Þetta sem er kallað á íslensku “Gin og klaufaveiki”, en heitir í raun á ensku “Hand, foot and mouth desease”, á ekkert skylt við sjúkdóminn “Gin og klaufaveiki” í búfénaði. Ætti í raun að kallast “Handa, fóta og munnveiki” eða eitthvað slíkt. Þessi sjúkdómur orsakast af veiru, er alveg sauðmeinlaus, en getur verið óþægilegur meðan á honum stendur. Þessi veira veldur útbrotum á höndum og fótum, og í munni. Útbrotin í munni verða einskonar munnangur, eða sár, og geta verið afskaplega óþægileg....