Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

HlynurS
HlynurS Notandi frá fornöld 36 ára karlmaður
1.386 stig
…djók

Re: Alltaf að togna

í Heilsa fyrir 14 árum, 9 mánuðum
Þú verður að passa að fara þér ekki of hratt í ræktinni, og hita vöðvann vel upp áður en þú byrjar að taka þungt. Persónulega tek ég alltaf 4 upphitunar sett áður en ég byrja að lyfta þungt. Of margir sem taka bara t.d. stöngina með engu í bekkpressunni í c.a. 15 rep og fara svo beint í þungu settin, það er ekki beint upphitun. Svona hita ég upp: Segjum að ég ætli að taka 80kg í bekk í þunga settinu þá byrja ég c.a. helmingi léttar. 1 sett: c.a. 50% léttar (40kg) 10-12 rep 2 sett: c.a. 30%...

Re: upphífingar

í Heilsa fyrir 14 árum, 9 mánuðum
Prófaðu líka að halda með axlarbreidd, getur teygt meira úr bakinu og meira “range of motion” eins og maður segir, gott að breyta um grip stundum, breyta til.

Re: Stækka?

í Heilsa fyrir 14 árum, 9 mánuðum
Taktu frekar Brjóstkassa og þríhöfða saman ekki brjóstkassa og tvíhöfða. Þegar þú tekur kassann þá ertu í raun að hita upp þríhöfðann og þá á maður að vera vel heitur í honum þegar maður tekur ákveðnar þríhöfðaæfingar og því ekki þörf fyrir upphitun. Ekki taka hendurnar heldur of oft, þú tekur í tvíhöfða í bakæfingum og þríhöfða í axlar og brjóstkassa æfingum og þessvegna þarf í rauninni ekki að æfa hendurnar neitt svakalega mikið, nóg að tækla tví og þríhöfða með sérstökum handaæfingum...

Re: Kreatín

í Heilsa fyrir 14 árum, 9 mánuðum
Það eru til margar aðferðir sem maður hefur lesið um, þá aðallega þessi að loada í 5 daga með því að taka allt að 20g af kreatíni á dag og svo 5g á dag eftir það til að “viðhalda” kreatínmagninu í líkamanum. En ég rakst reyndar á þessa grein um daginn og ákvað að prófa þessa aðferð, sjáum til hvort þetta virki: http://ast-ss.com/information/?p=1112

Re: Hugmyndir með að bragðbæta hreint maltodextrin?

í Heilsa fyrir 14 árum, 9 mánuðum
Það er nú ekkert óbragð af osti… En annars er það alls ekkert líkt osti. En annars á ég líka undanrennuduft og blanda það hinsvegar í nesquick og það bragðast bara alveg eins og venjuleg mjólk með nesquick.

Re: Hugmyndir með að bragðbæta hreint maltodextrin?

í Heilsa fyrir 14 árum, 9 mánuðum
Get ekki ýmindað mér að nesquick bragðist vel með öðru nema mjólk, en takk fyrir uppástunguna.

Re: Hugmyndir með að bragðbæta hreint maltodextrin?

í Heilsa fyrir 14 árum, 9 mánuðum
Já, kannski ég prófi það.

Re: Hné vandræði við hlaup

í Heilsa fyrir 14 árum, 9 mánuðum
Fyrst þetta kemur bara fyrir á öðru hnénu þá held ég að skórnir séu ekki vandamálið, en annars er ég ekki læknir og myndi mæla með að þú kíkjir bara til heimilislæknis þíns og láta tékka á þessu og spurja út í þetta.

Re: tæki

í Heilsa fyrir 14 árum, 9 mánuðum
Já og standandi calf raises

Re: nýbyrjaður í ræktinni. smá tips?

í Heilsa fyrir 14 árum, 9 mánuðum
Í fyrsta lagi þá stjórnar matarræðið ekki bara því hversu stór maður/dýr getur orðið, það eru auðvitað genin sem spila langstærsta þáttinn. Þótt björn myndi borða grillaðann fisk og steikt egg þá myndi hann ekkert verða þrefalt sterkari en hann myndi nýta próteinið samt betur en ella. Finnst þú bara vera farinn að snúa út úr.

Re: nýbyrjaður í ræktinni. smá tips?

í Heilsa fyrir 14 árum, 9 mánuðum
Dýrin nýta þetta ekkert betur en við, munurinn er að við kunnum að elda og getum notað það okkur í hag.

Re: nýbyrjaður í ræktinni. smá tips?

í Heilsa fyrir 14 árum, 9 mánuðum
Svarið er búið að koma svona þrisvar í þessum þræði, lestu bara áfram.

Re: Eitthvað vit í þessu fyrir horaðann dreng?

