Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Greymantle
Greymantle Notandi frá fornöld Karlmaður
148 stig

Re: Bólur fyrirvari sjúkdóms

í Heilsa fyrir 14 árum, 11 mánuðum
já, en það er ekki reglan. Skýrðu nánar.

Re: Áfengi + Aðgerð

í Heilsa fyrir 14 árum, 11 mánuðum
Spyrðu lækninn. Það er ekkert sniðugt að drekka stuttu fyrir aðgerð. http://www.ehow.com/how-does_4899400_how-alcohol-cigarettes-affect-surgery.html

Re: Húðslit

í Heilsa fyrir 14 árum, 11 mánuðum
Þetta er tómt vesen að vera útsettur fyrir svona orðhengilshátt, hvað þá að fólk sé að neyða þig til leiðinda. Fólk er að lyfta til að stækka bicepinn, ekki komast að því hvar hann er festur. Bætt við 3. desember 2009 - 19:47 En hann er festur annarsvegar (caput longum) hliðlægt framan á upphandleggsbeinshöfðinu í lítilli rauf sem er stundum kölluð sulcus intertubercularis rennur þaðan ofan á tuberculum supraglenoidale á herðablaðinu, og hinsvegar framan á processus coracoideus (sem er líka...

Re: om nom nom

í Heilsa fyrir 14 árum, 11 mánuðum
burritos

Re: Strákar - Minnimáttarkennd?

í Rómantík fyrir 14 árum, 11 mánuðum
gerði einhver athugasemd á sínum tíma?

Re: saga og spurning

í Heilsa fyrir 15 árum
Langlíklegast flogakast, blóðþrýstingsfallið hefur líklega verið trigger, en er eitt og sér ekki nóg til að útskýra þessi einkenni. Ég mæli með þú ræðir við lækni, jafnvel þó það þurfi ekki að vera að þú lendir í þessu aftur, því það er mikilvægt að rannsaka málið (m.a. taka heilalínurit) til að útiloka mögulegar undirliggjandi orsakir.

Re: Zoloft

í Heilsa fyrir 15 árum
Zoloft tilheyrir hópi SSRI þunglyndislyfja, og þyngdaraukning af þeirra völdum er möguleg, en þó ekki sérstaklega algeng aukaverkun(gróft áætlað: í minna en 5% tilvika). Eins og þú nefnir hefur heilbrigður lífstíll áfram áhrif á líkamsþyngd, lyfið tekur þá þætti alls ekki í burtu. Svo geturðu alltaf fylgst vel með þyngdinnni og leitað ráðlegginga hjá lækni ef þú telur ástæðu til.

Re: krabbamein

í Heilsa fyrir 15 árum
Fyrstu einkenni frá krabbameini eru nánast algerlega háð staðsetningu þess og frumugerð,og þurfa ekki endilega að vera til staðar. Þar af leiðandi er ekkert hægt að segja um einkenni krabbaeins almennt. Einkenni þegar krabbameinið er komið á alvarlegt stig eru t.d. þreyta, slappleiki, vægur hiti og þyngdartap.

Re: Náladofi

í Heilsa fyrir 15 árum
Það er langlíklegast að þetta sé pirringur eða smá skaði á tauginni sem stundum er talað um sem vitlausa beinið (ulnar nerve). Og það er líklegt að þetta eigi eftir að lagast fljótlega, ef þú ert bara að tala um náladofa, og ekki skerta hreyfingu eða skyn. Ertu með bólgur í olnboganum?

Re: Mér er alltaf kallt á höndum og fótum, er til eitthvað ráð við því?

í Heilsa fyrir 15 árum
Þá skaltu láta líta á þetta. Mér dettur helst í hug Raynaud's phenomena: http://en.wikipedia.org/wiki/Raynaud%27s_phenomenon getur kíkt á það ef þig langar, en ég myndi láta lækni líta á þetta við tækifæri.

Re: Mér er alltaf kallt á höndum og fótum, er til eitthvað ráð við því?

í Heilsa fyrir 15 árum, 1 mánuði
Finnurðu fyrir þessu þegar þú ert í vel upphituðu húsnæði? Er þetta verra við álag og streitu? Ertu með kvíða? Ertu gjarnan þreyttur? Tekurðu eftir litabreytingum á höndunum á þér (verða þær bláar eða hvítar)?

Re: Vonandi getið þið gefið mér góð ráð...

