Imperial Guard: Keisaravörðurinn, hinn fjölmenni og óstöðvandi her Keisaveldisins sem ver gervalt mannkyn frá árásum óvætta, geimvera og trúvillinga. Samanstendur af fjölmennu fótgönguliði, stórskotaliði og skriðdrekum. Inniheldur einnig sérhæfðar sveitir og mikilvæga leiðtoga. Býr yfir feikna miklum skotkrafti og er frekar einfaldur í notkunn. Space Marines: Geimgönguliðar Keisarans, betur þjálfaðir, varðir og vopnaðir en Keisaravörðurinn. Geimgönguliðarnir eru frekar fáliðaðir og byggist...