill ég heldur ekki taka glútamín og kreatín á sama tíma.

Re: Hvenær er best að taka Glutamine og Creatine?

í Heilsa fyrir 14 árum, 10 mánuðum
Hehe segðu

Re: Hvenær er best að taka Glutamine og Creatine?

í Heilsa fyrir 14 árum, 10 mánuðum
Hef nú samt lesið að líkaminn taki best á móti kreatíninu eftir æfingu, þannig að það hlýtur að vera einhver munur á því hvenær maður tekur þetta. En málið er auðvitað að maður hefur heyrt svo mikið af mismunandi svörum að þetta sem ég hef lesið getur verið algjör þvæla alveg eins og það sem þú sagðir gæti verið algjör þvæla… maður veit ekkert hver hefur rétt fyrir sér! Og mér finnst það böggandi.

Re: Hvenær er best að taka Glutamine og Creatine?

í Heilsa fyrir 14 árum, 10 mánuðum
Kreatín þarf tíma til að fara í vöðvana þína, þú ert ekki að græða neitt á því á æfingu að taka kreatín áður en þú mætir í ræktina þar sem kreatínið fer ekki beint í vöðvana um leið og þú tekur það inn og auk þess þarf það ekki að vera “ferskt” til að virka betur, maður notar bara það kreatín sem maður er núþegar búinn að hlaða inn í vöðvana. Auk þess hef ég lesið að upptaka líkamans á kreatíni sé lang mest strax eftir æfingu.

Re: Dextrósi

í Heilsa fyrir 14 árum, 10 mánuðum
Okey, það kemur alltaf eitthvað bil þarna aftast í linknum, þarft að copy/paste-a “,5.aspx” aftast í linkinn. En annars geturðu farið á www.nammiland.is > Hrávara > Þrúgusyku

Re: Dextrósi

í Heilsa fyrir 14 árum, 10 mánuðum
http://www.nammiland.is/description/%C3%9Er%C3%BAgusykur%202,5.aspx Bætt við 25. janúar 2010 - 12:48 Vona að linkurinn virki núna: http://www.nammiland.is/description/%C3%9Er%C3%BAgusykur%202,5.aspx

Re: Laugar

í Heilsa fyrir 14 árum, 10 mánuðum
Já sammála, er að æfa í Heilsuakademíunni, Orkuverinu, Egilshöll eða hvað sem fólk vill kalla þetta hehe. Finnst það fín stöð fyrir utan að það vantar hyper-extension bekk og decline bekkpressubekk, annars flott stöð. Finnst hún jafnvel betri eftir breytingarnar, miklu rýmra og skemmtilegra.

Re: Fulltone

í Hljóðfæri fyrir 14 árum, 10 mánuðum
OCD-inn er mjög góður pedall, félagi minn á svoleiðis og hann er að gera góða hluti, færð einhvernveginn miklu meira “tight” sánd á háu strengina finnst mér.

Re: 1/4 step down

í Hljóðfæri fyrir 14 árum, 10 mánuðum
Hann er að meina að í staðin fyrir að stilla eftir staðalnum sem er Hz=440 á nótunni A (fimmti strengur). Það er að segja að nótan A titrast 440 sinnum á sekúndu eða eitthvað svoleiðis (ég er ekki eðlisfræðingur, leiðréttið þetta ef ég fer með rangt mál). Þá stilla þeir nótuna A Hz=437. Þá er nótan aðeins að titrast 437 sinnum á sekúndu í stað 440 og hljómar því aðeins lægri því hún titrast ekki eins hratt. Því lægra Hz því lægri tónn og sömuleiðis öfugt því hærra Hz því hærri tónn. Það er...

Re: Lífsreglurnar fjórar

í Heilsa fyrir 14 árum, 10 mánuðum
Segðu :)

Re: Smá hjálp

í Heilsa fyrir 14 árum, 10 mánuðum
Ég veit ekki með þig en ég verð eiginlega bara þreyttari á því að vera að leggja mig, gæti verið betra að sleppa því að leggja sig um miðjan dag. Eða ég myndi allavega sleppa því.

Re: Lífsreglurnar fjórar

í Heilsa fyrir 14 árum, 10 mánuðum
Já, hef prófað að borða það alveg hreint. Fannst það ekki gott, maður þyrfti að blanda þessu með einhverju öðru og fá eitthvað bragð í þetta til að geta borðað það, allvega fyrir mig. Persónulega finnst mér bara langbest að grípa eina dollu inn í herbergi og éta yfir einhverjum þætti áður en maður fer að sofa, væri svolítið vesen fyrir mig að fara að reyna að henda þessu í blandara þegar allir eru sofnaðir hérna heima hehe.