í Heilsa fyrir 15 árum, 1 mánuði
ef hún lítur svolítið svona út: http://www.dermnetnz.org/site-age-specific/aphthae.html og er undir tungunni, þá er þetta líkast til munnangur og ætti að lagast af sjálfu sér. ef þetta er meira á þessa leið http://www.doctorspiller.com/candidiasis.htm þá er þetta þruskusýking, og þarfnast meðhöndlunar. ef þetta fer ekki batnandi á nokkrum dögum myndi ég leita læknis. (Ég er ekki læknir, og ráðleggingar mínar koma ekki í stað álits læknis eða annarra heilbrigðisstarfsmanna) Bætt við 26....

Re: Að þyngjast?

í Heilsa fyrir 15 árum, 1 mánuði
Ég mæli með næringarfræðingum á Landspítalanum, sem hafa reynslu á þessu sviði, t.d. Kolbrúnu Einarsdóttur.

Re: Vonandi getið þið gefið mér góð ráð...

í Heilsa fyrir 15 árum, 1 mánuði
Hvernig líta bólurnar út? Eru þær hvítar? vökvafylltar? Rauðar? Klæja þær? Er þér illt í þeim?

Re: Að þyngjast?

í Heilsa fyrir 15 árum, 1 mánuði
Ógleðina er hægt að meðhöndla, en magaóþægindin eru erfiðari viðureignar. Ég myndi leggja til að þú hefðir samband við lækni eða næringarfræðing, sem hefur tíma til að fara yfir vandamálið, sérstaklega þá sem sérhæfa sig í svonefndum elimination diets, þ.s. þú gætir athugað hvort afar einhæft matarræði í stuttan tíma gæti astoðað við einkennin, en það er nauðsynlegt að fagaðili fylgist með til að koma í veg fyrir að einstaklingar fari á mis við nauðsynlega næringu. Ég mæli ennfremur með...

Re: Að þyngjast?

í Heilsa fyrir 15 árum, 1 mánuði
Hefurðu einhver þekkt ofnæmi? Brennandi eyru? Útbrot?

Re: Áfengi og verkjalyf

í Heilsa fyrir 15 árum, 1 mánuði
lol, takk. Ég á svosem að vera læra þetta, þannig að það er eins gott að ég kunni eitthvað. Stundum nota ég vandamál sem ég sé á Huga sem afsökun til að kynna mér hitt og þetta, svo ég get seint sagt að ég tali eingöngu frá minni.

Re: Að þyngjast?

í Heilsa fyrir 15 árum, 1 mánuði
Þetta hljómar allt svolítið óljóst. Eru það eingöngu magaóþægindi sem hrjáðu þig, eða voru fleiri einkenni? Og eru magaeinkennin ennþá til staðar að einhverju leyti?

Re: Að þyngjast?

í Heilsa fyrir 15 árum, 1 mánuði
sýrujafnvægi?

Re: Að þyngjast?

í Heilsa fyrir 15 árum, 1 mánuði
Ég skil, við hverju hjálpaði þetta ákveðna matarræði?

Re: Áfengi og verkjalyf

í Heilsa fyrir 15 árum, 1 mánuði
Það er naumast, ein kollege. Ég er á 4.ári, en mjög misvirkur á þessari síðu.

Re: skjálfhentur

í Heilsa fyrir 15 árum, 1 mánuði
Þá er líklegast að þú sért með svokallaðan eðlislægan skjálfta, essential tremor, en það er aldrei hægt að skera úr um það án skoðunar og rannsókna. Það er eitthvað hægt að meðhöndla skjálftann ef hann veldur óþægindum, en lyfjameðferð virkar misvel. Læknir gæti fundið útúr því hvað er að og mögulega tekið ákvörðun um meðferð. ef þú lest ensku eru upplýsingar um essential tremor t.d. hér: http://www.nlm.nih.gov/medlineplus/ency/article/000762.htm

Re: Að þyngjast?

í Heilsa fyrir 15 árum, 1 mánuði
Þetta er illskiljanlegt. Ég get áttað mig á glútein og laktósa óþoli, en hver greindi þig með sykuróþol?

Re: skjálfhentur

í Heilsa fyrir 15 árum, 1 mánuði
Getur verið ýmislegt, fer t.d. eftir því hvort þú ert skjálfhentur í hvíld eða þegar þú ert að nota hendurnar.

Re: Áfengi og verkjalyf

í Heilsa fyrir 15 árum, 1 mánuði
ahms.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok