Veistu þetta með draumana er alveg rosalega algengt. Mig dreymdi alveg hræðilegar martraðir, reyndar ekki á sjálfri meðgöngunni en þegar börnin voru nýfædd. Einu sinni dreymdi mig meira að segja að ég setti barnið í þvottavélina, úff hræðilegur draumur. Þetta boðar ekki neitt, þetta eru bara áhyggjur okkar að brjótast fram, áhyggjur af að allt gangi ekki vel, að við séum ekki nógu góðar mæður o.s.fr. Það eru til væg svefnlyf sem mæður mega fá á meðgöngu, talaðu bara við ljósmóðurina þína eða...