Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Greymantle
Greymantle Notandi frá fornöld Karlmaður
148 stig

Re: Einhverjar hugmyndir?

í Heilsa fyrir 14 árum, 10 mánuðum
Plantar fasciitis í ungu fólki er afar oft tengt hælsporum, en það er bólga í sinabreiðu. Ert þú að nota orðið taug í gömlu merkingunni, sbr. römm er sú taug? Áttu við sin (e.tendon) eða taug(e.nerve)? Eða ertu að tala um tarsal tunnel syndrome? (sem væri eitthvað sem ég myndi stinga uppá). Hverskonar íþróttir stundarðu/stundaðirðu? Til hvernig sérfræðings fórstu?

Re: Vitleysa í vísindamönnum?

í Geimvísindi fyrir 14 árum, 10 mánuðum
takk, en ert þú ekki svolítið anachronistískur?

Re: Næringarfræðingur

í Heilsa fyrir 14 árum, 10 mánuðum
Mig minnir að ég hafi heyrt í þér áður á /heilsu, eru þetta fjölmargar fæðutegundir? Er fljótlegra að segja hvað þú borðar en hvað þú mátt ekki borða? Hvenær koma einkennin og hversu slæm eru þau? Ég er með nóg af fæðuofnæmum og raunar líka læknanemi, ég fór þá leið á sínum tíma að taka allt út, og bæta svo í rólegheitum við eftir því sem ég þoldi. Ég gerði það að vísu bara sjálfur, en það er auðvitað best að hafa einhvern sem heldur utan um svona nokkuð. Er einhver klár greining/heilkenni á...

Re: Næringarfræðingur

í Heilsa fyrir 14 árum, 10 mánuðum
Kostar örugglega lítið ef það er á lsh. Ég geri ráð fyrir að þér hafi verið vísað á Kolbrúnu, hún er mjög fín. Næringarráðgjafar eru að vísu aðallega sérhæfðir í því að finna út hvort það er hætta á skorti, en ekki nákvæmlega í því hvað þú mátt borða með ákveðin ofnæmi. Hvaða væntingar hefðir þú til viðtals af þessu tagi?

Re: Einhverjar hugmyndir?

í Heilsa fyrir 14 árum, 10 mánuðum
Já, með nokkrar hugmyndir. Er þetta stöðugur verkur, eða er hann sérstaklega sár þegar þú stígur eða potar í svæðið? Er til röntgen af fætinum -ertu með hælspora? Hefur læknir kíkt á fótinn? Ég skil ekki alveg hvað þú átt við með taug í sambandi við plantar fasciitis, gætirðu skýrt nánar? Bætt við 20. janúar 2010 - 23:59 og svo það sé skýrt - er þetta annar fóturinn eða báðir?

Re: Aftur liðþófi

í Heilsa fyrir 14 árum, 10 mánuðum
Ég er ekki læknir, og þaðan af síður sérfræðingur í bæklunarlækningum, en eftir því sem ég veit er sjaldan mælt með algerri fjarlægingu, sérstaklega ekki hjá ungu fólki. Ef ég væri í þinni stöðu myndi ég fá álit annars sérfræðings, athuga hvort ekki væru önnur úrræði í stöðunni. Panódíl inniheldur alveg sama efni og parkódín, í parkódíni er bara bætt við afar litlum skammti (10mg) af kódeini, sem er morfín-skylt efni, þannig að þau ættu að fara svipað í maga. Ef þú ákvaðst með sérfræðingnum...

Re: Aftur liðþófi

í Heilsa fyrir 14 árum, 10 mánuðum
Hættan á að verða háður 3x510mg Parkódín er hverfandi, en ég myndi persónulega frekar reyna að komast af með panódíl. Shift hefur alveg rétt fyrir sér varðandi íbúfenið, þetta eru stórir skammtar miðað við 70 kg karlmann, það þolist að vísu mjög misvel, en er alls ekki eitthvað sem þú ættir að vera á mánuðum saman. Ég skil ekki hvernig það er sniðugt að nota 4x500mg, 3x500 á að vera nóg til að covera daginn. konservatív meðferð við rifnum liþófa er að hvíla hnéð og gefa því tíma til að gróa...

Re: Alltaf svángur

í Heilsa fyrir 14 árum, 10 mánuðum
einhver hypoglycemia, ekki líklegt en can´t miss. ekki sérstaklega lol.

Re: vantar hjalp við smá óþægindi

í Heilsa fyrir 14 árum, 10 mánuðum
Tek undir með Shift með lyfjabreytingar, en þetta er kannski ekki ákjósanlegur vettvangur til að ræða vandamálið. Þér hefur ekki dottið í hug að fara bara til læknis? Ég sé ekki neitt beint útúr þessu, en maður er alltaf svolítið á varðbergi þegar kemur að ill-lýsanlegum þyngslum yfir brjósti, og eins ef það er mikill kvíði sem ekki er verið að meðhöndla (kvíði getur hinsvegar auðveldlega valdið brjóstverk).

Re: Alltaf svángur

í Heilsa fyrir 14 árum, 10 mánuðum
ertu líka oft þyrstur? Eru tíð þvaglát?

Re: vantar hjalp við smá óþægindi

í Heilsa fyrir 14 árum, 10 mánuðum
Ertu með hita? Hvernig lýsir kvíðinn sér? Ertu með kvíðasjúkdóm? Ertu að taka einhver lyf/efni? Ertu móður eða erfitt að anda? Er hjartslátturinn venjulegur? Hversu lengi hefur þetta verið og hvað stendur þetta lengi þegar það kemur? Kannastu við höfuðverkinn? Er hann púlserandi? Verðurðu svangur við þetta?

Re: Stjórnandi óskast!

í Heilsa fyrir 14 árum, 10 mánuðum
Ef fólk styddi mig til adminunar myndi ég lofa að greina hálfa /heilsu með muscle dysmorphic heilkenni sem og skrifa fjölda ritrýndra greina um psychoneuroimmunoógískar forsendur fyrir lækningamætti healing potiona. Bætt við 10. janúar 2010 - 09:43 psychoneuroimmunológískar.

Re: Hringadróttinssaga

í Tilveran fyrir 14 árum, 11 mánuðum
http://www.glyphweb.com/arda/g/greymantle.html

Re: insúlín

í Heilsa fyrir 14 árum, 11 mánuðum
Hversvegna þarftu eitthvað betra en það?

Re: Hvítt hveiti

í Heilsa fyrir 14 árum, 11 mánuðum
hóf er best í hófi. Ég mæli annars með hýðishrísgrjónum og grænmeti.

Re: Er allt brauð eitthvað fitandi?

í Heilsa fyrir 14 árum, 11 mánuðum
Balinn er með þetta, matur er almennt fitandi ef maður borðar nóg af honum. That said, þá eru kerfi sem rugla aðeins í matarlystinni, og þá helst fæða sem hækkar blóðsykurinn hratt og þarmeð til skamms tíma, og innheldur mikið af orku í litlu rúmmáli (Mars-súkkulaði er gott dæmi). Heilhveitibrauð er almennt hollara (meira af trefjum og vítamínum, minni orka/ rúmmál, hækkar blóðsykurinn hægar), og teldist þ.a.l. minna fitandi. Það er bæði til heilspelts brauð og brauð með sigtuðu spelti...

Re: Bólur fyrirvari sjúkdóms

í Heilsa fyrir 14 árum, 11 mánuðum
Það er mjög erfitt að fullyrða um eitthvað svona, ef þær klæja ekki, þá er ólíklegt að þetta sé ofnæmi, ef þær tengjast því að þú raka/vaxar á þér fæturnar þá myndi ég ekki hafa miklar áhyggjur en samt vilja losna við þær. Eru bólurnar í kringum þar sem hárin koma út úr húðinni? Er gröftur/hvítt dót inní þeim? Eru þær upphleyptar? Hringlaga? Er svolítið hörð húð yfir þeim? Hvernig eru þær á litinn? (Langbest væri auðvitað að láta lækni kíkja á þetta)

Re: Bólur

í Heilsa fyrir 14 árum, 11 mánuðum
Ég átti raunar við ofan, en það kemur í stað niður.

Re: Bólur

í Heilsa fyrir 14 árum, 11 mánuðum
Það sem fólk hefur skrifað hérna fyrir neðan er allt rangt. Það er voða erfitt að segja eitthvað til um hverskonar bólur þetta eru án skoðunar. Best væri að fara til húðlæknis, því það gæti verið hægt að koma í veg fyrir þessa bletti.

Re: Næringarleysi

í Heilsa fyrir 14 árum, 11 mánuðum
Tala um þetta við lækninn sem setti þig á lyfin. Það er erfitt að segja nokkuð án þess að vita hvaða lyf þetta eru, stundum er lystarleysi eitthvað sem gengur yfir eftir að líkaminn hefur vanist lyfjunum, stundum er hægt að gefa önnur lyf með.

Re: Getur maður fengið hita af höfuðhöggi?

í Heilsa fyrir 14 árum, 11 mánuðum
Já, annarsvegar vegna áverka-tengdrar truflunar á heilastarfssemi og hinsvegar vegna sýkingar í kjölfarið, ákveðin ónæmisbæling á sér stað við höfuðáverka. http://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC1738450/

Re: Svefnpillur slæmar eða góðar?

í Heilsa fyrir 14 árum, 11 mánuðum
já, þú þarft lyfseðil. tvo dæmigerð svefnlyf, http://www.lyfja.is/Forsida/Lyfjubokin/Lyf/372/ http://www.lyfja.is/Forsida/Lyfjubokin/Lyf/728/ ef þú ert fær í ensku þá eru til betri heimildir um aukaverkanir, kosti og galla. Enginn ætti að taka svefnlyf án þess að ráðfæra sig við lækni.

Re: skítug headphones áhætta?

í Heilsa fyrir 14 árum, 11 mánuðum
nah.

Re: nýrun að springa wtf!

í Heilsa fyrir 14 árum, 11 mánuðum
Já, þau geta ‘sprungið’ og já, þú getur vel lifað það af ef þú kemst á spítala með blóðskilunartæki. Og eitt nýra er nóg.

Re: Svefnpillur slæmar eða góðar?

í Heilsa fyrir 14 árum, 11 mánuðum
auk þess er seroquel/quetiapine ekki vanabindandi at all.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok