Það á að vera alveg óþarfi að gefa börnum auka kalk eða járn ef þau bara fá fjölbreytta fæðu. Það er einmitt mikið kalk í mjólk og mjólkurvörum og ef strákurinn þinn drekkur mjólk ætti það að duga. Aðrar kalkríkar fæðutegundir eru t.d. sardínur (er í beinunum sko sem maður étur með þeim :), spergilkál (brokkolí) og baunir. Járn er í öllu rauðu kjöti, kjúklingakjöti, fisk og skelfisk, eggjum, baunum, þurrkuðum ávöxtum (t.d. rúsínur) og svo er margt morgunverðarkorn og flestir barnagrautar...