í Heilsa fyrir 14 árum, 9 mánuðum
Jú, jú, fólk er með mismunandi brennslu það er alveg rétt. En eins og ég segi þá finnst mér í raun “hardgainers” ekki vera til þar sem allir geta bætt á sig vöðvum með smá aga og vilja, þó sumir séu kannski genalega séð betur tilbúnir í verkið og séu fljótari að þyngjast en aðrir.

Re: Eitthvað vit í þessu fyrir horaðann dreng?

í Heilsa fyrir 14 árum, 9 mánuðum
Hann er augljóslega að reyna að selja út á hugmyndina að það sé til eitthvað sem kallast “hardgainer”, í mínum huga er slíkt ekki til. Ég hélt ég væri slíkur þangað til ég ákvað að taka mig til í smettinu og éta almennilega og viti menn, ég fór að stækka. Oft talar grannt/horað fólk að það geti borðað fáránlega mikið án þess að þyngjast. Þá er það að tala um kannski engann eða lítinn morgunmat, meðalstóran hádegismat og svo kannski meðalstórann til stórann kvöldmat. Þegar maður telur þetta...

Re: tæki

í Heilsa fyrir 14 árum, 9 mánuðum
Því tækin eiga það til að einangra vöðvana alltof mikið, langbest að nota frjáls lóð, græðir mest á því.

Re: nýbyrjaður í ræktinni. smá tips?

í Heilsa fyrir 14 árum, 9 mánuðum
Nei, jafnmikið prótein en líkaminn nýtir próteinið betur þegar eggin eru elduð.

Re: Hvaða Creatín á ég að taka

í Heilsa fyrir 14 árum, 9 mánuðum
Cell-Tech er bara overpriced sykur með kreatíni blandað útí. Getur búið til nákvæmlega það sama með því að kaupa venjulegt hreint kreatín og dextrósa eða maltódextrin sykur. Miklu ódýrara og nákvæmlega það sama.

Re: nýbyrjaður í ræktinni. smá tips?

í Heilsa fyrir 14 árum, 9 mánuðum
Það er svolítil ranghugsun sem því miður margir hafa, þú ert ekkert að æfa vöðvann “meira” með því að lyfta oftar til að finna brennslutilfinningu í vöðvunum, þá ertu í raun að æfa vöðvaþol eins og hann sagði að ofan. Ef maður ætlar sér að byggja vöðva og auka styrk þá ætti maður frekar að vera í 4-6 reppum og lyfta þungt. Bruni í vöðvun er ekki samasem merki og að æfa vöðvann vel. Það er í rauninni bara mjólkursýran að dælast inní vöðvana (sem btw verður til þess að menn fá meiri...

Re: nýbyrjaður í ræktinni. smá tips?

í Heilsa fyrir 14 árum, 9 mánuðum
Fact: Líkaminn vinnur betur úr próteininu úr eggjum sem búið er að sjóða eða elda á annan máta.

Re: nýbyrjaður í ræktinni. smá tips?

í Heilsa fyrir 14 árum, 9 mánuðum
samkvæmt Wikipedia þá eru 12,6g af próteini í 100g af eggjum (heilum með rauðu) og eitt egg er vanalega svona 50-70g að þyngd sem þýðir samkvæmt því að það sé um 6,3-8,82g af próteini í einu eggi. Fer auðvitað bara eftir stærð eggsins, 7g eru fín viðmiðun, maður þarf náttúrulega ekkert að vera að telja ofaní sig nákvæmlega grömmin, bara sirka þetta út.

Re: Hvaða Creatín á ég að taka

í Heilsa fyrir 14 árum, 9 mánuðum
Notaðu bara venjulegt Micronized Creatine Monohydrate t.d. frá ON eða eitthvað.

Re: Vöðvahópar?

í Heilsa fyrir 14 árum, 9 mánuðum
Nei, ekkert vesen, set alltaf fæturnar sitthvorummegin við stöngina eins og maður væri í raun að halda á þeim venjulega, nema bara með fótunum :)

Re: nýbyrjaður í ræktinni. smá tips?

í Heilsa fyrir 14 árum, 9 mánuðum
Það eru svona 7g prótein í einu eggi eða svo

Re: nýbyrjaður í ræktinni. smá tips?

í Heilsa fyrir 14 árum, 10 mánuðum
Hvað hefurðu svona mikið á móti eggjum? Ef þú ert hræddur við kólesterólið í þeim (sem er btw ekki óhollt) þá geturðu alltaf fjarlægt rauðuna (eggjahvítan er eiginlega bara prótein, ekkert kólesteról).

Re: Vöðvahópar?

í Heilsa fyrir 14 árum, 10 mánuðum
Mér finnst gæjinn í myndbandinu sem þú linkaðir á ekki “cruncha” magann nógu mikið, hann hreyfði bara um mjaðmir.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok