Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Keisaraskurður eða eðlileg fæðing.

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Vó það er nú óþarfi að verða svona rosalega töttsí. Ég var ekkert að setja út á þig, bara segja það sem ég veit einfaldlega til að aðrir viti þetta líka. Annars fara kannski allir að verða skíthræddir þegar þeir sjá að börnin þeirra eru pínu blá þegar þau fæðast. Ekki verða svona hrikalega móðguð. Og ég veit nú barasta helling um þessi mál þó ég segi sjálf frá. Sumir halda nefninlega að þetta sé eitthvað rosa óeðlilegt, þ.e. að börnin þeirra séu blá, og mér fannst bara allt í lagi að upplýsa...

Re: Álfabikar

í Heilsa fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Ég hef bara heyrt góðar sögur af Álfabikarnum, þær sem hafa prófað hann seja þetta bara allt annað líf. Að vísu tala margar um að það taki smá tíma að ná tökum á því hvernig á að setja hann rétt inn svo hann opnist almennilega, en eftir það er þetta bara sæla :) Sérstaklega þær sem hafa verið gjarnar á að fá sveppasýkingar og svoleiðis segja að þær finni bara ekki fyrir þeim lengur. Ég ætla að fá mér svona, hef bara ekki not fyrir hann strax þar sem ég er ólétt :)

Re: Fyrsta ferð til tannlæknis - hvenær??

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Já það er alveg örugglega arfgengt að einhverju leyti. Vinkona mín er með mjög lélegar tennur og sonur hennar líka. Það þurfit einmitt að svæfa hann og gera við þvílíkan fjölda af skemmdum, samt var hann ekkert að borða neitt sérstaklega óhollan mat og tennurnar voru vel burstaðar.

Re: Fyrsta ferð til tannlæknis - hvenær??

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Það eru reyndar mjög skiptar skoðanir um þessar fúortöflur. Sumum finnst þær alveg nauðsynlegar á meðan aðrir mæla ekki með þeim.

Re: Fyrsta ferð til tannlæknis - hvenær??

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Ég hef heyrt að tennur barns skemmist oft fyrr ef þau fá þær ung, en eflaust er allur gangur á því. Mín eldri var nú orðin tæplega fimm ára þegar ég drullaðist loks með hana til tannlæknis, ekki seinna vænna. Mér finnst í raun passlegt að fara með þau fljótlega eftir að þau eru búin að fá allar barnatennurnar og ætla að gera það með yngri stelpuna. Það eru til sérsstakir barnatannlæknar sem kunna sko vel á börn sem vilja ekki opna munninn hehehe, en þeir eru dýrari. Þetta var reyndar ekkert...

Re: Hversu sorgleg hafiði verið á djamminu?

í Djammið fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Btw þá fletti ég honum upp í þjóðskrá svona að gamni mínu eftir á og fékk grun minn stafestan, helv… fíflið var skráður í sambúð og var því að halda framhjá, ekki nema von að hann flýtti sér svona andskoti hratt í burtu.

Re: Hversu sorgleg hafiði verið á djamminu?

í Djammið fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Well ég er með eina sögu sem kannski ekki lýsir best mínum skandölum en hún var frekar neyðarleg samt. Ég og vinkonur mínar vorum að djamma og allt í góðu með það. Ég hösslaði mér einhvern voða sætan gæja og önnur vinkona mín hösslaði sér annan og sú þriðja nennti ekki að hössla neinn. Aftur á móti þá átti gæjinn sem vinkona mín hösslaði tvo vini og þeir flæktust með okkur. Nú ég bauð liðinu bara heim í partý (tek fram að ég var ca 26 ára þarna og bjó ein með dóttur minni sem var ekki heima...

Re: Tæknifrjóvgun hætt á Landspítalanum

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Varðandi greinina þá er þetta auðvitað alveg rosalega svekkjandi fyrir fólk að þurfa að bíða. Fólk er kannski búið að taka sér frí í vinnunni til að leggja sem mesta orku í þetta ferli og svo er bara öllu frestað. Því miður er þessi aðferð, þ.e. tæknifrjóvgun, alveg rosalega dýr. Fólk er að borga mikið fyrir þetta, sen samt sem áður abra brot af því sem það í raun og veru kostar. Ég hugsa að í raun sé alveg rosalegur taprekstur á þessari deild, en markmiðið er bara svo göfugt að manni finnst...

Re: Tæknifrjóvgun hætt á Landspítalanum

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 6 mánuðum
druzla mín, ég held að fólk skrifi nú pulsa eða pylsa jöfnum höndum. Ég held að fæstir myndu nú flokka það sem stafsetningarvillu þótt pylsa þyki fínna.

Re: Útivistartími barna?

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Nei ég er sammála því, það munar svolítlu hvar þú átt heima. Svo finnst mér eimitt skipta mestu máli að foreldrar séu svolítið samtaka með útivistartímann, en þar hjálpa auðvitað lögin til.

Re: Keisaraskurður eða eðlileg fæðing.

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Var að glugga í eina kennslubókina mína og þar er talað um að hættan á legbresti sé eitthvað um 0,5% og ég hugsa að það sé enn minna hlutfall hér á landi.

Re: Keisaraskurður eða eðlileg fæðing.

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Nei veistu ég hef ekki heyrt að þetta hafi gerst hér. Held að þetta sé mjög sjaldgæft. Það er bara vitað að þetta hefur gerst og því þarf að hafa það í huga með fyrri keisara. Þegar ég áttu mína yngri var mér allavegana sagt að þeir myndu aldrei láta reyna jafn lengi á eðlilega fæðingu og í fyrra skiptið þar sem ég væri fyrri keisari, en svo gekk allt bara vel :) ÉG var heldur aldrei látin vera ein eftir að hríðarnar byrjuðu, kallinn minn var auðvitað hjá mér allan tímann og svo var ljósan...

Re: Skil ekki

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Svo vil ég nú endilega hvetja fólkið hér til að senda inn myndir af börnunum sínum, það er svo gaman að sjá krílin sem verið er að tala um :)<br><br>Kveðja, GlingGlo

Re: Skil ekki

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Well þið duglegu myndainnsendarar, kannski þið þá bara bíðið örlítið með myndirnar ykkar ef það slysast einhver annar til að senda inn mynd, bara svo að sú mynd fái að njóta sín í smá stund á fremstu síðunni. Ég veit hvað sumir verða svekktir þegar þeirra mynd dettur aftar á listann eftir kannski mjög stuttan tíma, sérstaklega þeir sem senda sjaldan inn myndir.<br><br>Kveðja, GlingGlo

Re: Keisaraskurður eða eðlileg fæðing.

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Oh ég þarf alltaf að vera með leiðinda leiðréttingar. Varðandoi blá börn þá fæðast nærri öll börn svolítið blá, það er vegna þess að blóðið í þeim er svo súrefnissnautt þegar þau koma út en eftir nokkra andardrætti verða þau flótt bleik og sæt. Hendur of fætur geta þau alveg verið blá töluvert lengi þar sem blóðflæðið þangað er ekki mjög fullkomið svomna fyrst. Kaldar hendur og fætur þýðir líka ekki að barninu sé kallt, til að finna það þarf að þreifa aftan á hankkagrófinni og finna...

Re: Haustföndur

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Veistu ég hef bara notað venjulegt uhu lím hehe, enda erum við ekkert að ætlast til of mikils af þessum myndum, þær eru fíanr finnst okkur :)<br><br>Kveðja, GlingGlo

Re: Það sem veltur uppúr börnunum

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Æ þau eru yndislega þessar elskur. Einhverntíman þegar eldri mín var svona 3 ára hafði hún verið rosa óþekk og ég skammaði hana duglega fyrir og hún varð auðvitað sármóðguð og öskraði á mig að hún væri sko bara hætt að elska mig. Ég sagði þá við hana að ég elskaði hana alltaf og myndi alltaf gera það, líka þegar hún væri óþekk og líka þegar hún væri þæg. Það var þögn í smástund og svo heyrðist smá hvísl: mamma, ég elska þig. :)<br><br>Kveðja, GlingGlo

Re: Börn sem nenna ekki að tyggja!

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Er þetta ekki bara leti? Tíhí :) Leyfðu henni bara að taka sinn tíma í þetta, ég veit það er óþolandi stundum en það virðist sem sum börn bara hreinlega nenna ekki að tyggja eins og þú segir.<br><br>Kveðja, GlingGlo

Re: Lyfjaát landsmanna.

í Deiglan fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Ég get ekki svarað um aðrar deildir en á minni deild eru ekki gefin eða boðin svefnlyf nema fólk biðji um þau eða einhver sérstök ástæða önnur þyki til, t.d. ef vitað er að viðkomandi hefur sofið illa undanfarnar nætur. Að vísu bjóðum við fólki svefnlyf þegar við sjáum að það hefur þurft á þeim að halda undanfarnar nætur.

Re: Skil ekki

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Samt sem áður er það nú svo að mun færri nenna að skoða undir fleiri myndir. Einnig er svolítið erfitt að hafna myndum sem verið er að senda inn þegar litlar forsendur eru fyrir því. En ég skal bara hafa það í huga framvegis og leyfa öðrum myndum að njóta sín meira.<br><br>Kveðja, GlingGlo

Re: Keisaraskurður eða eðlileg fæðing.

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Ég var nú reyndar ekki byrjuð í náminu þegar ég átti eldri stelpuna mína svo það hjálpaði lítið þar. En sem betur fer var foreldranámskeiðið sem ég fór á þegar ég gekk með hana mjög gott og þar var m.a. fjallað nokkuð vel um keisara og akkurat þetta að bráðakeisaraskurður væri eitthvað sem gæti komið fyrir allar konur. Svo var ég líka agalegur grúskari á meðgöngunni (hef alltaf verið grúskari) að svona þegar útvíkkunin gekk svona illa og barnið farið að sýna þessi stressmerki þá grunaði mig...

Re: Lyfjaát landsmanna.

í Deiglan fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Þótt ég sé hjúkrunarfræðingur og tilheyri þar með heilbrigðiskerfinu þá fæ ég nú persónulega ekkert kikk út úr því að dæla lyfjum í fólk, ef það er það sem þú heldur að við séum að gera. Ég hef bara svo oft séð þess lyf hjálpa og finnst þau fyllilega eiga rétt á sér. Afhverju ætti maður að vera að lifa við þunglyndi sem maður nær sér ekki upp úr ef það er til lyf sem geta hjálpað manni til þess? Mér finnst þú gera ansi lítið úr þunglyndi með þessum orðum. Það geta barasta alls ekkert allir...

Re: Hvað hefur verið að gerast?

í Sápur fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Æ Libby lenti í mótorhjólaslysi með Steph og slasaðist illa og í ljós kom að hún getur ekki eignast börn. Svo hún af einhverri misskilinni fórnfýsi sagði Drew upp og þykist ekki elska hann af því að hún veit að hann vill svo gjarnan eignast börn og hún vill ekki verða honum einhver fjötur um fót þar.

Re: Lyfjaát landsmanna.

í Deiglan fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Þú segir að lífsgleðin finnist seint í pilluformi. Stundum þarf samt pillur til að fólk geti notið lífsins. Pillurnar sem slíkar veita þeim ekki lífsgleði en gefa þeim kost á að njóta alls þess góða í kringum sig. Þótt þú þekkir gildi kærleikans þá getur þú kannski ekki notið þess ef þú ert með þunglyndi. Það er þetta sem lyf geta hjálpað til við. Það sem fór í taugarnar á mér er að þú ert að flokka fólk þarna niður og setur þetta fram sem að það sé bara ekki möguleiki að fullorðið fólk geti...

Re: Lyfjaát landsmanna.

í Deiglan fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Elskan mín, fullorið fólk er ekkert öðruvísi en annað fólk og sumt þeirra er með þunglyndi og þarf á lyfjum að halda við því. Þetta er nú bara hroki og fordómar í þér. Ég hef séð þett með eigin augum.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok