Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Börn og bleyjur...

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Getur kíkt hér til hliðar undir Fróðleikspistlar, þar er grein um að venja börn af bleyju. Annars er nú bara mjög misjafnt hvað þetta tekur langan tíma. Þú finnur það fljótt ef hún er ekki tilbúin og þá er stundum jafn gott að setja bleyjuna á aftur og reyna svo seinna. Ég myndi ekki taka bleyjuna af á nóttunni fyrr en hún er orðin örugg með dagana. Annað gæti jafnvel gert hana stressaða (meira álag) og dregið tímann sem tekur að venja hana af bleyju.

Re: Skólabúningar

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Ég tel nú ekki skólabúninga afmá einstaklingseinkenni barnanna. Þó svo að fötin séu eins eru börnin samt mjög misjöfn og börnin þurfa alveg eins að læra að virða fjölbreytni einsaklinganna. Enda munu skólabúningar aldrei koma í veg fyrir einelti, aðeins smá hluta hennar. En þetta er samt virkilega góð pæling. Auðvitað eru til bæði kostir og gallar við skólabúninga, en mitt mat er að kostirnir vega þyngra.

Re: Skólabúningar

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Ég er mjög hlynnt þessari hugmynd og er sammála þéim kostum sem harpajul taldi upp. Ég held að þetta verði alls ekki dýrt. Þessi föt yrðu auðvitað pöntuð í stóru upplagi og þ.a.l. fæst meiri afsláttur. Svo er ég á þeirri skoðun að þetta ættu að vera íþróttagallar, þeir eru þægilegir og eflaust hægt að fá slitsterkan slíkan fatnað, auðvelt að hreyfa sig í þeim svo þeir hefta ekki hreyfingu barnanna.

Re: Strákar og stelpur...

í Rómantík fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Bróðir minn er svona næs gæi. Hann á nú samt konu og barn í dag og annað á leiðinni. Ekki gefa upp vonina Sykur minn, og mundu að það er fátt eins fráhrindandi og sjálfsvorkun.

Re: Dagur 79 af 84

í Heilsa fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Ég verð nú að taka heils hugar með Zaluki. Það er greinilegt að þú ert andlega tilbúin til að taka þig á og hætta þessu dópi. Notaðu einmitt tækifærið og farðu í meðferð. Það eru mjög fáir sem getra þetta upp á eigin spýtur. Fáðu hjálp og stuðning, þá áttu svo miklu meiri möguleika. Hugsaðu um dóttur þína og láttu það hvetja þig áfram. Það er gott að setja sér skammtímamarkmið, t.d. eins og þú talar um ár til að fá dóttur þína aftur, en þú verður samt að setja langtímamarkmið líka, þ.e. að...

Re: Strákar og stelpur...

í Rómantík fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Það eru til fullt af næs stelpum eins og það eru til fullt af næs strákum. Ég reyndar held að þetta sé mikið spurning um þroska og þessir gelgjustælar sem BÆÐI strákar og stelpur hafa mörg hver eldist nú af mörgum. Persónulega þá var ég mjög “dugleg” að höstla þegar ég var á lausu, þ.e. ef mér leist á einhvern strák þá bara tékkaði ég á honum. Það er rosalega gaman að daðra ;) Ég höstlaði nú kallinn minn… eða ég held það allavegana hehehe. Ég er sammála Mal3 (eða held það hafi verið hann,...

Re: Strákar og stelpur...

í Rómantík fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Veistu Sykur, það kemur mér bara ekkert á óvart að stelpur komi svona fram við þig, miðað við attitjúdið hjá þér. Þær finna örugglega langar leiðir hvað þú lítur niður á þær og bregðast bara við samkvæmt því.

Re: Börn og byssur

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Sonna sonna moose, það eru nú ekki allir alklárir á öllu á netinu. Bara ágætt að fá þessa umfjöllun hingað. Fær kannski fólk til að gleypa ekki við öllu sem það sér á netinu. Hins vegar er ég alveg viss um að það eru til foreldrar sem gefa börnunum sínum byssur þegar þau eru mjög ung.

Re: Vantar smá heilræði!!!

