Svona hljóða þessi lög orðrétt: Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við barn, yngra en 14 ára, skal sæta fangelsi allt að 12 árum. Önnur kynferðisleg áreitni varðar fangelsi allt að 4 árum. Hver sem með blekkingum, gjöfum eða á annan hátt tælir ungmenni á aldrinum 14–16 ára til samræðis eða annarra kynferðismaka skal sæta fangelsi allt að 4 árum. Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við barn eða ungmenni, yngra en 18 ára, sem er kjörbarn hans, stjúpbarn, fósturbarn,...