Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Faðernismál

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Þó svo snemmsónar sé nokkuð nákvæmur þá er hann aldrei 100% öruggur. En svo átta sig nú ekkert allar á því svo snemma að þær séu óléttar. Afneitun er líka ansi sterkt hugarafl, sérsaklega þegar ólétta var ekki á planinu.

Re: Spurning?

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Ja reyndar er fyrra nafnið sem litli guttinn minn mun fá nafn sem ég ákvað þegar ég var 16 ára gömul að ég myndi láta skíra ef ég eignaðist strák :)<br><br>Kveðja, GlingGlo

Re: Spurning?

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Ji ég var með svo einhver háfleyg nöfn, Viktor og Viktoría, eða Júlía og Júlíus. Já og Barbara var einhverntíman voða vinsælt. Svo heita stelpurnar mínar Elísa Auður og Arna Valdís. Þið fáið að vita nafnið á pjakknum eftir viku :)<br><br>Kveðja, GlingGlo

Re: Faðernismál

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Það er nú mjög einföld ástæða fyrir að móðir þarf ekki að greiða faðernispróf. Ef henni bæri skylda til þess þá eru góðar líkur á að hún myndi einfaldlega ekki feðra barnið sitt og þ.a.l. situr ríkið uppi með allan kostnað. Kona getur alltaf sagst ekki vita hvað maðurinn sem hún svaf hjá heitir og þar með er ekkert hægt að gera meira í að finna meintan föður. Þess vegna þarf konan ekki að borga, hún vísar á mögulega feður og höfðar barnsfaðernismál gagnvart þeim. Þetta er vissulega...

Re: Loksins

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Hríðirnar duttu aðeins niður í nótt og ég nýtti tækifærið og lagði mig bara. Vaknaði svo aftur um kl 4 þegar þær fóru að byrja aftur. Nú svo er ég búin að vera með nokkuð sterka verki á 3-5 mín fresti s.l. klukkutímann með miklum þrýstingi niður í grind. Ætla að rúlla niður á fæðingardeild og láta skoða mig. Þær senda mig þá bara heim aftur ef lítið er að gerast :)<br><br>Kveðja, GlingGlo

Re: Er of snemt........?

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Auðvitað er þetta ekki ólöglegt. Svo er spurning hversu nauðsynlegt það er að vera að fara með lítið barn í svona ferðalag. Ég reikna nú með að minn pjakkur verði ekki mikið eldri þegar við flytjum út. Ég hugsa að það sé langbest að tala við barnalækni og fá ráð hjá honum. Það eru svona fyrstu 4-6 vikurnar sem er æskilegast að vera ekki að þvælast mikið með barnið, en svo fer það líka eftir hversu þungt það er orðið.

Re: Málarinn

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Þokkalega :) Er þín ekki 8 ára?<br><br>Kveðja, GlingGlo

Re: Hanna, Björn og Júlli

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Alveg sammála, þetta er virkilega skemmtileg mynd af þeim :)<br><br>Kveðja, GlingGlo

Re: Af Hverju???

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Ég get nú ekkert vorkennt þér, þú getur alveg kennst sjálfum þér um. Ef þú vilt að mamma þín treysti þér og líti á þig sem ábyrgan einstakling þá verðuru að sýna að þér sé treystandi og númer eitt, tvö og þrjú í þeim málum er að fara ekki á bak við hana og halda partý, eða taka bílinn hennar í leyfisleysi. Hefði nú ekki verið skynsamlegra að fá leyfi fyrir partýinu? Þú gerir ekkert annað en að ala á vantrausti hennar með þessu móti. Þó að mín börn séu nú ekki komin á unglingsaldurinn þá legg...

