Ekki gleyma gömlu góðu glansmyndunum á jólakortin eins og maður gerði í gamla daga :) Nú svo er hægt að búa til trölladeig (það er uppskrift hér einhversstaðar í eldri grein) og mála. Músastigar úr kreppappír, pappírsjólakörfurnar gömlu góðu (örugglega hægt að fá mót einhversstaðar), búa til jólasveina eða engla með klósettrúllur fyrir búk, pappírskúlu (keyptar í föndurbúðum) fyrir höfuð og pípuhreinsara fyrir hendur og fætur og nota svo pappír pog kreppappír til að gera föt, vængi o.s.fr.,...