Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Lús : (

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Til að vera viss um að útrýma lús, eða allavegana faraldrinum, þá verða ALLIR í skólanum að þvo hárið með lúsasjampói og kemba og helst að aðrir heimilismeðlimir geri þetta líka til að vera vissir. Það þurfa líka allir að gera þetta á sama tíma svo allar drepist í einu svo þær geti ekki smitað aftir þá sem eru búnir að hreinsa hjá sér. Málið er að það gera þetta ekki allir og þessvegna er oft svo erfitt að útrýma svona kvikindum. Hún kemur alltaf aftur helvítis druslan.

Re: Sendum bara pening beint til eigendanna

í Deiglan fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Trixie, býrð þú í bandaríkjunum? Það er alveg vel þekkt erlendis að sjónvarpsstöðvar sem eru ekki með áskriftarhóp, þ.e. eru ekki lokaðar eins og stöð tvö heldur opnar (skiluru muninn?) taki sig til af og til og standi fyrir söfnun til styrktar sjónvarpsstöðinni. Þetta er ekkert nýtt þó að við hér á Fróni með skyldu-RÚV og lokuðu stöð tvö höfum ekki séð þetta hér áður.

Re: Skoðanakönnun !

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Þeir eru kannski að undirbúa sig hehehe :) Annars þá finnst mér þetta bara fínt, það eiga líka margir yngri systkini eða frændur og frænkur.<br><br>Kveðja, GlingGlo

Re: Hálsmen á ungarbörnum?

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Ég lét nú bara mín vera með hálsmenin sín svona spari, en vinkona mín t.d. lét barnið sitt fá hálsmen þegar það var bara pínulítið og barnið var bara alltaf með það. Það bara vandist hálsmeninu og var ekkert að fikta í því, voða sætt að sjá krakka með þetta. Ég er bara svo paranoid um að þau fari að gæða sér á meninu og eitthvað hrökkvi ofaní þau, en það er bara ég :)

Re: Einelti í skólum og foreldrar

í Deiglan fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Ég held einmitt að foreldrar geti vel stuðlað að einelti þótt þeir geri það (vonandi) oftast ómeðvitað. Þessvegna er svo mikilvægt að við sem foreldrar hugsum vel um það sem við erum að gera. Á foreldrafundi með kennara dóttur minnar sem var að byrja í skóla var strax ákveðið að þegar væru afmæli yrðu annaðhvort öllum stelpunum eða öllum strákunum boðið, eða bara öllum bekknum. Þetta var uppástunga frá kennaranum sem allir tóku mjög vel í. Hann hefur eflaust séð það gerast í öðrum bekkjum...

Re: ERT ÞÚ TILBÚIN(N) AÐ EIGNAST BARN?

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Oh moose rosalega ertu cool eða þannig

Re: Af hverju myndin tekin þá, ef þetta var ekki fordómar?

í Deiglan fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Veistu ef þú vissir hvað ég hef talað við þetta gamla fólk um hehehe, það hefur sko alveg sínar skoðanir á kynlífi og djamminu og fleira ;) Auðvitað eru ekkert allir svona, rétt eins og með annað fólk. Ég skal nú segja þér að ég hef dottið í það með ömmu og afa á skemmtistað, það var ferlega gaman :) Að vísu ekki Glaumbar. En ég skil samt hvað þú ert að meina og maður reynir auðvitað að sigta manneskju pínulítið út áður en maður fer að ræða við hana og það byggir maður náttúrulega á...

Re: Áhyggjur

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Btw hulda, hann Alexander frændi þinn er bara lítill mini hulda híhí, nema án allra gatanna :Þ<br><br>Kveðja, GlingGlo

Re: Af hverju myndin tekin þá, ef þetta var ekki fordómar?

í Deiglan fyrir 23 árum, 7 mánuðum
“Manneskja sem flytur hingað og á sínar rætur að rekja til annars lands getur aldrei náð sömu tengslum við landið og manneskja sem er ”alvöru“ íslendingur.” Engel, það var þetta sem ég var ekki sammála þér um. Og ég verð nú að segja að í sambandi við þessa umræddu manneskja sem ég er að tala um veit ég ekki um nokkurn mann sem þekkir til hennar sem ekki lítur á hana sem íslending. Það er eflaust rétt að í flestum tilfellum lítum við ekki á fólk af erlendum uppruna sem íslendinga, en það er...

Re: Af hverju myndin tekin þá, ef þetta var ekki fordómar?

í Deiglan fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Hehe, ok ég get ekki fullyrt um að allir hafi það, en ég mitt álit er samt að það sé ansi hæpið að einhver geti verið algjörlega fordómalaus á öllum sviðum. En það er auðvitað bara mitt álit. Það getur vel verið að búddamunkar hafi einhverja fordóma, þeir eru einstaklingar líka ekki satt? Maður getur jaft fordóma þótt að maður láti þá ekki í ljós. Ég er t.d. hjúkrunarfræðngur og má ekki láta mína fordóma bitna á mínum sjúklingum. Samt sem áður þá hef ég stundum ákveðnar tilfinningar gagnvart...

Re: Af hverju myndin tekin þá, ef þetta var ekki fordómar?

í Deiglan fyrir 23 árum, 7 mánuðum
JediMLD, fordómar eru ekki bara fordómar í garð annarra kynþátta. Fordómar geta snúist um svo miklu miklu meira. T.d. hafa margir fordóma gagnvart gömlu fólki þótt það geri sér alls ekki grein fyrir því. Margir flokka bara alla eldri en 60 ára undir sama hatt sem er alveg út í hött í raun og veru. Það er líka til fullt af alls kyns öðrum fordómum. Þessvegna vil ég meina að það hafi allir einhverja fordóma þótt það sé ekki endilega gagnvart fólki af öðrum kynstofni.

Re: Hvaða nýbúar?

í Deiglan fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Langar að bæta við að mér finnst líka allt í lagi að vera umburðarlyndur gagnvart annarri menningu. Áður en við förum að tala um t.d. að hitt og þetta fólk sé svona og svona þá verðum við líka aðeins að huga að þeirri menningu sem það er alið upp við. Hjá sumum þjóðum er t.d. mjög lítil áhersla á framtíðina, aðeins á líðandi stund og þ.a.l. myndi að vestrænu mati þetta fólk e.t.v. vera álitið latt og óábyrgt þar sem það er ekki að plana mikið fram í tímann. En þetta fólk myndi eflaust líta á...

Re: Hvaða nýbúar?

í Deiglan fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Ég verð nú að vera sammála um að titillinn á þessari grein gefur í skyn töluverða fordóma. Með titlinum er í raun verið að segja að nýbúar séu alltaf svolítið slæmir þó þeir séu ekki alslæmir. Þegar við erum að dæma fólk út frá hópum en ekki einstaklingnum þá erum við með fordóma, þ.e. við erum að dæma manneskjuna fyrirfram (for-dómar) áður en við þekkjum hana í raun og veru. Ég veit ekki hvort það sé endilega heimska, ég held að flestir okkar hafi einhverja fordóma, en það er síðan okkar að...

Re: Michelle

í Sápur fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Hún er bara að þroskast stelpan, er orðin miklu skemmtilegri en hún var.

Re: Áhyggjur

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Strákar eru oft seinni en stelpur. Hann frændi þinn er kannski aðeins í seinna lagi en ég veit samt um fleiri svona dæmi. Svo er þetta líka svolítið undir foreldrunum komið. Ef þau eru að þrýsta of mikið á hann getur hann alveg farið í baklás og vill alls ekki nota klósettið. Líka ef þau gera ekkert í þessu þá auðvitað lærir hann þetta ekkert af sjálfu sér svona einn tveir og þrír. Eldri stelpan mín hætti svona tæplega 2 1/2 árs á bleyju. Ég man ekkert hvað hún var gömul þegar hún vissi...

Re: Skrítnir draumar :(

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Btw, þegar maður sefur lítið þá dreymir mann frekar martraðir en ella. Draumsvefninn fer svolítið yfirum þegar líkaminn er að reyna að bæta sér hann upp.<br><br>Kveðja, GlingGlo

Re: Skrítnir draumar :(

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Veistu þetta með draumana er alveg rosalega algengt. Mig dreymdi alveg hræðilegar martraðir, reyndar ekki á sjálfri meðgöngunni en þegar börnin voru nýfædd. Einu sinni dreymdi mig meira að segja að ég setti barnið í þvottavélina, úff hræðilegur draumur. Þetta boðar ekki neitt, þetta eru bara áhyggjur okkar að brjótast fram, áhyggjur af að allt gangi ekki vel, að við séum ekki nógu góðar mæður o.s.fr. Það eru til væg svefnlyf sem mæður mega fá á meðgöngu, talaðu bara við ljósmóðurina þína eða...

Re: Myndir ?

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Ef þú ert með paint shop forritið þá geturu opnað myndina þar, valið þar image og resize til að minnka hana í pixelum. Svo bara að seiva hana þannig.<br><br>Kveðja, GlingGlo

Re: Prinsinn er fæddur

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 7 mánuðum
TIL HAMINGJU!!! Oh hvað það er týpískt með þessar elskur að þær vilja ekki fara úr fötunum, þau veita þeim einhverja öryggiskennd, þau eru eitthvað svo ægilega lítil og óörugg þegar þau liggja allsber með ekkert utan um sig. Já maður er smá stund að átta sig á að maður sé mamma, og maður er að kynnast litla barninu. Ótrúlegt samt hvað þau vekja hjá manni mikla umhyggju og verndartilfinningu… og svo elska þau mann alveg skilyrðislaust og maður gerir það á móti, það er ótrúleg tilfinning. Og...

Re: Ungversk gúllassúpa

í Matargerð fyrir 23 árum, 7 mánuðum
UNgversk gúllassúpa er ógisslega góð.

Re: Blóðþyrstar kjötætur ?

í Heilsa fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Ömm kemur einhversstaðar þarna fram að kjötið sé að rotna í þörmum okkar í tvær vikur??? Ég gat ekki séð það. Það er nú líka alveg löngu vitað mál að allt er gott í hófi, líka dýraafurðir, þú ert ekkert að segja mér neitt nýtt þarna. Of mikil neysla á öllu er óholl. Ég get alveg borðað hollt mataræði án þess að sleppa algjörlega öllum dýraafurðum. Svo langar mig bara stundum miklu meira í djúsí pizzu en grænmetisrétt á næstu grösum, og ég tek það fram n.b. að ég hef farið þangað og mér...

Re: Blóðþyrstar kjötætur ?

í Heilsa fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Kæra hun, ég ætla samt að benda þér á að samkvæmt náttúrunni þá er manneskjan gerð til að borða bæði kjöt og grænmeti og öll hennar líkamsstarfsemi miðast að þessu. Ef þú ætlar að vera grænmetisæta, sem er að sjálfsögðu bara þitt val, þá verðuru að passa miklu miklu betur upp á samsetningu matarins sem þú neytir heldur en kjötæturnar til að vera viss um að fá öll þau nauðsynlegu næringarefni sem þú þarft. Bara það segir mér að kjöteldi sé manneskjunni eðlilegra. Einnig vil ég benda þér á að...

Re: Barnið hrist til bana

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Sammála EstHerP, það er ekki okkar að dæma, við þekkjum alls ekki alla málavöxtu. Þegar fólk sem hristir börn í sinni umsjón á þennan hátt er það yfirleytt í einhverri frustration, er orðið alveg úrvinda og þreytt og er að reyna að fá barnið til að hætta að grenja. Oftastgerir fólk þetta í algjöru hugsunarleysi og ég stórefast um að ætlunin sé að valda barninu skaða. Stundum veit fók heldur ekki að þetta getur verið svona hættulegt. Afleiðingarnar eru bara svo skelfilegar að það verður að...

Re: Séð og heyrt

í Fræga fólkið fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Ekki dissa húsmæður, hvað veist þú um hverjir eru aðalkaupendur séð og heyrt?

Re: Villt Dingdong-uppskrift

í Matargerð fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Hvar fær maður lundabringur?
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok