Hmmm, nú er ég ekki neinn aðdáandi hans Árna, en ég skil ekki hvers vegna honum var stungið í steininn til að byrja með. Mér finnst að morðingjar, nauðgarar, slagsmálahundar, lögfræðingar og eitursalar eigi að fara í fangelsi vegna þess að þeir eru hættulegir samfélaginu. Eins og t.d. Atli Helgason. Árni er ekki hættulegur (nema kanski ef þú heitir Páll Óskar) og því hélt ég að hann yrði látin borga háa sekt og dæmdur til samfélagsþjónustu, það kom mér á óvart hvernig dómurinn var. Þannig að...