í Rómantík fyrir 22 árum, 8 mánuðum
En ef hún er 16 ára og hreyn mey, má hann þá þrýsta á hana? :Þ<br><br>Kveðja, GlingGlo

Re: Börn og keppnisíþróttir

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Mér sýnist þetta nú vera ágætlega gert í íþróttafélagi sonar þíns. Mér finnst sniðugt að allir fái viðurkenningarpening, en líka að það sé hægt að fá aukaverðlaun ef maður stendur sig vel. Mér finnst þesir krakkar vera alveg nógu gamlir til að taka þátt í keppni og læra að tapa líka. Mér fyndist annað ef um væri að ræða börn undir skólaaldri, er ekki viss um að þau hafi þroska í svona alvöru keppni á þeim aldri. Hins vegar má alveg byrja að kenna þeim á mildari hátt að maður vinnur ekki...

Re: Föndur?

í Hugi fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Held það væri rosa sniðugt. Það eru svo margir í alls konar föndri, bæði trémálun og glermálun og alls konar fleira.<br><br>Kveðja, GlingGlo

Re: Nýtt : Vandamálin

í Rómantík fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Kannski ættu stjórnendur bara að endurnefna þetta áhugamál og láta það heita “sambönd”<br><br>Kveðja, GlingGlo

Re: vandamal...

í Rómantík fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Í þínum sporum myndi ég bara reyna að vera í e-mail sambandi þetta ár sem þú ert í USA þannig að kunningsskapur ykkar detti ekki niður. maður getur nú vel haldið glóðinni logandi á þann máta í langan tíma og oft er auðveldara að tjá sig þannig líka. Maður hefur tíma til að hugsa hvernig maður vill orða hlutina, getur sagt allt sem maður vill segja í einu án þess að gripið sé frammi í fyrir manni, getur hugsað sig vel um áður en maður svarar öðrum o.s.fr. Ef þið síðan eruð enn spennt fyrir...

Re: Föndur á veggi

í Heimilið fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Ja afhverju ekki. Það er til fullt af sætum servíettum. Hins vegar veit ég ekkert hvernig svona endist. Er samt viss um að þetta virkar.

Re: Sófar - Þægindum fórnað fyrir útlitið?

í Heimilið fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Já stundum fær maður á tilfinninguna að sófarnir séu hannaðir aðallega með útlitið í huga. Mér finnst hins vegar alger nauðsyn að sófinn sé þægilegur. Ég á nú reyndar bara gamlan notaðan sófa sem ég keypti á ca 5000 kall, en hann er alveg ágætur. Svo er annað sem ég þoli ekki við sófa og það er ef maður sekkur svo gjörsamlega ofan í hann að maður getur varla staðið upp aftur. Ég vil ekki hafa sófann harðan, en ég vil heldur ekki hevrfa ofan í hann. Uppáhaldið mitt er nú bara LaZBoy stóllinn...

Re: Ljós og ýmislegt flott í þeim efnum.

í Heimilið fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Sniðug grein og gaman að skoða þessi loftljós. Hins vegar eru fá þeirra að mínum smekk, en eflaust smart í viðeigandi umhverfi.

Re: Svefnherbergi...mikilvægasta herbergi heimilisins

í Heimilið fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Ja, nú veit ég ekki hvort það er mikilvægasta herbergið, maður eyðir nú ekki mestum tímanum þarna. Ég býst reyndar við að þú sért að meina svefnherbergi fullorðinna. Börn eyða miklu meiri tíma í sínum herbergjum og því finnst mér mikilvægt að hafa þau þægileg og skemmtileg. Annars held ég að það sé auðvitað mikilvægt að hafa góð rúm, og svo annað ekki síður mikilvægara er að hafa ekki of mikið af hlutum. Þá verður eitthvað svo þröngt og óþægilegt og allt fljótt að fara í drasl. Svo finnst...

