Góð grein, ég er mjög sammála niðurstöðunni. Ég ætla samt að gera örlitla athugasemd við lífefnafræðina, þú ert að tala um hormónið kortisól, en há kortisól gildi og losun kortisóls hafa verið tengd við búlimíu og átköst. Kortisól er losað við streitu, og ég hugsa að þurfi að túlka varlega orsakasamhengi, þ.e. hvort of mikið kortisól veldur búlimíu, eða hvort þeir sem þjást af búlimíu séu líklegri en aðrir til að þjást af streitu eða finna frekar fyrir henni. Serótónín er ekki hormón, heldur...