Ég get nú ekkert vorkennt þér, þú getur alveg kennst sjálfum þér um. Ef þú vilt að mamma þín treysti þér og líti á þig sem ábyrgan einstakling þá verðuru að sýna að þér sé treystandi og númer eitt, tvö og þrjú í þeim málum er að fara ekki á bak við hana og halda partý, eða taka bílinn hennar í leyfisleysi. Hefði nú ekki verið skynsamlegra að fá leyfi fyrir partýinu? Þú gerir ekkert annað en að ala á vantrausti hennar með þessu móti. Þó að mín börn séu nú ekki komin á unglingsaldurinn þá legg...