Karrick hlustar eins og annars hugar á árniðinn. Hann er klæddur léttri hringabrynju, og nýrri svartri skikkju, gjöf frá meistaranum. Á baki hans hvílir vopn sem er einnig gjöf frá sama, gráklædda meistara. Stöng sem hefur sverðsblöð úr sitthvorum endanum. Meistarinn hafði lagt að Karrick að æfa sig með þetta skrýtna vopn, en þó Karrick hafi ekki svikist um æfingarnar, þá treystir hann þessu nýja vopni mátulega. Í höndunum hefur hann stóra sverðið sem faðir hans átti á undan honum, og því...