Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: EstHerP hvernig gengur?

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Smellir inn smá korki rétt áður en þú ferð á fæðingardeildina ;)<br><br>Kveðja, GlingGlo

Re: Barnið hrist til bana

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Mér finnst þessi grein alveg eiga heima hérna, hún fjallar um börn og ofbeldi gagnvart börnum er alveg til, því miður. Þetta kennir kannski líka okkur að passa okkur aðeins á því hvað börnin okkar þola. Mér tókst nú einu sinni að kippa dóttur minni úr olnbogaliðnum með því einu að toga hana upp úr gólfinu, mér leið eins og hræðilegustu mömmu í heimi þegar ég fór með hana upp á slysó, en sem betur fer var fólkið þar voða almennilegt og læknirinn útskýrði fyrir mér að þetta væri tiltölulega...

Re: Barnið hrist til bana

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Þetta s.k. shaken baby syndrome hefur mjög skýr einkenni sem framkallast við fáar aðrar aðgerðir satt að segja, þetta er svipað og gerist í árekstri þegar fólk fær svona whip lash áverka á háls. Þannig að það er örugglega ekki að ósekju sem lögreglan er að rannsaka þetta og ólíklegt að þetta hafi gerst við slys. Það eru alltaf ákveðnir áverkar á börnum sem vekja mikinn grun um ofbeldi og þá er bæði miðað við áverkann sjálfan, staðsetningu hans og eins hvort sagan stemmi við áverkana. Svo er...

Re: The list

í Fræga fólkið fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Hér er minn eftir miklar pælingar… 1. Nicholas Cage 2. Michael Biehn 3. Gary Oldman 4. Johnny Depp 5. Jude Law

Re: Séð og heyrt

í Fræga fólkið fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Well ef þú ert ekki einn af þeim sem lest blaðið að staðaldri þá held ég að þér ætti nú að vera nokk sama hvað þeir birta. Sumir hafa greinilega gaman af þessu, annars væri ekki markaður fyrir þetta blað. Þetta greinilega virkar sem þeir gera því blaðið rokselst.

Re: hvað á barnið að heita ?

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Það er akkurat þetta sem ég er í raun að tala um, við sem foreldrar eigum að geta ákveðið sjálf hvaða nöfn börnin okkar bera og eigum að geta gert okkur grein fyrir hvaða mögulegar afleiðingar það hefur. Ég held reyndar að flestir foreldrar geri sér alveg grein fyrir því, sbr. að ADD tók t.d. þá ákvörðun að nefna son sinn ekki Ljót þó að henni finndist það sjálfri fallegt nafn. Ég held samt líka að “öðruvísi” nöfn séu algengari í dag og krakkar kippa sér ekki eins mikið upp við þau, því það...

Re: hvað á barnið að heita ?

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Mikið er ég rosalega sammála síðasta ræðumanni. Ef okkur er treyst fyrir að ala upp börn afhverju er okkur þá ekki treyst fyrir að velja nöfn á börnin okkar. Það hlýtur hvert og eitt foreldri að hafa sínar ástæður fyrir að velja það nafn sem hann velur og flestir foreldrar velja nú nafn sem þeim finnst fallegt eða hafa mikið tilfinningalegt gildi fyrir þá. Vitiði að leikskólakrakkar kippa sér ekki neitt upp við þau nöfn sem börnin í kringum þau bera, þau taka ekki einu sinni eftir því hvort...

Re: Engillinn minn...