Re: Fæðing

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Pjakkur situr enn sem fastast í mallanum á mér og er ósköp lítið farinn að banka. Ég er svona smátt og smátt að verða svolítið óþolinmóð, en á sama tíma styttist alltaf biðin. Maður er svo sem ekki látinn ganga með mikið lengur en 2 vikur yfir áætlaðan fæðingardag svo ég veit a.m.k. að hann verður kominn eftir í síðasta lagi viku-10 daga.<br><br>Kveðja, GlingGlo

Re: Sjáið "Arna Valdís"

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Takk takk. Konan í stólnum “heitir” nú bara GlingGlo, gjörsamlega komin á steypirinn og býr ekki í Sandgerði hehehe :) Litli pjakkurinn er enn að láta bíða eftir sér.<br><br>Kveðja, GlingGlo

Re: Sjónvarp og ranghugmyndir

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Alveg sammála þér lhg. Það þarf að fræða börn og unglinga betur og undirbúa þá undir kynlíf. Ekki vera með einhverjar predikanir og bönn heldur bara almennilega fræðslu til að þau eigi síðan auðveldara með að taka ákvarðanir í kynlífi sem þau eru sátt við. Og ekki þá bara líffræðilega fræðslu heldur líka siðferðilega og ekki síst að reyna að kenna þeim að bera virðingu fyrir sjálfum sér og ekki gera neitt sem þau ekki vilja. Mér finnst reyndar alveg ferlegt að heyra af 13-14 ára...

Re: Börn eða kynverur ?

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Sagði ég að allar stelpur á þessum aldri væru brjóstalausar? Ekki leggja mér orð í munn. Ég sé heldur ekkert að því að stelpur sem eru komnar með brjóst fái topp með brjóstasniði. Varðandi “mellufötin” þá ert það þú sjálf sem ert að leggja mestu áhersluna á þetta orð. Ég segi að mér finnst þessi tíska of sexy og ekki viðeigandi fyrir ung börn sem að mínu mati eigi ekki að þurfa að fá áhyggjur af útlitinu alveg strax. Það ert nú aðallega þú sem ert að tala um mellur hér og að dóttir þín sé í...

Re: Börn eða kynverur ?

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Mér finnst munur á topp og topp. Þegar toppurinn er kominn með brjóstasniði þá finnst mér það ekki passa við litlar brjóstalausar stelpur. Sáuð þið hagkaupsbæklinginn? Þar er einmitt svona nærfatasett fyrir stelpur 9-13 ára, rosa brjóstahaldarasnið sem mér finnst bara asnalegt á brjóstalausum stelpum. Mér finnst líka munur á venjulegum nærbuxum og G-strengja nærbuxum. Og sumir kjólarnir sem ég sá voru með algjöru brjóstaskorusniði, eða hvað ég á að kalla það. Allavegana eins og gerðir fyrir...

Re: Börn eða kynverur ?

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Málið er nú samt að tískan í dag er miklu meira sexy en hún var. Og það er ekki séns í helvíti að ég leyfi dóttur minni að klæðast eins og lítil sexy gella. Og þetta er ekki bara út af einhverjum mögulegum barnaníðingum. Ég kenni mínum börnum að varast ókunnuga, en mér finnst samt óhuggulegt hvað samfélagið er að gefa í skyn með þessari tísku. Stelpur eiga að klæða sig í sem efnisminnst föt og vera voða sexy, en strákarnir eiga að vera í allt of stórum fötum svo að það sést varla í þá. Mér...

Re: Börn eða kynverur ?

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Jú ég tel að þetta geti skaðað börnin. Það er verið að ala á ákveðinni ímynd og hgusun um að þú verðir að líta út á ákveðin hátt til að fitta inn. Mér finnst þetta rangt. Þetta eru ómótaðar sálir sem eru mjög áhrifagjörn og gleypa við öllu í kringum sig. Ég er alveg viss um að þetta geti haft mjög neikvæðar afleiðingar. Þú segir “ef þeim finnst það flott”… helduru virkilega að 7-9 ára stelpur hafi mjög sterkar skoðanir á hvað ÞEIM finnst flott? Þær eru langflestar gjörsamlega háðar því sem...

Re: Börn eða kynverur ?

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Það er nú ansi erfitt að vera almennileg sía nema hrinlega loka barnið inni og leyfa því ekki að kynnast neinu utan heimilisins, ekki einu sinni þá blöðum, bókum eða sjónvarpi. Held að það sé ekki á valdi neins foreldris. Aftur á móti reynum við auðvitað að hafa áhrif á börnin okkar eftir því sem við best getum. Málið er bara að þessi skilaboð eru allt í kringum okkur og það fer í taugarnar á mér.

Re: Dópið??

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Ég hugsa að maður myndi reyna allt sem maður gæti áður en til þess kæmi að henda barninu út. En því miður virðist stundum það eina sem mögulega virkar að gefa barninu skýr og óvægin skilaboð, t.d. að henda því út eins og þú orðar það. Annars verður maður bara meðvirkur. Það er samt rosalega erfitt að segja til um eitthvað svona því ég held að hvert og eitt einasta tilvik hljóti að vera alveg sérstakt. <br><br>Kveðja, GlingGlo

Re: Börn eða kynverur ?

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Ég er svo innilega ofboðslega sammála þér. Stelpur mega alveg vera litlar stelpur þar til þær verða unglingar. Ég er ekki að skilja þetta kynverudæmi sem er verið að troða upp á litla krakka, mér finnst það bara ógeðslegt. Ég fór einmitt í Hagkaup um dagin til að leita að kjólum fyrir stelpurnar mínar og það eina sem ég fann á þessa eldri voru einhverskonar gellukjólar með brjóstasniði eða einhverju álíka, sem ekki hvarflaði að mér að kaupa. Mig langaði að finna eitthvað sætt og sumarlegt,...

Re: Ikea/boltaland

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Veist þú hvað þú átt að gera ef slys ber að höndum? Vita allir sem þú lætur passa fyrir þig hvað á að gera? Maður verður held ég bara að vega og meta hverjum manni treystir. Þetta eru alveg örugglega ekki starfsmenn sérmenntaðir í uppeldisfræðum eða skyndihjálp, en ég reikna nú með að þeir hafi allavegana smá kommon sens og viti svona helstu fyrstu viðbrögð ef eitthvað kemur upp á. Já mér finnst þú pínu paranoid satt að segja ;) en skil það samt líka.<br><br>Kveðja, GlingGlo

Re: Gnístur og hrotur

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Ef hann hrýtur svakalega gæti það verið merki um að hálskirtlarnir eða nefkirtlarnir séu óvenju stórir og teppi eitthvað fyrir öndunarveginn þegar hann liggur út af og slakar á. Getur látið athuga það hjá HNE lækni. Með gnísturnar, hmmm… einhverntíman heyrði ég að það gæti verið merki um að þau séu með njálg, er nú ekki alveg viss um hvað er til í því. En þetta er samt held ég rosalega algengt. Mínar báðar gerðu þetta á tímabili og svo eltist þetta af þeim.

Re: Grasalæknir

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Það er fínn pistill á www.born.is eftir Kolbrúnu Björnsdóttur grasalækni um notkun jurta til að bæta frjósemi og styrkja á meðgöngu. Þar segir hún meðal annars: Jurtir gegn ÓGLEÐI : Kamilla, piparmynta, hindberjalauf, anis og fennelte. Ef líkur eru á fósturláti ætti kona að forðast að nota engifer. Það hefur verið notað við ógleði á meðgöngu en slíkt ætti að láta ógert fyrstu 3 mánuðina. Það eru til jurtir sem hægt er að nota þegar svona stendur en ég nefni þær ekki því þetta eru sterkar...

Re: Smá vandræði !!!

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Hvað í ósköpunum fær hana til að halda að kærastinn þinn misnoti barnið? Hefur hún eitthvað fyrir sér í því annað en bara illgirni?

Re: Smá vandræði !!!

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Ég á nú bara ekki eitt aukatekið orð. Mamma þín virkar nú bara sjúk satt að segja. Ég get líka sagt þér með nokkuð góðri vissu að ef svona lítið barn hefði verið misnotað hefðu læknarnir örugglega tekið eftir einhverju og farið með málið í barnaverndarnefnd og lögreglu. Þvagfærasýking og misnotkun á ekkert skylt við hvort annað. Aftur á móti gæti verið að stelpan þín sé með bakflæði úr þvagblöðru og upp í nýru, á eitthvað að rannsaka hana frekar í sambandi við þessa þvagfærasýkingu? Það er...

Re: Fæðing

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Elskan mín, þið fáið þetta í beinni hehehe :) Svo sem ekkert að gerast enn. Fór á spiderman áðan en það varð ekki til að hrista strákinn út tíhí :)<br><br>Kveðja, GlingGlo
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok