Ég bjó í Danmörku til skamms tíma 87-88 og sat þar einu sinni á útikaffihúsi á Nörrebro, glaða sólskin og allt í góðu.. svo allt í einu heyri ég líka þessa rosalegu drunur,, allir á kaffihúsinu litu upp og viti menn,, kemur ekki Porsche 959 eldrauður keyrandi á lullinu… þarna úti eru sér akreinar fyrir strætó og það er mjög illa séð að nota þær fyrir annað en strætó,, nema hvað, Porscheinn kemur að ljósum, smellir sér á strætóreinina og bíður,, svo kom gult og bara BAAAAAAAA… 1sti gír í botn...