Hvað haldiði að dóttir mín, tæplega 22ja mánaða, hafi sagt við pabba sinn í morgun þegar hann var að reyna að vekja hana? Hún hefur nú alltaf verið svolítil svefnpurrka á morgnana og tekur sinn tíma í að vakna (þ.e. ef hún er vakin fyrir átta). Nú, pabbi hennar spurði hana hvort hún ætlaði ekki að fara að vakna, og svarið var: Nei, ég er lasin. Svo sneri hún sér bara við og hélt áfram að lúra. Já, þau eru snögg að finna sér ástæður fyrir að þurfa ekki að fara á fætur, hehehe. Að vísu þá...