Re: 25 leiðir til að vakna snemma

í Heilsa fyrir 14 árum, 10 mánuðum
Ég á aðallega í vandamálum með að drulla mér á fætur ef ég hef ekkert að gera um morguninn, maður er alltaf í móki þegar maður vaknar og það skiptir ekki máli þótt ég sé búinn að segja við sjálfan mig daginn áður að ég ætli að fara á fætur. Þegar ég er nývaknaður þá er mér drullusama hvað ég var búinn að plana áður, get bara hugsað um að ná í smá meiri svefn hehe. Það er í raun ekki nema ég þurfi að mæta eitthvert annað eins og í skóla eða vinnu sem ég næ að drattast á fætur því þá hefur...

Re: 1/4 step down

í Hljóðfæri fyrir 14 árum, 10 mánuðum
Þetta átti að vera augljóst djók, pointið hjá mér er að þetta er ekkert mikið mál. Þú getur tune-að svona með góðum krómatískum tuner, mæli t.d. með Seiko “SAT500 Chromatic Tuner” ég á einn svoleiðis og þú getur stillt mjög nákvæmlega með honum. Önnur leið væri að hlusta á eitthvað lag sem þú veist að er tune-að 1/4 tón neðar og stilla eftir því lagi.

Re: 2012

í Kvikmyndir fyrir 14 árum, 10 mánuðum
Þessi mynd var ótrúleg, og ekki á góðann hátt. Alltof corny og of mikið af “near misses” og sumt meikaði ekkert sense. T.d. þegar þau voru að “flýja” undan sprungunni, það var alltaf einhver sprunga að elta þau, nákvæmlega fyrir aftan þau. Afhverju beygði hann ekki bara á hliðargötu og í burtu frá sprungunni? Og svo keyrðu þau í gegnum fallandi hús… einmitt. Og í endann hefði ég fýlað miklu betur að Nicholas Cage hefði drepist, frekar en þessi corny sappy endir.

Re: Auka Action

í Hljóðfæri fyrir 14 árum, 10 mánuðum
Fer eftir tune-ingu líka. Getur verið með þykka strengi en tunaður niður í rassgat og þá myndi vera auðvelt að beygja nóturnar :) Allt saman er þetta afstætt

Re: 1/4 step down

í Hljóðfæri fyrir 14 árum, 10 mánuðum
Van Halen var oft í “milli” tune-ingu og minnir að ein Metallica platan sé í 1/4 tune-ingu neðar, eða allavega eitt eða nokkur lög, man samt ekki á hvaða plötu.

Re: 1/4 step down

í Hljóðfæri fyrir 14 árum, 10 mánuðum
Fyrst stillirðu hann niður í D drop og gerir harmonic tón á 3 bandi á 3. streng og lætur þann tón passa við efsta strenginn. Því næst tune-arðu alla hina (2, 3, 4 og 5 streng) niður um hálfskref nema 3 strenginn tunarðu niður um heilskref. Því næst gerirðu harmonic tón á 7 bandi 2. strengs og lætur þann tón passa við harmoníska tóninn á 5 bandi á 6. streng sem og á 7 bandi á 4. streng… Eða fá sér bara nákvæman tuner?

Re: Könnunin

í Hljóðfæri fyrir 14 árum, 10 mánuðum
Valdi SRV en Joe Bonamassa er reyndar líka fáránlega góður en hann lærði blús af því að herma eftir SRV og frummyndin er alltaf best! :D

Re: Ræktaramatör

í Heilsa fyrir 14 árum, 10 mánuðum
Jebb það sem þeir sögðu fyrir ofan. Mæli einnig hiklaust með að þú tékkir á Rippetoe til að sjá aðalæfingarnar, þ.á.m. Hnébeygju, Réttstöðu, Axlarpressu, Bekkpressu o.f.l. Þessar æfingar sem hann fer yfir eru aðalæfingar sem byggja massa. Ég myndi forðast tækin eins mikið og hægt er, sérstaklega þær vélar sem einangra vöðvana (sem eru flestar). Notaðu helst frjálsar lóðir en byrjaðu létt fyrst til að venjast æfingunum og fá tilfinningu fyrir þeim áður en þú ferð að hlaða þyngdinni, bara...

Re: Svekk

í Heilsa fyrir 14 árum, 10 mánuðum
fallegt
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok