Nr. eitt, tvö og þrjú er að segja satt. Maður á t.d. aldrei að segja að fólk sofi þegar það er dáið, þá geta börn farið að óttast svefninn og tengja hann við að viðkomandi fari og komi ekki aftur, sem sagt deyi. Maður á ekki að fegra hlutina um of, en auðvitað ekki að koma með einhverjar hryllingssögur. Sjálf trúi ég ekki á Guð og finnst því stundum erfitt að nota þá útskýringu fyrir mín börn, en samt tölum við um að KANNSKI fari fólk til Guðs, ef hann er til, og kannski eitthvert annað....