Við þurfum markmið, markmið keyra okkur áfram. Við viljum stæltan líkama því þá eykst sjálfsálit okkar og andlega vellíðan. Svo má líka bæta við að okkar veraldlegi auður sé í raun okkar litla sjálfsævisaga. Þetta eru hlutir sem maður hefur keypt í gegnum tíðina og minna okkur á ákveðinn tima. Til dæmis þegar ég gref upp gömlu góðu “Bad” kassettuna þá hugsa ég um tíma minn í Laugarnesskóla, þegar Queen og Michael Jackson æðið gekki yfir og kassettan minnir mig líka á partý hjá Elvu Dögg...