Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Grunt
Grunt Notandi frá fornöld 52 ára karlmaður
68 stig
-Gulli

Re: HR/HÍ enn og aftur

í Forritun fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Stærðfræðiþekking -> Abstract hugsunarháttur. Það er ekki samasem-merki, og stærðfræðiþekking er ekki skilyrði fyrir abstract hugsunarhætti, en abstract hugsun er eitthvað sem leiðir af því að kunna stærðfræði. Skipuleg vinnubrögð skipta máli, en eru ekki afgerandi. “Góð kerfisgreining” skiptir mun meira máli hér, og það sem gerir menn hæfa þar er abstract hugsunarháttur. Mín fullyrðing er því u.þ.b. eftirfarandi: Stærðfræðingur -> Abstract hugsun -> Góður kerfisgreinandi Að sjálfsögðu eru...

Re: HR/HÍ enn og aftur

í Forritun fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Mér sýnist ég hafi ekki komið mínum punkti nægilega vel til skila. Hann er sá að það sem þarf til að vera góður forritari er hæfileiki til að læra hratt og geta hugsað á abstract hátt. Það að læra forritunarmál og forritunarumhverfi kennir þér það ekki. Það að læra stærðfræði gerir það. Þegar ég ræði um sterka forritara, þá á ég við þá sem hafa það sem þarf til að skila af sér kerfum sem taka nokkur ársverk, geta skrifað skiljanlegan _og_ effectívan kóða sem aðrir geta skilið og unnið með....

Re: Ástarbréf....

í Rómantík fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Punkturinn er einmitt að sýna að maður sé til í að leggja eitthvað á sig til að koma sínum tilfinningum til skila, þess vegna er ástarbréf líklega öflugra heldur en nokkurn tímann fyrr, einmitt vegna þess að það eru svo margir aðrir auðveldari kostir…

Re: HR/HÍ enn og aftur

í Forritun fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Það er mikill misskilningur að menn séu í skóla til þess eins að læra aðferðir og forritunarmál eins og páfagaukar. Aðal málið er að læra að hugsa og “læra að læra”. Þar sem hugsunarháttur í forritun er að mjög miklu leyti mótaður af stærðfræði (tölvur eru í grunninn ekkert nema reiknivélar), þá er þekking á stærðfræði/rökfræði alger forsenda þess að vera sterkur forritari, jafnvel þó menn séu ekki að nota slíkt “beint” við lausn vandamála. Sterkustu forritarar sem ég þekki eru ekki...

Re: Hjálp!!!!!

í Forritun fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Besta aðferðin er s.k. helmingunarleit. Forritið byrjar á að giska á töluna í miðjunni (þ.e. 5000 ef má fara upp í 10000), ef svarið er “lægra” þá er giskað á 2500, ef hærra, þá 7500. Í næstu umferð er breyting milli svara 1250, þar næst 625 osfrv. Ef munurinn á milli ágiskana er kominn niður í 1, þá er notandinn að svindla. <br><br>-Gulli

Re: Brannsa-(s)pælingar...

í Forritun fyrir 23 árum, 2 mánuðum
No comment…nema að menn láta aðbúnað skipta máli, a.m.k. þá geri ég það.

Re: XP - Jaðarforritun

í Forritun fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Viðtökupróf þýðir að sá sem skilgreinir virknina (t.d. að reikna meðaltal launa síðastliðna 12 mánuði) staðfestir að viðkomandi fídus sé að virka eins og hann vill að hann virki (þ.e. tékkar raunverulega á því að um sé að ræða meðaltal s.l. 12 mánuði, en ekki s.l. 10 mánuði). Fyrirfram eða jafn óðum, eftirá er einungis gert ef verið er að leita uppi bögg, þá er reynt að gera einingarpróf sem feilar vegna böggsins áður en hann er lagaður til að tryggja að hann komist ekki í gegn um prófanir...

Re: Brannsa-(s)pælingar...

í Forritun fyrir 23 árum, 2 mánuðum
deCode (með 120 manna tölvudeild) hefur ekki heldur látið neina fara svo ég viti.

Re: XP - Jaðarforritun

í Forritun fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Jú, það er rétt. Ég er einn af þeim sem stóðu að þeirri heimsókn (vinn sem sagt hjá deCode). Hann kom m.a. með uppástungu með uppröðun á vinnurými, sem hafa verið hafðar til hliðsjónar við röðun í húsnæðið. Ég mundi hins vegar telja það tiltölulega léttvægt miðað við margt annað sem kom frá honum, t.d. varðandi tilhögun á viðtökuprófum og einingaprófum.

Re: Sprengja Afghanistan

í Deiglan fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Það sem heimurinn þarf að gera (BNA, NATO, Rússar) er að ganga í lið með hinu svokallaða Norðurbandalagi (North Alliance), sem heldur enn um 5-10% af landi í norðaustur Afganistan. Með þeim hætti myndu líkur á því að þeir fengju allt landið upp á móti sér, eins og gerðist fyrir Sovétríkin á sínum tíma, minnka stórkostlega, og mjög erfitt yrði að setja slíkt upp sem eitthvað “vesturlönd v.s. múslímar” þar sem Norðurbandalagið er samtök múslíma, það bara vill svo til að þeim semur frekar illa...

Re: Verklag íslenskra hugbúnaðarhúsa

í Forritun fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Áhugavert. Ég er einmitt mikill talsmaður eXtreme Programming (ísl: Jaðarforritun, sbr. Extreme sports=Jaðaríþróttir). Mín persónulega skoðun að gæðavottun eins og ISO9001 sé hindrun frekar en hitt. Það sem gæðavottun miðar að er að það sem menn séu að gera sé rekjanlegt og endurtakanlegt. Það er ekkert sem segir að slíkt ferli sé best til þess fallið að hjálpa fólki að semja hugbúnað, þó vissulega sé það mun skárra en óreiðuaðferðin. Það sem menn eiga að einbeita sér að er að setja upp...

Re: Verklag íslenskra hugbúnaðarhúsa

í Forritun fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Nýleg úttekt á 2000 vandanum, sem ég man reyndar ekki hver gerði, benti til þess að þegar lagður er saman kostnaður við minni/diska sem hefði þurft aukalega ef menn hefðu geymt alla 4 stafina, sá kostnaður síðan framreiknaður til ársins 2000 og borið saman við kostnað við að laga þetta, þá borgaði sig í heildina að spara þessa stafi. Það má ekki gleyma því að þessir hlutir voru gífurlega dýrir á 7 og 8 áratugnum… Þannig að þetta var kannski ekki svo heimskulegt hjá þeim eftir allt saman…
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok