Hárlosi hefur verið lýst sem aukaverkun af þessum lyfjaflokki, en virðist sérlega sjaldgæf á Primolut. Hinsvegar, eins og þú segir réttilega getur allt sem kemur róti á hormóna haft áhrif á hárvöxt, oft er mælt með því að fólk hætti ekki töku þó hárlos komi fram, það getur jafnað sig þegar líkaminn nær að stilla sig af miðað við lyfin. Ég veit lítið um meðferð á hárlosi, en miðað við aukaverkun af lyfinu getur tekið þónokkurn tíma, jafnvel mánuði, fyrir hárið að komast í samt horf. Hér er...