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Er það bara mér sem finnst þetta væmið? Kannski af því að ég trúi ekki á Guð. Ósköp sætt samt, en of væmið fyrir minn smekk

Re: Könnun

í Sápur fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Jebb og fyrst ég er ekki lengur í menntaskóla er ég þá bara í kringum fertugt? Og þegar fólk er ekki lengur í kringum fertugt, er það þá strax orðið eldra en 80 ára? Í kringum fertugt nær semsagt frá 20 ára upp í 80 ára, jej.<br><br>Kveðja, GlingGlo

Re: Leikhús í vetur

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Já það getur verið alveg frábært að fara í leikhús með börnin ef leikritin eru góð. Ég fór t.d. með mína á Galdrakarlinn í Oz þegar hún var ca 3ja ára og svo á Pétur Pan þegar það var sýnt. Alveg frábærara sýningar (sérstaklega galdrakarlinn í Oz) og við skemmtum okkur konunglega. Um að gera að hafa augun opin fyrir barnaleikritum. Reyndar fór ég einu sinni með hana á eitthvað barnaleikrit sem var það lélegasta og ömurlegasta leikrit sem ég hef nokkurn tíman séð. Það var allt í bundnu máli...

Re: Kannisti við þetta?

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Ji mér fannst sko hundleiðinlegt að fara að sofa, þangað til ég komst á unglingsárin, þá gat ég sofið endalaust.<br><br>Kveðja, GlingGlo

Re: Tartalettur

í Matargerð fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Frábært, mig hefur alltaf vantað svona uppskrift :)

Re: fyrsti matur

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Sammála að mörgu leyti. Ég byrjaði að gefa minni að smakka graut þegar hún var 4 mánaða, en þetta var alveg rosalega lítið sem hún fékk fyrst, bara einhverjar 2-3 teskeiðar á dag til að byrja með, svo jókst þetta smám saman næstu mánuðina. Meltingarvegur barna er svo óþroskaður fyrir 4 mánaða aldur að þau nýta aðra fæðu en brjósta- eða þurrmjólk mjög illa. Þau verða kannski södd, en fá minna af næringarefnum. En er ekki bara málið að þó að margir hafi byrjað að gefa börnunum sínum graut...

Re: Kennarar og netasokkabuxur!!

í Tíska & útlit fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Well svo lengi sem kennarinn þinn er kvenmaður þá finnst mér þetta nú bara ósköp eðlilegt :Þ Eru kennarar eitthvað öðruvísi en annað fólk? Annars hefði mér nú fundist ansi skemmtilegt að sjá kk kennara í netsokkabuxum :)<br><br>Kveðja, GlingGlo

Re: Hvernig á að berjast við súperveldi!

í Deiglan fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Auðvitað velur maður leið sem kostar færri af manns eigin mönnum lífð, það er bara alveg rosalega eðlilegt, maður verndar sína. Ef ég á að vera fullkomalega heðarleg myndi ég frekar vilja að full flugvél af fólki sem ég þekki ekki neitt myndi hrapa en að börnin mín myndu deyja. Maður verndar fyrst og fremst þá sem standa manni næst.

Re: Snuðamyndin.

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Hehehe, ég er alveg sammála ég myndi aldrei láta barnið mitt vera með svona snuð. Ég er reyndar líka að spá í hvort þetta sé heimatilbúið snuð, eða sko þessar tennur, finnst eiginlega ekki trúlegt að svona snuð séu framleidd… nema ja jú það fæst svo sem allt í Ameríkunni.<br><br>Kveðja, GlingGlo

Re: Hvernig á að berjast við súperveldi!

í Deiglan fyrir 23 árum, 7 mánuðum
frjals, fyrst þú vilt svona greinilega vera með allar staðreyndir á hreinu þá hófst Víetnamstríðið í raun 1945 og þá voru það aðallega Frakkar sem voru að berjast þarna því Víetnam var frönsk nýlenda. Þetta stríð stóð til 1954 og það voru Bandaríkin sem að langmestu leyti stóðu fyrir kostnaði af hernaði Frakka. Hið seinna Víetnamstríð hófst svo á árunum um og upp úr 1960.

Re: svefn

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Segðu henni endilega að hringja í þessa Örnu og spjalla við hana, hún hefur gert kraftaverk :)<br><br>Kveðja, GlingGlo

Re: Hvernig á að berjast við súperveldi!

í Deiglan fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Það er samt ýmislegt sem bendir til að þetta séu arabar, allavegana múslímar. Svona heittrúaðir múslímar eru t.d. þeir einu sem eru þekktir fyrir fjöldasjálfsmorðaárásir. Þessir menn sem framkvæmdu þennan verknað hafa haft einhverja mikla hugsjón og þetta voðaverk hefur verið þeim svo mikilvægt að þeir eru reiðubúnir að láta lífið fyrir það… ekki bara einn maður heldur er talaið að um sé að ræða allavegana 12 menn, sem bendir til að þeir tilheyri einhverjum öflugum skoðanahóp. Annað sem er...

Re: svefn

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Mér finnst þeir nú soldið gamlir til að vera að vakna svona upp á nóttunni. Mín er rúmlega 1 1/2 árs og það er alveg töluvert síðan hún fór að sofa alveg óslitið á nóttunni. Auðvitað kemur samt fyrir að hún rumskar og skríður upp í en oftast sefur hún bara alla nóttina í sínu rúmi. Hvað gerist þegar þeir vakna, eru þeira að fá eitthvað að drekka, koma upp í… eða hvað? Oft vakna börn á nóttunni af einhverjum vana og þá oftast vegna þess að einhver “verðlaun” eru í boði. Þá þarf í raun að loka...

Re: er hægt að réttlæta hryðjuverkin í USA

í Deiglan fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Zawze, þetta er að vísu úr biblíunni en þetta er nú samt ekkert crap fyrir því. Það er mikið til í þessu spakmæli og óþarfi að gera lítið úr þessu fyrir það eitt að það standi í biblíunni.

Re: er hægt að réttlæta hryðjuverkin í USA

í Deiglan fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Hver þjóð hugsar auðvitað fyrst og fremst um sinn hag, það er bara eðlilegt. Svo var nú líka málið með Hiroshima og Nagasaki að fólk (Bandaríkjamenn t.d.) var ekki fyllilega búið að átta sig á hversu skelfilegar afleiðingar kjarnorkuvopn hafa, hvers vegna haldið þið að kjarnorkusprengjur hafi aldrei aftur verið notaðar í styrjöld?

Re: Þetta er líkaminn minn

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Kæra Girnd, ég er að vinna lokaverkefni í Háskólanum um kynfræðslu þannig að ég ætla að vera svo hrokafull að trúa því að ég hafi ágætis þekkingu á þessu efni, allavegana er ég búin að lesa nógu andskoti margar rannsóknir um þetta. Samkvæmt því sem ég hef kynnt mér á maður ekki að bíða endalaust eftir að börnin fari að spyrja spurninga sjálf, því ef foreldrarnir tala aldrei um þetta er allt eins víst að börnin túlki það sem að það megi ekki ræða þessa hluti og afleiðingin verður að þetta er...

Re: Nammi og Gos

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Reglur og festa er gott fyrir börn, þá verða þau öruggari og vita frekar á hverju þau eiga von. Svona rútína eins og þú ert að lýsa, matur - bað - sofa, er einmitt mjög góð. Stattu bara fast á þínu, þú veist þetta alveg. Og þú ert ekkert vond þótt barnið fái ekki gos og nammi, það veit örugglega varla hvað það er hvort sem er. Ekki skmmast tennurnar á meðan vegna of mikils nammiáts eða gosdrykkjaþambi.<br><br>Kveðja, GlingGlo

Re: Þungunarprófin

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Ég var reyndar ekki heldur farin að finna fyrir neinum sérstökum einkennum þegar ég tók þungunarprófið en það var alveg blússandi jákvætt en ég tók samt annað daginn eftir og þungunarstrikið kom fram áður en hitt strikið sem gefur til kynna að prófið sé í lagi kom fram, þannig að ég held að það hljóti að vera að ég sé ólétt hehe. Ég er reyndar núna farin að finna fyrir smá ogleði og eymslum í brjóstunum og svo er ég með leiðinda nefstíflu sem er víst nokkuð algengt hjá óléttum konum. Ég...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok