Jæja það var sko upplifun um daginn. Við fórum í bíó að sjá Ísöldina, öll fjölskyldan. Þannig að þetta var fyrsta bíóferð yngri stelpunnar, sem er núna rúmlega tveggja ára. Þetta var alveg frábært. Hún var alveg skíthrædd fyrst þegar auglýsingarnar voru, en það var bara af því að hávaðinn var svo mikill. Svo sýndum við henni að hún gæti gripið fyrir eyrun ef hún vildi og það fannst henni voða sniðugt. Síðan byrjaði myndin og hún sat alveg dolfallin og horfði á þetta. Maður svona útskýrði...