Held það sé mjög sjaldgæft að sjá A-vítamín skort á almennu fæði hérlendis, ef þú ert með eðlilega meltingarstarfsemi. Náttblinda er aðaleinkennið, þó að vísu reyni ekki mikið á það á þessum árstíma. Þurr húð kemur líka með ofskömmtun á A-vítamíni og skyldum efnum, þ.e. lyfinu Deccutan. Ég myndi fyrst vilja skoða hvort það hafi eitthvað breyst nýlega - önnur vinna, umhverfisaðstæður með meiri raka, pappír eða einhverjum ertandi efnum, ný handsápa, ný lyf etc. Þú hefur ekki fundið fyrir öðrum...