Ungabörn gráta af ýmsum ástæðum; þau eru svöng, blaut, vilja láta halda á sér, er of kalt eða of heitt, illt í maganum o.s.fr. Foreldrar læra fljótlega að túlka grát barna sinna og bregðast við honum þannig að barnið lætur huggast. Sumir foreldrar lenda þó í því að eignast óvært barn sem erfitt er að hugga. Ein algengasta ástæðan fyrir óværð barna er að s.k. ungbarnakveisu, en u.þ.b. 15% nýbura fá slíka kveisu. Ungbarnakveisa byrjar yfirleitt skyndilega 2-4 vikum eftir fæðingu barnsins og...