Re: heimilisstörf og annað

í Heimilið fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Ja ég er nú kannski duglegri við húsverkin en kallinn, en það er vel hægt að virkja hann sko ;) Elsta stelpan mín er 7 1/2 ára og ég læt hana sinna ákveðnum verkum, t.d. taka til í herberginu sínu af og til og fara út með ruslið. Svo er hún nú ansi dugleg að passa litlu systur sína stundum. Mér finnst bara sjálfsagt að allir í heimilinu reyni að hjálpast að við þetta. Annars ætlum við núna að setja umm smá plan. Þ.e. bara hafa ákveðna daga fyrir ákveðin verk. T.d. taka svefnherbergin í gegn...

Re: Börn og mýflugnabit

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Hvernig lýsir svona ofnæmi sér? Ég er hreinlega farin að halda að ég sé með eitthvað svoleiðis. Ég verð eldrauð og upphleypt í kringum bitið, og sko þá ekkert smá heldur verður roðinn sums staðar um 10-15 cm í þvermál. Svo er ég sjóðheit á bólgustaðnum og í þokkabót hleyp ég upp í blöðrum í miðjunni þar sem ég var bitin. Og kláðinn er hræðilegur. Held ég ætti að rölta mér í apótek á morgun og ræða við einhvern þar.

Re: Ég er hissa ....

í Djammið fyrir 22 árum, 8 mánuðum
það var nú giott að vita að þetta var rauð honda sem hann var sóttur á hehehe. En reyndar þá er til fullt af óþolandi pirrandi fólki.

Re: Það er leikur að læra

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Ég var nú einmitt að lesa að í einhverjum skólum í Oslo verður börnunum gert kleyft að byrja í fyrsta bekk þegar þau verða 6 ára, þ.e. miðað við afmælisdaginn. Þannig að sum börn sleppa með bara hálft ár í fyrsta bekk (bara eftir áramót). En ekki getur nú kennslan verið mikil ef það er alllt í lagi fyrir barn að koma inn í janúar þegar hálft skólaárið er búið.

Re: Íris Björk og sjúkdómar hennar

í Fræga fólkið fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Er nú ekki bara hennar mál hvort hún vill segja frá sínum einkamálum eða ekki? Þó að þú kjósir að gera það ekki þá getur þú ekkert ákveðið hvað er rétt fyrir aðra að gera. Plús það að þegar þekkt fólk… eða óþekkt fólk ef því er að skipta, kemur fram með svona sögur fyrir almenning, þá getur það verið mikill styrkur fyrir aðra sem eru að ganga í gegnum sömu hlutina. Það er nefninlega mjög gott að vita að maður er ekki einn í heiminum. Svo er ég nú ekkert viss um að hún sé að falast eftir...

Re: Frábært að fá þetta áhugamál.

í Heimilið fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Btw, svona til að bæta við þá er ég mjög hrifin af svona kirsuberjalitum við, ekki of dökkum samt. En svona mildur kirsuberjaviður finnst mér afskaplega fallegur. Vildi gjarnan eignast fallegan stofuskáp í þeim dúr, og hafa stofuborðið og borðstofuborðið (ef ég eignast svoleiðis :) í sama stíl.<br><br>Kveðja, GlingGlo

Re: Frábært að fá þetta áhugamál.

í Heimilið fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Sama hér, ég er í leiguhúsnæði eins og Zally svo ég er ekki að mála og get ekki gert of mikið. En minn tími mun koma :) Hins vegar er ég ekki hrifin af stórum massívum húsgögnum. Er reyndar ekki búin að gera upp hug minn um hvernig stíl ég vil, nema að ég mun aldrei láta LaZBoy stólinn minn. Ætli ég finni ekki eitthvað sem verður í stíl við hann hahaha ;D Annars vil ég hafa þægileg húsgögn sem gott er að sitja (og liggja) í, og sem eru slitsterk. Eins og er þá vil ég ekki skjannahvíta veggi....

Re: IKEA

í Heimilið fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Ég er sko hæstánægð með IKEA og finnst bara húsgögnin fín sem eru til þar. Hef keypt slatta í IKEA í gegnum tíðina og mun eflaust gera það áfram. Reyndar er engin IKEA verslun hér í nágrenninu, en það er þó allavegana Norsk Sengetøyslager, hehehe.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok