Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: leikskólabörn

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Ég er alveg sammála að það er ömurlegt að geta ekki ráðið hvenær maður fer í suamrfrí, en ég held því miður að það sé lítið hægt að gera. Það bara vantar svo starfsfólk á leikskólana og ekki eru launin að ýta mikið undir að fólk ráði sig þar :(

Re: Leikskólar / Barnaverndarnefnd

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Ég get vel skilið þína hlið á þessu, en líka leikskólans. Þetta eru mjög ákveðnar reglur sem þarf að fylgja ef einhver grunur er á ofbeldi af einhverju tagi. Nú segir strákurinn að þú hafir brennt hann, sem elsku tutti minn ég veit vel að þú gætir aldrei nokkurn tíman gert, en miðað við þessa sögu ber þeim á leikskólanum skylda til að tilkynna þetta og í raun ekkert við þá að sakast frekar en þig eða annan. Þetta er bara eitt af þessum málum þar sem barnaverndarnefnd skoðar og sér strax að á...

Re: Viltu hjálpa þeim?

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Maður getur sett inn tengla í grein, en ekki svör við greinum. En svo er hægt að setja inn tengla á korka og svör við þeim. Annars er þetta fín ábending hjá greinarhöfundi.

Re: Allt búið

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Frábært að heyra að allt gekk vel og að Lilja sé sloppin strax af GG. Ertu ekki fegin mín kæra að þetta sé búið :)

Re: Fréttir

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Jæja elsku HJARTA, þessu fer allavegana að ljúka. Ég efast ekkert um að þetta eigi eftir að ganga vel. Börn eru ótrúlega sterk og þessir læknar eru snillingar. Skil ykkur samt alveg rosalega vel að vera smeyk og stressuð. Bíð spennt eftir meiri fréttum og sendi ykkur góða strauma. Kveðja, GlingGlo

Re: Heavenly Creatures

í Kvikmyndir fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Já ég er sammála, þetta var mynd sem kom virkilega á óvart.

Re: Börn og látnir ættingjar/ástvinir.

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Ég held einmitt að þetta sé mjög góð hugmynd. Það er akkurat mælt með einhverjum svona aðferðum til að leyfa börnum að fá útrás fyrir sorginni og vinna sig í gegnum hana. T.d. teikna mynd og fara með á leiðið. Mér finnst þessi blöðruhugmynd alveg brill, þá fer hún upp til Guðs :)

Re: Börn og látnir ættingjar/ástvinir.

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Nr. eitt, tvö og þrjú er að segja satt. Maður á t.d. aldrei að segja að fólk sofi þegar það er dáið, þá geta börn farið að óttast svefninn og tengja hann við að viðkomandi fari og komi ekki aftur, sem sagt deyi. Maður á ekki að fegra hlutina um of, en auðvitað ekki að koma með einhverjar hryllingssögur. Sjálf trúi ég ekki á Guð og finnst því stundum erfitt að nota þá útskýringu fyrir mín börn, en samt tölum við um að KANNSKI fari fólk til Guðs, ef hann er til, og kannski eitthvert annað....

Re: Ráð til foreldra

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Þetta eru alveg virkilega, virkilega góð ráð sem allir foreldrar ættu að reyna að fara eftir. Takk fyrir þetta harpajul, gott að láta minna sig á svona.

Re: Hetjur

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Það verður yndislegt þegar þetta er afstaðið. Gangi ykkur rosa vel og láttu okkur vita hvernig þetta allt saman gengur. Kveðja, GlingGlo

Re: Skarlatsótt og Streptókokkasýking

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Þetta hefur væntanlega verið mun hættulegri sjúkdómur áður fyrr en núna, bæði vegna þess að þá voru ekki til sýklalyf og líka (kannski aðallega) vegna þess að aðbúnaður var yfirleytt mun verri og ónæmiskerfi fólks þ.a.l. líka. Ég man nú ekki eftir að hafa orðið vör við að þetta sé að ganga í kringum mína krakka núna, en ég man eftir því þegar eldri stelpan var yngri. Hún hefur samt ekki fengið þetta. Streptókokkar valda þessari týpísku ógeðslegu hálsbólgu, en skarlatssóttin kemur vegna...

Re: Er ég rasisti?

í Deiglan fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Held að þú ættir að kynna þér þetta aðeins betur og spara stóru yfirlýsingarnar.

Re: Er ég rasisti?

í Deiglan fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Islam er nú reyndar mjög friðsamleg trú, en það eru til ofstækismenn þeirra á meðal sem eiga í raun lítið skylt við ekta islam. Rétt eins og það eru til öfgatrúarhópar í kristni sem eiga lítið skylt við þá kristni sem við flest þekkjum.

Re: Er barnaklám *rangt*?

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Ég veit alveg hvernig þessi grein var og hvaða pælingar voru í henni og einmitt þess vegna fannst mér mjög mikilvægt að hún fengi viðbrögð, akkurat til að geta komið með rök á móti. Ég held að það sé mun hættulegra að vilja ekkert vita af neinum hugmyndum eða pælingum sem við kunnum ekki við. Betra að fá þetta út í það opna og geta rætt hlutina og kannski þannig fengið einhvern til að breyta sinni skoðun. Allavegana breytum við engu með því að ignora svona pælingar.

Re: Er barnaklám *rangt*?

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Ég sé ekki að það sé eitthvað betra að þegja svona umfjöllun í hel. Þó að þetta sé ekkert geðvfellt mál þá sé ég enga ástæðu til að hafna þessari grein. Og þar sem barnaklám tengist óneitanlega börnum sé ég ekki af hverju það hefði ekki átt að leyfa þessa grein hér á börnin okkar. Eða erum við foreldrarnir eitthvað óhæfari en aðrir til að ræða þetta mál, hafa skoðanir á því og koma með rök? Hvers vegna í ósköpunum telur þú þessa grein ekki við hæfi hér? Hvernig færðu út að þetta efni tengist...

Re: Nýja útlitið á Huga

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Annað sem mér líkar ekki að mér finnst svo erfitt að sjá núna hvort ég sé búin að lesa einhverja korka eða ekki því liturinn er svo svipaður :(<br><br>Kveðja, GlingGlo

Re: Er barnaklám *rangt*?

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Heh, ég skal alveg viðurkenna að ég veit ekki um rannsóknir sem hafa sýnt fram á að börn samkynhneigðra séu eitthvað “betri” en önnur. En það er samt greinilega niðurstaða þessara rannsókna að þau eru ekkert verri heldur og ekkert frekar í áhættuhóp. Það er ekki munur á þessum hópum hvað það varðar.

Re: Nýja útlitið á Huga

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
sammála, nema mér finnst þetta of hvítt. Þetta er eitthvað svo allsbert og litlaust :/<br><br>Kveðja, GlingGlo

Re: Hafnfirsk móðir kærir lögreglu fyrir árás

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Ég verð nú, þó mér þyki það miður (hehe), að taka undir með ljoniju í þessu máli. Ég hef nú einhvernvegin trú á að viðkomandi móðir sé ekki alsaklaus. Í fyrsta lagi hefði hún nú kannski átt að biðja grannana að hætta þessum hávaða áður en hún hringdi á lögregluna. Ok ef það virkar ekki hringja á lögguna, og síðan hefði að sjálfsögðu verið langskynsamlegast að bíða bara eftir löggunni og láta hana um þessi mál. Miðað við lýsingarnar missti konan algjörlega stjórn á sér og var þessvegna færð í...

Re: Var Peace4all ekki hættur... aftur?

í Deiglan fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Æ góði, þú ert nú svo fordómafullur og öfgasinnaður að það er ekki einu sinni hægt að rökræða við þig því þú skilur það ekki. Óskaplega vorkenni ég þér fyrir þessa þröngsýni. Lifðu heill, ég nenni ekki að eyða orðum á þig meir.<br><br>Kveðja, GlingGlo

Re: Var Peace4all ekki hættur... aftur?

í Deiglan fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Vá og þú þykist ekki vera fordómafullur!!! Þú ert nú alveg gegnsýrður fordómum. Hvað í ósköpunum fær þig til að halda að kristni og gyðingdómur séu einu réttu trúrnar og hvernig í andsk… færðu það út???<br><br>Kveðja, GlingGlo

Re: Hafnfirsk móðir kærir lögreglu fyrir árás

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Þá horfir þetta nú allt öðruvísi við fyrst einhver var hjá barninu. Auðvitað er það rökrétt að mamman hafi nú ekki haluðið út frá svona litlu barni án þess að hafa einhvern til að líta eftir því.

Re: Hafnfirsk móðir kærir lögreglu fyrir árás

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Maður getur nú ekki annað en reiðst yfir þessu. Veit svo sem ekkert um mömmuna eða hvort hún var með ólæti eða eitthvað sem verðskuldaði að hún rði færð í burtu, en maður skilur ekki 1 árs gamalt barn eftir eitt heima, sama hvað er í gangi. Þá á fyrst að kalla á fulltrúa barnaverndarnefndar ef það er algjör nauðsyn að fara með móðurina á lögreglustöðina, sem mér sýnist nú haf verið full gróft í þessu tilviki. Get ekki ímyndað mér að þessi manneskja hafi verið mjög hættuleg eða ógenvekjandi....

Re: Var Peace4all ekki hættur... aftur?

í Deiglan fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Best að svara þessu pínu málefnalegar. Hvers vegna er trúarrit gyðinga merkilegra en réttur þeirra sem hafa búið í landinu í langan tíma? Ef t.d. einhver hópur nýbúa hér, segjum t.d. taílendingar, myndi koma með þá kröfu að samkvæmt trúarriti sínu ættu þeir Ísland og þeir hefðu rétt á að reka alla Íslendinga úr landinu, ættum við þá að fara eftir því, þar sem þetta er eign þeirra samkvæmt þeirra trúarriti?<br><br>Kveðja, GlingGlo

Re: Var Peace4all ekki hættur... aftur?

í Deiglan fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Bull!<br><br>Kveðja, GlingGlo
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok