Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Skaðsemi líkamlegra refsinga gegn börnum.

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Time-out er líka kölluð einvera á íslensku. Ef barnið brýtur af sér er það sett í einveru, þumaputtareglan er að það þarf að vera í einveru 1 mínútu fyrir hevrt aldursár. Þetta virkar ekki á börn undir ca 2ja ára (of ung til að skilja) skilja og ekki heldur vel á börn eldri en 12 ára (fara að móytmæla þessari aðferð). Staðurinn sem barnið er í einveru á að vera leiðinlegur þar sem ekkert skemmtilegt er hægt að gera, þ.a.l. ekki herbergi barnsins, og einnig má staðurinn ekki vera ógnvekjandi....

Re: Skaðsemi líkamlegra refsinga gegn börnum.

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Það er alveg hægt að láta börn skilja alvarleika hlutanna með öðru móti en að berja þau. Ef þú líka kynnir þér time-out aðferðina eins og á að nota hana réttilega þá sérðu að hún hefur mikla kosti í för með sér umfram líkamlegt ofbeldi. Mæli með að þú skoðir bók sem heitir SOS hjálp fyrir foreldra, en þar er einmitt fjallað um time-out og aðrar góðar uppeldisaðferðir og hvernig á að beita þeim rétt. Þar er líka talað um slæmar uppeldisaðferðir og hvað það er sem gerir þær slæmar. Time-out...

Re: Skaðsemi líkamlegra refsinga gegn börnum.

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Siggibet, ég er algjörlega ósammála að líkamlegar refsingar séu stundum nauðsynlegar. Ég er viss um að það megi alltaf finna betri leið. Í sanbandi við strákinn sem beit ykkur þá er ég viss um að einvera hefði virkað mjög vel til að fá hann til að hætta því. Ef ég hefði þekkt þessa uppeldisaðferð þegar eldri dóttir mín var lítil þá hefði ég sko notað hana. Ég er sannfærð að hún hefði virkað mjög vel. Hún virkar flott á yngri stelpuna :)

Re: Skaðsemi líkamlegra refsinga gegn börnum.

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Ég er alveg sammála þessu og er mikið á móti hverskyns ofbeldi í uppeldi barna. Ég verð þó að viðurkenna að ég er ekki fullkomið foreldri og hef misst mig í öskur og hótanir. Ég skal líka viðurkenna að þegar ég var yngri þá kom fyrir að ég sló á rassinn á dóttur minni þegar þolinmæðin var alveg farin veg allrar veraldar. Ég gerði mér þó fullkomlega grein fyrir að þessi aðferð hefði ekkert gott í för með sér og samviskubitið var þvílíkt. verð samt að taka fram svo að þið haldið ekki að ég...

Re: I am Sam - Þroskaheftir sem foreldrar.

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Hehe, ADD skrifaði þetta: “Af því að þú spyrð: ”hvað gæti til dæmis gerst ef þroskaheft par eignast barn og hreinlega ráða ekki við það.“ þá svara ég: Það er nýlegt dæmi um það hér á landi. Parinu er í byrjun útvegaður mikill, mikill stuðningur og þeim er kennt mjög mikið. Síðan reyna stuðningsaðilarnir að draga sig meira í hlé og meta hvað foreldrarnir hafa lært og hvort þeir eru færir um að sinna barinu. Ef þeir eru það ekki þá er barnið tekið af þeim. Þannig er nú það.” Þú svaraðir þessu...

Re: I am Sam - Þroskaheftir sem foreldrar.

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Nú auðvitað parið sem hún var að taka sem dæmi þegar þú svaraðir.

Re: I am Sam - Þroskaheftir sem foreldrar.

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Ég er nú sjálf í heilbrigðisgeiranum en þekki samt ekki þessi mál nógu vel. það væri einmitt áhugavert að fá að heyra hvað gengur og gerist í þessum málum.

Re: I am Sam - Þroskaheftir sem foreldrar.

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Ég er alveg sammála ADD í þessum málum. Svar þitt ADD vakti hins vegar upp aðra spurningu hjá mér. Ef aðili er ekki sjálfráða er þá hægt að þvinga hann í fóstureyðingu, eða ófrjósemisaðgerð? Eru lagalegar forsendur fyrir því? Og þá í framhaldi spyr ég ef einhver getur svarað, geta foreldrar neytt ólögráða ófríska dóttur sína til að fara í fóstureyðingu, eða neytt hana til að ganga með barnið gegn sínum vilja?

Re: Tillitsleysi í strætó

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Það tekur engar 5 mínútur að koma barnavagni inn í strætó ef maður fær einn til að aðstoða. Svo er nú heldur ekki verið að tala um að strætisvagnastjórinn geri þetta alltaf, heldur bara í þeim tilvikum sem enginn annar getur eða vill aðstoða. En tek enn og aftur fram að það er ekki þetta sem fer mest í taugarnar á mér, heldur rykkingarnar og lætin þegar tekið er af stað.

Re: Tillitsleysi í strætó

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Þetta með þéttbýlið er örugglega stór hluti af lélegri strætómenningu hér. Reykjavík er náttúrulega að svo miklu leyti byggt af einbýlis-, tvíbýlis- og fábýlishúsum og svo eru blokkirnar flestar frekar litlar. Erlendis er miklu meira fólk á minna svæði.

Re: Tillitsleysi í strætó

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Jú þetta er örugglega rétt athugað hjá þér með tímann Porcelina, hann er örugglega knappur. Og það er líka svo sannarlega rétt að allir verða hundfúlir ef þeir þurfa að bíða 2 mínútur eftir strætó. Enda fá sér flestir íslendingar bara bíl og afleiðingin er sú að fáir taka strætó, strætisvagnafyrirtækin græða minna og leggja minni metnað í að hafa góða þjónustu og meiri í að spara og spara og spara. Leiðinlegur vítahringur. Catgirl, ég (og allir aðrir sem hafa vit í kollinum) geri mér fulla...

Re: Hvernig væri að færa hestana undir gæludýrin

í Hestar fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Væri ekki hægt að leysa þetta með því að hafa bara yfirflokk sem héti “Dýr”? Mjög einfalt og allir hljóta að fatta hvað er hægt að setja þar undir.

Re: Sönn ást????

í Rómantík fyrir 22 árum, 10 mánuðum
LOL lalli!

Re: Veit einhver um góðan barnasálfræðing?

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Æ þetta kom kannski svolítið asnalega út, ég var ekki að glotta að aðstæðum systur þinnar. Það er náttúrulega ferlegt að hún fái ekki þá hjálp sem hún þarf.<br><br>Kveðja, GlingGlo

Re: Veit einhver um góðan barnasálfræðing?

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Hehe, Húgó er nú skólasálfræðingur, einhversstaðar í Kópavogi minnir mig.<br><br>Kveðja, GlingGlo

Re: Hjalti Sævar.

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 10 mánuðum
ROFL ég var að fatta hvað stendur á myndinni af “þér” bwahahahahaha. Hvar fannstu þetta? :D<br><br>Kveðja, GlingGlo

Re: Sönn ást????

í Rómantík fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Ég hreinlega held af þessum lýsingum að dæma að þessi stúlka eigi við andleg vandamál að stríða. helst þyrfti hún bara að ræða við sálfræðing eða geðlækni. Mér finnst þetta hljóma eins og hún hafi ofboðslega lágt sjálfsmat og þú ert kannski svona hálmstráið hennar, þessi sem alltaf er hægt að treysta á. Og hún er að testa þig aftur og aftur hvort þú standir með henni sama hvað hún gerir. Þess á milli sýnist mér hún vera að hleypa upp sjálfsálitinu með því að fá athygli frá öðrum strákum ( vá...

Re: Hjalti Sævar.

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Híhí, já enda belgist hann út. Fannst þessi mynd bara svo sæt þar sem hann hálfbrosir þarna. Fyrsta brosið sem festist á mynd :)<br><br>Kveðja, GlingGlo

Re: Ráðgáta!

í Rómantík fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Stundum er það bara því miður svo að fólk passar ekki saman og oft er engin sérstök útskýring fyrir því. Get því miður lítið sagt annað. Það getur vel verið rétt að hann hafi ekki séð þig í þínu rétta ljósi og sé ekki að gefa ykkur séns sem pari. Samt held ég ekki að eitt djamm eigi alla sökina á að hann hafi sagt þér upp. Ég gæti vel trúað að honum þætti ósköp vænt um þig en sé bara ekki að finna þessa tilfinningu sem þarf. Það er samt lítið held ég sem þú getur gert til að hafa áhrif á...

Re: Virðing og fordómar, ofl

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Nákvæmlega. Ef ég er rosa dónaleg hérna þá þætti mér nú ágætt að fá að vita af því. Ég nefninlega er haldinn þeirri (kannski bjánalegu) trú að ég sé yfirleitt ekki dónaleg í mínum svörum. Ég skal alveg viðurkenna að ef ég er mjög viss í minni sök þá er ég mjög þrjósk að koma þeirri vitneskju að og segi ekkert já og amen við öllu.

Re: Virðing og fordómar, ofl

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Finnst þér þá að fólk eigi bara að þegja ef það telur sig hafa betri upplýsingar eða þekkingu en einhver annar? Það er smá munur á rifrildi og rökstuddum umræðum.

Re: Virðing og fordómar, ofl

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Og hvað ert þú að gera með þessari grein? Ekkert annað en hneykslast og væla yfir því að einhver hafi ekki sömu skoðun og þú. Ef þú vilt að það sé borin virðing fyrir þínum skoðunum komdu þá bara með rök og svaraðu með rökum því sem aðrir hafa sagt. Ég reikna með að þú sért að vísa í umræðuna um kókið og mjólkina hér að neðan. Ég veit reyndar ekki hvaða menntun Xenia hefur, en sjálf er ég menntaður hjúkrunarfræðingur og ekkert sem ég hef lært segir að kók sé æskilegri drykkur með mat en...

Re: Börn og mataræði

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Það var enginn að bera saman kaloríufjöldann í kóki og mjólk, heldur næringarlegu gildi þessara drykkja. Kók er bara sykursull með óhollum sýrum og koffeini og fleiri aukaefnum sem eru alls ekkert holl og veita enga næringu. Mjólkin veitir þér hins vegar góða og holla næringu, vítamín og steinefni. Því finnst mér nú ekki spurning að mjólk er hollari en kók. Fyrir utan það að sýran í kókinu spænir upp tennurnar á krökkunum, en mjólkin veitir þeim kalk sem hjálpar til við uppbyggingu tannanna....

Re: Börn og mataræði

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Mikið rosalega verð ég að taka undir með Xeniu. Þetta er nú bara alveg út í hött sem blom skrifar. Það er meira að segja mikið áhyggjuefni með unglingsstúlkur í dag hvað þær drekka lítið af mjólk því þetta setur þær í rosalega áhættu varðandi beinþynningu (unglingsstúkur meira en strákar því konur eru almennt í meiri beinþynningarhættu en karlar).

Re: Veit einhver um góðan barnasálfræðing?

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Svo á nú að vera skólasálfræðingur í öllum skólum held e´g. Þú getur athugað það í skóla drengsins.<br><br>Kveðja, GlingGlo
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok